Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skjöl frá foreldrum Alis benda til þess að hann sé 16 ára gamall

Ali Nas­ir var dreg­inn út úr Laug­ar­nes­kirkju með valdi í síð­ustu viku. Sam­kvæmt vega­bréf­inu hans, sem varð eft­ir í Ír­ak, er hann fædd­ur þann 9. fe­brú­ar ár­ið 2000. Hann bjó í hverf­inu Karada í Bagdad þar sem meira en 200 manns lét­ust ný­ver­ið í sprengju­árás.

Skjöl frá foreldrum Alis benda til þess að hann sé 16 ára gamall

Hælisleitandinn Ali Nasir, sem dreginn var út úr Laugarneskirkju með valdi þann 28. júní síðastliðinn og sendur til Noregs, er 16 ára gamall samkvæmt vegabréfi hans sem varð eftir í Írak. Stundin hefur undir höndum afrit af vegabréfi og nafnskírteini sem foreldrar unglingsins létu í té með aðstoð túlks hans og vinar. Samkvæmt þessum skjölum er Ali fæddur þann 9. febrúar árið 2000 og því 16 ára gamall eins og hann tjáði Stundinni nóttina sem hann var sendur úr landi. Útlendingastofnun hefur hins vegar fullyrt í fréttatilkynningu að hann sé eldri en 18 ára.

Ali handjárnaður
Ali handjárnaður

Að sögn Alis varð hann sér úti um falsað vegabréf, sem gefur til kynna að hann sé 19 ára gamall, þegar hann flúði frá Írak vegna þess að auðveldara er að ferðast úr landinu sem fullorðinn einstaklingur heldur en sem barn. Skildi hann því hið ósvikna vegabréf eftir á heimili sínu. Á leiðinni til Íslands segist Ali hafa frétt að að Íslendingar hefðu um árabil dæmt flóttafólk í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Auk þess væri hérlendis oftast dregið í efa að hælisleitendur væru undir lögaldri þegar þeir héldu því fram. Þegar Ali kom hingað til lands og sótti um hæli framvísaði hann því falsaða vegabréfinu en þorði ekki að segja íslenskum yfirvöldum að pappírarnir væru falsaðir. 

 

 

Stundin fékk tvo menn, sem tala og skilja arabísku, til að rýna í vegabréf og nafnskírteini Alis. Samkvæmt gögnunum er hann fæddur þann 9. febrúar árið 2000 og var skráður til heimilis í Karada í Bagdad þar sem 200 manns létust í sprengjuárás á dögunum.

 

„Sagðist vera hræddur“

Salmann Tamimi var kallaður til sem túlkur þegar Ali var tilkynnt um að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar á Íslandi. „Hann laug til um aldur, elsku strákurinn, hann var svo hræddur um að ef hann segði frá því að vegabréfið væri falsað myndi hann lenda í vandræðum,“ segir Salmann í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár