Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gróðabrask á Stúdentagörðum

Fé­lags­stofn­un stúd­enta vakt­ar AirBnB vegna fram­leigu.

Gróðabrask á Stúdentagörðum
Stúdentagarðar Nýjasta tilvikið um framleigu nemanda var við Lindargötu í miðbænum.

Ekki er óþekkt að háskólanemar sem leigi íbúð hjá Stúdentagörðum framleigi íbúðir sínar. Í lok febrúar komst upp um nemanda sem hafði framleigt íbúð sína við Lindargötu til bróður síns, sem ekki stundaði nám við Háskóla Íslands. Leigusamningi var tafarlaust rift við þann nemanda. „Við fengum tilkynningu um þetta frá nágranna. Við fengum upplýsingar um það hjá nágrönnum að það liti út fyrir að það væri ekki nemandi sem byggi í íbúðinni,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, í samtali við Stundina.

Hlutverk Stúdentagarða er að bjóða háskólanemum upp á leigu á vel staðsettu húsnæði á sanngjörnu verði. Eðli máls samkvæmt er leiga þar því undir markaðsverði og því tækifæri fyrir óprúttna nemendur að græða á framleigu.

„Það kom upp tilvik í fyrravetur þar sem við áttuðum okkur á því að íbúi hafði í einhvern tíma leigt út húsnæði sitt.“ 

Nágrannar eru vakandi

Rebekka segir að miðað við þann fjölda sem leigir hjá Félagsstofnun stúdenta sé merkilega lítið um framleigu. „Það kom upp tilvik í fyrravetur þar sem við áttuðum okkur á því að íbúi hafði í einhvern tíma leigt út húsnæði sitt. Þá var það líka ábending sem við fengum, fólk er mjög vakandi fyrir þessu. Það er mjög óeðlilegt að fólk sem leigir húsnæði sem er á félagslegum nótum sé að hagnast á því og leigja út einhverjum öðrum,“ segir Rebekka.

Leigði íbúðina til ferðamanna 

Hún segir að í tilvikinu sem átti sér stað í fyrravetur hafi nemandinn leigt íbúð sína á leiguvefnum AirBnB, en fjölmargir Íslendingar hafa nýtt sér þann vef til að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Það var strákur sem var að auglýsa á AirBnB. Það var mjög einfalt að finna út úr því máli. Eftir það þá fylgjumst við með því. Ef þetta er einu sinni búið að koma upp þá áttar maður sig á því, maður hafði kannski ekki ímyndunarafl í það áður, svo kemur upp svoleiðis mál þá auðvitað tékkum við á því. Að mestu leyti er það þannig, vegna þess að líkurnar á að komast inn á Stúdentagarða eru það litlar, að ef fólk kemst inn vill það búa sjálft í húsnæðinu,“ segir Rebekka. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár