Hannes vill banna blæjur

Einn þekkt­asti tals­mað­ur frjáls­hyggju á Ís­landi er hlynnt­ur blæju­banni og tel­ur það þjóna al­manna­hags­mun­um.

Hannes vill banna blæjur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og einn þekktasti talsmaður íhaldssamrar frjálshyggju á Íslandi, vill að konum sé bannað að bera blæjur.

Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. „Auðvitað á ekki að banna konum að bera blæjur, af því að þær séu trúartákn. Það á að banna þeim það, af því að menn eiga ekki að fá að dulbúa sig á almannafæri, því að þá geta þeir komist undan ábyrgð á verkum sínum,“ skrifar prófessorinn. 


Tilefni ummælanna er frétt Mbl.is um að Evrópudómstóllinn telji að brotið hafi verið gegn reglugerð ESB um bann við mismunun á grundvelli trúarbragða þegar franskur hönn­un­ar­verk­fræðing­ur var rek­inn úr starfi fyr­ir að bera blæju að ís­lömsk­um sið.

Áður hefur Mannréttindadómstóll Evrópu, sem heyrir undir Evrópuráðið, komist að þeirri niðurstöðu að búrkubann í Frakklandi feli ekki í sér brot gegn mannréttindasáttmálanum. MDE taldi bannið réttlætanlegt á grundvelli öryggissjónarmiða; stefnt gæti öryggi almennings í hættu að þekkja ekki almennilega einstaklinga sem hylja andlit sitt á almannafæri.

Hannes Hólmsteinn tekur fram að honum finnist eðlilegt að vinnuveitendur geti sett ákveðnar reglur um klæðaburð starfsfólks, jafnvel reglur sem útiloki blæjur. „Raunar setja líka veitingastaðir fastar reglur um klæðaburð. Og kirkjur: í suðrænum löndum mega menn ekki fara inn í kirkju í stuttbuxum og sandölum. Ég sé ekkert að slíkum reglum,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár