Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hamri kastað inn um rúðu Gunnars Waage

Eft­ir að Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir aug­lýsti heim­il­is­fang Gunn­ars Waage, rit­stjóra Sand­kass­ans, á Face­book síðu sinni, hafa hon­um borist morð­hót­an­ir og að­faranótt mánu­dags flaug svo ham­ar inn um glugga á heim­ili hans. Gunn­ar seg­ir Arn­þrúði beita fjöl­miðli sín­um á þann hátt að hún hvetji til uppá­tækja hjá al­menn­ingi sem ekki sam­ræm­ist lög­um.

Hamri kastað inn um rúðu Gunnars Waage
Hamarinn sem Gunnar telur að Arnþrúður beri ábyrgð á með auglýsingu á heimilisfangi sínu

Aðfararnótt mánudags var hamri kastað í rúðu í stofuglugga á heimili Gunnars Waage, ritstjóra Sandkassans, sem titlað er „vefsetur um fjölmenningu, jafnréttismál, menningu og listir“. Hamarinn fór í gegn um tvöfalt gler og endaði inni í stofu. Smávægilegar skemmdir urðu á innanstokksmunum.

Talsvert hefur verið um hótanir undanfarna mánuði í garð ritstjóra Sandkassans í kjölfar þess að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu, auglýsti heimilisfang hans á Facebook síðu sinni.

Hamarinn
Hamarinn og Arnþrúður

Lögregla var fengin á vettvang og skýrsla tekin. Athygli vakti þó hjá heimilisfólki að lögreglan tók ekki hamarinn með sér en á honum gætu fundist fingraför sem gætu nýst lögreglu við rannsókn þessa máls. Ekki er vitað hvað vakir fyrir lögreglu að taka ekki sönnunargögnin í málinu með sér af vettvangi, en lögmaður Gunnars, Leifur Runólfsson, segir „þessi vinnubrögð hjá lögreglu óásættanleg“. 

Á vefnum Sandkassinn.com, sem Gunnar ritstýrir, hefur ítrekað verið vakin athygli á fordómum sem þrífast bæði á Íslandi og víðar og helstu talsmönnum þeirra. Fyrir vikið hefur vefurinn og Gunnar verið á milli tannana á fólki ákveðnum hópum, til dæmis hlustendum Útvarps Sögu og meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Rúðan sem brotnaði
Rúðan sem brotnaði Hamarinn fór í gegnum tvöfalt gler og hafnaði inni í stofu

Þann þriðja ágúst síðastliðinn auglýsti til að mynda Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Útvarps Sögu, heimilisfang Gunnars á spjallsíðunni Stjórnmálaspjallið, þar sem hlustendur útvarsstöðvarinnar, stuðningsfólk Þjóðfylkingarinnar og einstaklingar með svipaðar skoðanir ræða saman. Í kjölfarið barst Gunnari morðhótun í ummælum á síðu Arnþrúðar. „Senda bara nokkra vaska menn og þagga niður í honum í eitt skipti fyrir öll ;)“ 

Gunnar segir að sér hafi borist nokkrar morðhótanir, en lögreglan hafi ekkert aðhafst þar sem orðalagið sé ekki nógu afgerandi. „Ég hef fengið talsvert af morðhótunum á undaförnum mánuðum. Það er alveg ljóst að hún beitir sínum fjölmiðli og sinni stöðu sem útvarpsstjóra með þeim hætti að hún beinlínis hvetur til uppátækja hjá almenningi sem ekki samræmast lögum.“

Auglýsing Arnþrúðar
Auglýsing Arnþrúðar Arnþrúðir Karlsdóttir auglýsti heimilisfang hjá Gunnari Waage og honum barst hótun í kjölfarið.

Aðspurður segist Gunnar ekki sérstaklega áhyggjufullur yfir atvikinu með hamarinn. Hann hafi svo sem vitað við hverju væri að búast þegar að hann lagði ritstjórnarlegar línur Sandkassans í upphafi, en að heimilsfólki sé talsvert brugðið, þar á meðal 10 ára gamalli dóttur hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár