Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Hail Trump!“ Hægri öfgamenn fagna og útfæra boðskap verðandi Bandaríkjaforseta

Ræða leið­toga hægri öfga­manna í Banda­ríkj­un­um teng­ir boð­skap Don­alds Trump við fas­isma.

„Hail Trump!“ Hægri öfgamenn fagna og útfæra boðskap verðandi Bandaríkjaforseta
Richard Spencer Hélt ræðu fyrir öfgasinnaða þjóðernissinna um helgina. Mynd: The Atlantic

„Heill sé Trump! Heill sé fólkinu okkar! Heill sé sigrinum!“ kallar Richard Spencer, forseti National Policy Institute, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Washington um helgina, þar sem jakkafataklæddir, hægri fasistar hittust og fögnuðu því meðal annars að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Ræðunni hefur nú verið dreift á Facebook af fréttatímaritinu The Atlantic. Í ræðunni færir Spencer orðræðu Donalds Trump lengra í átt til fasisma. 

Donald Trump hefur í ræðum sínum endurtekið að fjölmiðlar séu „lygafjölmiðlar“. Þá hefur hann sakað þá um heimsku sem eru andvígir boðskap hans og gert lítið úr þeim á ýmsan annan hátt.

„Stóru fjölmiðlarnir, sem við ættum kannski að nota upprunalega þýska heitið yfir -Lügenpresse...“ segir Spencer í ræðunni, en slagorðið var meðal annars notað af nasistum til þess að grafa undan trúverðugleika fjölmiðla í upprisu þeirra í Þýskalandi á millistríðsárunum. Adolf Hitler notaði slagorðið strax árið 1922. Stuðningsmenn Trumps hafa einnig sungið slagorðið Lügenpresse á fundum hans.

Richard Spencer notar sambærilegt orðalag í ræðu sinni og Donald Trump, en gengur lengra og lýsir andstæðingum sínum sem ómanneskjulegum. „Það er ekki bara að þeir eru vinstri sinnaðir og veikgeðja, það er ekki bara að þeir eru raunverulega heimskir, maður veltir fyrir sér hvort þetta fólk sé fólk yfirhöfuð,“ sagði hann undir hlátri viðstaddra. 

Sigur Donalds Trump hefur valdið aukningu á hatursglæpum í Bandaríkjunum, en hatursglæpum hafði þegar fjölgað fyrir kjör hans. 

Hér fyrir neðan má sjá stuðningsmyndband fyrir Donald Trump þar sem hann leggur áherslu á heimsku annarra og „lygafjölmiðla“. „Pressan lýgur, þeir eru hræðilegt fólk... Það er mjög heimskt fólk að semja fyrir okkur í þessu landi.“ 

Hér má sjá myndband af atvikum þar sem Donald Trump hefur heillað fylgismenn sína meðal annars með því að hóta mótframbjóðanda sínum fangelsisvist og gagnrýna það sem er „pólitískt rétt“. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu