Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin

Ár­ið 1996 lýsti Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir því að Ólaf­ur Skúla­son, þá­ver­andi bisk­up, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Fleiri kon­ur stigu fram í kjöl­far­ið. Ára­tug­ir liðu frá meint­um brot­um og þar til Þjóð­kirkj­an greiddi kon­un­um bæt­ur. Þá hafði Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir sagt sögu af of­beldi föð­ur síns. Tveir bisk­up­ar hrökt­ust úr embætti.

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin
Biskupar Karl Sigurbjörnsson var sakaður um þöggun í biskupsmálinu. Hér er hann ásamt arftaka sínum. Mynd: Pressphotos

Fyrri part árs 1996 varð eitt mesta fjölmiðlafár síðari tíma þegar biskup Íslands, Ólafur Skúlason, var borinn þeim sökum að hafa áreitt nokkrar konur þegar hann var prestur í Bústaðakirkju. Í forsíðuviðtali við DV í mars 1996 sagði ein þeirra, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sögu sína í fyrsta sinn undir nafni.

Upphaf umfjöllunarinnar má rekja til þess að Sigrún Pálína kærði séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprest í Grafarvogi, til siðanefndar Prestafélags Íslands fyrir að hafa brugðist. Sigrún Pálína hafði trúað biskupi fyrir því að séra Ólafur Skúlason hefði áreitt sig. Vildi hún að Vigfús tæki málið upp við aðra presta. Það gerði hann ekki. DV komst á snoðir um kæruna. Gísli Kristjánsson blaðamaður fjallaði um hana í blaðinu. Þar með fór af stað umfjöllun sem átti eftir að standa til ársins 2010 með stuttum hléum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár