Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Oddfellowreglan á í vök að verjast gegn fyrrverandi féhirði

Odd­fellow­regl­an á eign­ir upp á þrjá millj­arða króna. Æðstu menn í regl­unni segj­ast hafa þurft að sitja und­ir hót­un­um og dylgj­um fyrr­ver­andi fé­laga og féhirð­is um ára­bil. Óm­ar Sig­urðs­son seg­ist hafa hætt í regl­unni vegna fjár­mála­m­is­ferl­is og hef­ur hann ít­rek­að sak­að regl­una um stór­felld skatta­laga­brot. Leið­tog­ar regl­unn­ar segja ekk­ert vera hæft í ásök­un­um Óm­ars og ekk­ert bendi til að rann­sókn standi yf­ir.

Oddfellowreglan á í vök að verjast gegn fyrrverandi féhirði
Fyrrverandi Oddfellow Ómar Sigurðsson er fremstur fyrir miðju á myndinni.

Ómar Sigurðsson, fyrrverandi félagi í Oddfellowreglunni til 20 ára og féhirðir einnar stúku reglunnar, hefur kært stjórn reglunnar til fjármálaráðherra fyrir stórfelld skattalagabrot. Samkvæmt bréfi fjármálaráðuneytisins hefur þeirri kæru verið vísað áfram til ríkisskattstjóra til meðferðar. Ómar segist í samtali við Stundina hafa orðið vitni að ítrekuðum brotum stúka við skil á virðisaukaskatti.

Stundin ræddi við helstu leiðtoga reglunnar og er þeirra saga af málinu allt önnur, þeir segja ásakanir um skattsvik ekki á neinum rökum reistar og að undanfarin fjögur ár hafi reglan og leiðtogar hennar þurft að sitja undir dylgjum Ómars. Hann hafi sent ótal hótandi skilaboð og hafi þessi herferð haft neikvæð áhrif á einkalíf þeirra. Leiðtogar reglunnar segjast hafa fundað með lögreglunni, sýnt henni skilaboð frá Ómari en þó ákveðið að kæra hann ekki. Þeir hafa lengst af tekið þá afstöðu að svara honum ekki. „Manni finnst mjög vont að sitja í þeirri stöðu að við sem erum ásakaðir, við höfum ekkert í höndunum um að við höfum verið kærðir. Við höfum ekkert bréf fengið frá neinu yfirvaldi um að það liggi inni kæra á okkar hendur,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varastórsír Oddfellowreglunnar, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár