Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin

Ár­ið 1996 lýsti Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir því að Ólaf­ur Skúla­son, þá­ver­andi bisk­up, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Fleiri kon­ur stigu fram í kjöl­far­ið. Ára­tug­ir liðu frá meint­um brot­um og þar til Þjóð­kirkj­an greiddi kon­un­um bæt­ur. Þá hafði Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir sagt sögu af of­beldi föð­ur síns. Tveir bisk­up­ar hrökt­ust úr embætti.

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin
Biskupar Karl Sigurbjörnsson var sakaður um þöggun í biskupsmálinu. Hér er hann ásamt arftaka sínum. Mynd: Pressphotos

Fyrri part árs 1996 varð eitt mesta fjölmiðlafár síðari tíma þegar biskup Íslands, Ólafur Skúlason, var borinn þeim sökum að hafa áreitt nokkrar konur þegar hann var prestur í Bústaðakirkju. Í forsíðuviðtali við DV í mars 1996 sagði ein þeirra, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sögu sína í fyrsta sinn undir nafni.

Upphaf umfjöllunarinnar má rekja til þess að Sigrún Pálína kærði séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprest í Grafarvogi, til siðanefndar Prestafélags Íslands fyrir að hafa brugðist. Sigrún Pálína hafði trúað biskupi fyrir því að séra Ólafur Skúlason hefði áreitt sig. Vildi hún að Vigfús tæki málið upp við aðra presta. Það gerði hann ekki. DV komst á snoðir um kæruna. Gísli Kristjánsson blaðamaður fjallaði um hana í blaðinu. Þar með fór af stað umfjöllun sem átti eftir að standa til ársins 2010 með stuttum hléum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu