Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gróðabrask á Stúdentagörðum

Fé­lags­stofn­un stúd­enta vakt­ar AirBnB vegna fram­leigu.

Gróðabrask á Stúdentagörðum
Stúdentagarðar Nýjasta tilvikið um framleigu nemanda var við Lindargötu í miðbænum.

Ekki er óþekkt að háskólanemar sem leigi íbúð hjá Stúdentagörðum framleigi íbúðir sínar. Í lok febrúar komst upp um nemanda sem hafði framleigt íbúð sína við Lindargötu til bróður síns, sem ekki stundaði nám við Háskóla Íslands. Leigusamningi var tafarlaust rift við þann nemanda. „Við fengum tilkynningu um þetta frá nágranna. Við fengum upplýsingar um það hjá nágrönnum að það liti út fyrir að það væri ekki nemandi sem byggi í íbúðinni,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, í samtali við Stundina.

Hlutverk Stúdentagarða er að bjóða háskólanemum upp á leigu á vel staðsettu húsnæði á sanngjörnu verði. Eðli máls samkvæmt er leiga þar því undir markaðsverði og því tækifæri fyrir óprúttna nemendur að græða á framleigu.

„Það kom upp tilvik í fyrravetur þar sem við áttuðum okkur á því að íbúi hafði í einhvern tíma leigt út húsnæði sitt.“ 

Nágrannar eru vakandi

Rebekka segir að miðað við þann fjölda sem leigir hjá Félagsstofnun stúdenta sé merkilega lítið um framleigu. „Það kom upp tilvik í fyrravetur þar sem við áttuðum okkur á því að íbúi hafði í einhvern tíma leigt út húsnæði sitt. Þá var það líka ábending sem við fengum, fólk er mjög vakandi fyrir þessu. Það er mjög óeðlilegt að fólk sem leigir húsnæði sem er á félagslegum nótum sé að hagnast á því og leigja út einhverjum öðrum,“ segir Rebekka.

Leigði íbúðina til ferðamanna 

Hún segir að í tilvikinu sem átti sér stað í fyrravetur hafi nemandinn leigt íbúð sína á leiguvefnum AirBnB, en fjölmargir Íslendingar hafa nýtt sér þann vef til að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Það var strákur sem var að auglýsa á AirBnB. Það var mjög einfalt að finna út úr því máli. Eftir það þá fylgjumst við með því. Ef þetta er einu sinni búið að koma upp þá áttar maður sig á því, maður hafði kannski ekki ímyndunarafl í það áður, svo kemur upp svoleiðis mál þá auðvitað tékkum við á því. Að mestu leyti er það þannig, vegna þess að líkurnar á að komast inn á Stúdentagarða eru það litlar, að ef fólk kemst inn vill það búa sjálft í húsnæðinu,“ segir Rebekka. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár