Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Oddfellowreglan á í vök að verjast gegn fyrrverandi féhirði

Odd­fellow­regl­an á eign­ir upp á þrjá millj­arða króna. Æðstu menn í regl­unni segj­ast hafa þurft að sitja und­ir hót­un­um og dylgj­um fyrr­ver­andi fé­laga og féhirð­is um ára­bil. Óm­ar Sig­urðs­son seg­ist hafa hætt í regl­unni vegna fjár­mála­m­is­ferl­is og hef­ur hann ít­rek­að sak­að regl­una um stór­felld skatta­laga­brot. Leið­tog­ar regl­unn­ar segja ekk­ert vera hæft í ásök­un­um Óm­ars og ekk­ert bendi til að rann­sókn standi yf­ir.

Oddfellowreglan á í vök að verjast gegn fyrrverandi féhirði
Fyrrverandi Oddfellow Ómar Sigurðsson er fremstur fyrir miðju á myndinni.

Ómar Sigurðsson, fyrrverandi félagi í Oddfellowreglunni til 20 ára og féhirðir einnar stúku reglunnar, hefur kært stjórn reglunnar til fjármálaráðherra fyrir stórfelld skattalagabrot. Samkvæmt bréfi fjármálaráðuneytisins hefur þeirri kæru verið vísað áfram til ríkisskattstjóra til meðferðar. Ómar segist í samtali við Stundina hafa orðið vitni að ítrekuðum brotum stúka við skil á virðisaukaskatti.

Stundin ræddi við helstu leiðtoga reglunnar og er þeirra saga af málinu allt önnur, þeir segja ásakanir um skattsvik ekki á neinum rökum reistar og að undanfarin fjögur ár hafi reglan og leiðtogar hennar þurft að sitja undir dylgjum Ómars. Hann hafi sent ótal hótandi skilaboð og hafi þessi herferð haft neikvæð áhrif á einkalíf þeirra. Leiðtogar reglunnar segjast hafa fundað með lögreglunni, sýnt henni skilaboð frá Ómari en þó ákveðið að kæra hann ekki. Þeir hafa lengst af tekið þá afstöðu að svara honum ekki. „Manni finnst mjög vont að sitja í þeirri stöðu að við sem erum ásakaðir, við höfum ekkert í höndunum um að við höfum verið kærðir. Við höfum ekkert bréf fengið frá neinu yfirvaldi um að það liggi inni kæra á okkar hendur,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varastórsír Oddfellowreglunnar, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár