Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Hail Trump!“ Hægri öfgamenn fagna og útfæra boðskap verðandi Bandaríkjaforseta

Ræða leið­toga hægri öfga­manna í Banda­ríkj­un­um teng­ir boð­skap Don­alds Trump við fas­isma.

„Hail Trump!“ Hægri öfgamenn fagna og útfæra boðskap verðandi Bandaríkjaforseta
Richard Spencer Hélt ræðu fyrir öfgasinnaða þjóðernissinna um helgina. Mynd: The Atlantic

„Heill sé Trump! Heill sé fólkinu okkar! Heill sé sigrinum!“ kallar Richard Spencer, forseti National Policy Institute, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Washington um helgina, þar sem jakkafataklæddir, hægri fasistar hittust og fögnuðu því meðal annars að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Ræðunni hefur nú verið dreift á Facebook af fréttatímaritinu The Atlantic. Í ræðunni færir Spencer orðræðu Donalds Trump lengra í átt til fasisma. 

Donald Trump hefur í ræðum sínum endurtekið að fjölmiðlar séu „lygafjölmiðlar“. Þá hefur hann sakað þá um heimsku sem eru andvígir boðskap hans og gert lítið úr þeim á ýmsan annan hátt.

„Stóru fjölmiðlarnir, sem við ættum kannski að nota upprunalega þýska heitið yfir -Lügenpresse...“ segir Spencer í ræðunni, en slagorðið var meðal annars notað af nasistum til þess að grafa undan trúverðugleika fjölmiðla í upprisu þeirra í Þýskalandi á millistríðsárunum. Adolf Hitler notaði slagorðið strax árið 1922. Stuðningsmenn Trumps hafa einnig sungið slagorðið Lügenpresse á fundum hans.

Richard Spencer notar sambærilegt orðalag í ræðu sinni og Donald Trump, en gengur lengra og lýsir andstæðingum sínum sem ómanneskjulegum. „Það er ekki bara að þeir eru vinstri sinnaðir og veikgeðja, það er ekki bara að þeir eru raunverulega heimskir, maður veltir fyrir sér hvort þetta fólk sé fólk yfirhöfuð,“ sagði hann undir hlátri viðstaddra. 

Sigur Donalds Trump hefur valdið aukningu á hatursglæpum í Bandaríkjunum, en hatursglæpum hafði þegar fjölgað fyrir kjör hans. 

Hér fyrir neðan má sjá stuðningsmyndband fyrir Donald Trump þar sem hann leggur áherslu á heimsku annarra og „lygafjölmiðla“. „Pressan lýgur, þeir eru hræðilegt fólk... Það er mjög heimskt fólk að semja fyrir okkur í þessu landi.“ 

Hér má sjá myndband af atvikum þar sem Donald Trump hefur heillað fylgismenn sína meðal annars með því að hóta mótframbjóðanda sínum fangelsisvist og gagnrýna það sem er „pólitískt rétt“. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár