Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hannes vill banna blæjur

Einn þekkt­asti tals­mað­ur frjáls­hyggju á Ís­landi er hlynnt­ur blæju­banni og tel­ur það þjóna al­manna­hags­mun­um.

Hannes vill banna blæjur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og einn þekktasti talsmaður íhaldssamrar frjálshyggju á Íslandi, vill að konum sé bannað að bera blæjur.

Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. „Auðvitað á ekki að banna konum að bera blæjur, af því að þær séu trúartákn. Það á að banna þeim það, af því að menn eiga ekki að fá að dulbúa sig á almannafæri, því að þá geta þeir komist undan ábyrgð á verkum sínum,“ skrifar prófessorinn. 


Tilefni ummælanna er frétt Mbl.is um að Evrópudómstóllinn telji að brotið hafi verið gegn reglugerð ESB um bann við mismunun á grundvelli trúarbragða þegar franskur hönn­un­ar­verk­fræðing­ur var rek­inn úr starfi fyr­ir að bera blæju að ís­lömsk­um sið.

Áður hefur Mannréttindadómstóll Evrópu, sem heyrir undir Evrópuráðið, komist að þeirri niðurstöðu að búrkubann í Frakklandi feli ekki í sér brot gegn mannréttindasáttmálanum. MDE taldi bannið réttlætanlegt á grundvelli öryggissjónarmiða; stefnt gæti öryggi almennings í hættu að þekkja ekki almennilega einstaklinga sem hylja andlit sitt á almannafæri.

Hannes Hólmsteinn tekur fram að honum finnist eðlilegt að vinnuveitendur geti sett ákveðnar reglur um klæðaburð starfsfólks, jafnvel reglur sem útiloki blæjur. „Raunar setja líka veitingastaðir fastar reglur um klæðaburð. Og kirkjur: í suðrænum löndum mega menn ekki fara inn í kirkju í stuttbuxum og sandölum. Ég sé ekkert að slíkum reglum,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár