Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Oddfellowreglan á í vök að verjast gegn fyrrverandi féhirði

Odd­fellow­regl­an á eign­ir upp á þrjá millj­arða króna. Æðstu menn í regl­unni segj­ast hafa þurft að sitja und­ir hót­un­um og dylgj­um fyrr­ver­andi fé­laga og féhirð­is um ára­bil. Óm­ar Sig­urðs­son seg­ist hafa hætt í regl­unni vegna fjár­mála­m­is­ferl­is og hef­ur hann ít­rek­að sak­að regl­una um stór­felld skatta­laga­brot. Leið­tog­ar regl­unn­ar segja ekk­ert vera hæft í ásök­un­um Óm­ars og ekk­ert bendi til að rann­sókn standi yf­ir.

Oddfellowreglan á í vök að verjast gegn fyrrverandi féhirði
Fyrrverandi Oddfellow Ómar Sigurðsson er fremstur fyrir miðju á myndinni.

Ómar Sigurðsson, fyrrverandi félagi í Oddfellowreglunni til 20 ára og féhirðir einnar stúku reglunnar, hefur kært stjórn reglunnar til fjármálaráðherra fyrir stórfelld skattalagabrot. Samkvæmt bréfi fjármálaráðuneytisins hefur þeirri kæru verið vísað áfram til ríkisskattstjóra til meðferðar. Ómar segist í samtali við Stundina hafa orðið vitni að ítrekuðum brotum stúka við skil á virðisaukaskatti.

Stundin ræddi við helstu leiðtoga reglunnar og er þeirra saga af málinu allt önnur, þeir segja ásakanir um skattsvik ekki á neinum rökum reistar og að undanfarin fjögur ár hafi reglan og leiðtogar hennar þurft að sitja undir dylgjum Ómars. Hann hafi sent ótal hótandi skilaboð og hafi þessi herferð haft neikvæð áhrif á einkalíf þeirra. Leiðtogar reglunnar segjast hafa fundað með lögreglunni, sýnt henni skilaboð frá Ómari en þó ákveðið að kæra hann ekki. Þeir hafa lengst af tekið þá afstöðu að svara honum ekki. „Manni finnst mjög vont að sitja í þeirri stöðu að við sem erum ásakaðir, við höfum ekkert í höndunum um að við höfum verið kærðir. Við höfum ekkert bréf fengið frá neinu yfirvaldi um að það liggi inni kæra á okkar hendur,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varastórsír Oddfellowreglunnar, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár