Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin

Ár­ið 1996 lýsti Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir því að Ólaf­ur Skúla­son, þá­ver­andi bisk­up, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Fleiri kon­ur stigu fram í kjöl­far­ið. Ára­tug­ir liðu frá meint­um brot­um og þar til Þjóð­kirkj­an greiddi kon­un­um bæt­ur. Þá hafði Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir sagt sögu af of­beldi föð­ur síns. Tveir bisk­up­ar hrökt­ust úr embætti.

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin
Biskupar Karl Sigurbjörnsson var sakaður um þöggun í biskupsmálinu. Hér er hann ásamt arftaka sínum. Mynd: Pressphotos

Fyrri part árs 1996 varð eitt mesta fjölmiðlafár síðari tíma þegar biskup Íslands, Ólafur Skúlason, var borinn þeim sökum að hafa áreitt nokkrar konur þegar hann var prestur í Bústaðakirkju. Í forsíðuviðtali við DV í mars 1996 sagði ein þeirra, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sögu sína í fyrsta sinn undir nafni.

Upphaf umfjöllunarinnar má rekja til þess að Sigrún Pálína kærði séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprest í Grafarvogi, til siðanefndar Prestafélags Íslands fyrir að hafa brugðist. Sigrún Pálína hafði trúað biskupi fyrir því að séra Ólafur Skúlason hefði áreitt sig. Vildi hún að Vigfús tæki málið upp við aðra presta. Það gerði hann ekki. DV komst á snoðir um kæruna. Gísli Kristjánsson blaðamaður fjallaði um hana í blaðinu. Þar með fór af stað umfjöllun sem átti eftir að standa til ársins 2010 með stuttum hléum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár