Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hannes segir Pírata ekki finna „til neinnar ábyrgðar fyrir hönd þjóðarinnar“

Pírat­ar halda áfram að bæta við sig fylgi þótt fram­sókn­ar­menn og sjálf­stæð­is­menn vegi stöð­ugt að þeim.

Hannes segir Pírata ekki finna „til neinnar ábyrgðar fyrir hönd þjóðarinnar“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins á árunum fyrir hrun, furðast að Píratar fái jafn mikið fylgi í skoðanakönnunum og raun ber vitni. Fullyrðir hann að Píratar finni ekki til neinnar ábyrgðar fyrir hönd þjóðarinnar.

„Ég skil að vísu, að margir séu ófúsir í skoðanakönnunum til að lýsa yfir stuðningi við vinstri flokkana (Icesave-flokkana tvo og Bjarta fortíð),“ skrifar hann á Facebook og bætir við: „Hitt þykir mér furðulegt, að menn lýsi þess í stað yfir stuðningi við Pírata, sem hafa enga stefnu, nenna ekki að mæta á þingfundi eða taka þátt í þingstörfum og finna ekki til neinnar ábyrgðar fyrir hönd þjóðarinnar, heldur reika inn og út af þingi eftir eigin hentisemi.“ 

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir Kapteinn Pírata.

Samkvæmt nýrri könnun MMR eru Píratar með mest fylgi allra flokka á Íslandi, eða 33,2 prósent. Eykst fylgi þeirra um eitt prósentustig frá síðustu könnun.

Fylgi Pírata hefur aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði. Um leið verður flokkurinn fyrir æ meiri gagnrýni af hálfu sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Í forsíðuviðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í júní gaf hann í skyn að Píratar væri byltingarflokkur og sagði þá ógna rótgrónum íslenskum gildum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fylgi stjórnmálaflokka

Píratar í herkví
Úttekt

Pírat­ar í herkví

Víð­tækr­ar óánægju gæt­ir inn­an raða Pírata með vinnu­brögð og fram­göngu Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manns flokks­ins. Flokks­menn segja hana snið­ganga innri verk­ferla með ólýð­ræð­is­leg­um hætti. Þá taki hún sér leið­toga­hlut­verk í flokki sem gangi út á leið­toga­leysi. Ástand­ið inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar er eld­fim­ara en marg­ir vilja vera láta. Stund­in ræddi við á ann­an tug Pírata sem gegna trún­að­ar­störf­um fyr­ir flokk­inn.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
2
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár