Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölmiðlafræðingur þýðir kínverskan áróður fyrir Íslendinga

Ís­lensk­ur fjöl­miðla­fræð­ing­ur þýð­ir og skrif­ar frétt­ir fyr­ir kín­verska frétt­a­síðu sem fjall­ar um kín­verska draum­inn, vel­gengni kín­verskra vara og ótrú­lega hækk­un verð­bréfa.

Fjölmiðlafræðingur þýðir kínverskan áróður fyrir Íslendinga
Kínverski herinn Liðsmenn kínverska hersins í skrúðgöngu í Moskvu 9. maí síðastliðinn vegna 70 afmælis endaloka seinni heimsstyrjaldarinnar. Mynd: www.kremlin.ru

Einn sérkennilegri vefmiðill á íslensku sem finnst nefnist gbtimes.com.  Allar fréttir á síðunni fjalla á einn eða annan hátt um Kína og gagnrýnar fréttir finnast ekki. „Keníubúar elska kínverska síma“, „4200% verðbréfahækkun í Kína“ og „Togari byggður í Kína“ eru dæmi um fyrirsagnir sem finna má á síðunni. Meirihluti fréttanna á síðunni eru þýddar en þó má finna fréttir um séríslensk málefni, að vísu tengdar Kína. Það er til að mynda sagt frá heimsókn Illuga Gunnarssonar til Kína ásamt forsvarsmönnum Orku Energy nýverið.

„Þetta er ekki áróðursíða, nei, en ég myndi segja að fréttavalið væri ritstýrt.“

Ekki verður betur séð að aðeins einn íslenskur starfsmaður vinni hjá gbtimes, Andri Már Sigurðsson fjölmiðlafræðingur. Hann segist í samtali við Stundina ekki telja gbtimes vera áróðurveitu þó hann viðurkenni að hann fái handleiðslu að utan. „Þetta er miðill sem á að deila kínverskum fréttum til Íslendinga í Kína eða þeirra sem hafa áhuga á Kína,“ segir Andri Már. Spurður um hvort síðan sé ekki beinlínis áróðursíða segir hann: „Þetta er ekki áróðursíða, nei, en ég myndi segja að fréttavalið væri ritstýrt.“

Aðallega að þýða

Andri Már segir að hann hafi byrjað að vinna hjá gbtimes eftir að hann sá auglýsingu á netinu þar sem óskað var eftir lausamanni til að þýða enskar fréttir yfir á íslensku. Hann hafi sótt um og fengið starfið. „Ég fór á „freelancer“ vefsíðu á alnetinu, þar sem verið var að leita af einhverjum til að þýða af ensku yfir á íslensku. Þetta er allt þýtt, ég er ekkert að skrifa. Ég geri það reyndar ef það kemur eitthvað Íslandstengt. Það hefur eiginlega bara verið af vef ráðuneytanna eða fótboltafréttir. Ef ég rekst á eitthvað í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu þá set ég það inn. Ég er ekkert að skrifa um það sem gerist í Kína, það er að segja sem er ekki Íslandstengt,“ segir Andri Már. Hann segir að ekki sé um að ræða fullt starf og það sé sömuleiðis tímabundið.

Eiga finnska Rondo

Samkvæmt heimasíðu er gbtimes í eigu félagana FutuVision Group og Global Broadcasting Media Consulation Co. Ltd. Markmið félagsins er að eigin sögn að stuðla að auknum skilningi á milli menningarheima.

Höfuðstöðvar þessa félags eru í Finnlandi og eigandi þess er sagður vera Yinong Zhao. Í frétt YLE, finnska ríkisútvarpsins, er greint frá kaupum félagsins á Rondo útvarpsstöð, sambærilegri stöð og þeirri hér á landi, af finnska ríkinu. Í þeirri frétt er einfaldlega talað um áróðursmiðil Kínverja.

Andri Már gefur lítið upp spurður um eignarhaldið. „Ég er með minn tengilið inn í þetta. Ég veit nokkurn veginn fyrir hvern hann vinnur. Þetta er þannig að það eru nokkrir milliliðir þarna. Höfuðstöðvarnar eru í Finnlandi, það er einhver skemmtileg tenging þarna á milli,“ segir Andri Már.

Kínverska „kúlan“ springur ekki

Lítum á nokkur dæmi um fréttir á vefmiðlinum. Í fréttinni um margþúsundfalda hækkun í verðbréfum í Kína er sagt frá félaginu Beijing Baofeng Technology. Verðbréf félagsins hækkuðu vissulega gífurlega en líkt og Financial Times hefur bent á þá er það fremur merki um bólu en heilbrigði. Félaginu er lýst sem froðu í þeirri frétt.

„Yfirvöld í Peking hafa lagt sig fram við að lokka fyrirtæki til þess að skrá sig í Kína til að efla enn frekar hagkerfi landsins.

Gbtimes er ekki eins gagnrýnið á þetta félag. „Yfirvöld í Peking hafa lagt sig fram við að lokka fyrirtæki til þess að skrá sig í Kína til að efla enn frekar hagkerfi landsins. Viðskipti með verðbréf í landinu hafa aukist og er auðveldara fyrir fyrirtæki að skrá sig á meginlandinu frekar en að fara á erlenda markaði. [...] Kínversk yfirvöld, ásamt yfirvöldum á staðnum gefa tæknifyrirtækjum skattaafslátt gegn því að skrá sig á innlendum markaði. Þetta hefur skapað nokkurs konar fullkomið ástand fyrir tæknifyrirtæki til að uppskera á verðbréfamarkaði,“ segir í þeirri frétt.

„Sumir sérfræðingar trúa því að kínverski verðbréfamarkaðurinn muni halda áfram að vaxa dyggilega á næstunni.“

Í frétt gbtimes er örlítið minnst á mögulega bólu, þótt hún sé að vísu þýtt sem kúla, og er hún í raun sögð ekki vera til staðar: „En ekki eru allir svo svartsýnir, sérstaklega þegar kemur að því að kúlan muni springa í framtíðinni. Sumir sérfræðingar trúa því að kínverski verðbréfamarkaðurinn muni halda áfram að vaxa dyggilega á næstunni.“

Kínverjar furða sig á Kate Middleton

Gbtimes fjallar þó ekki eingöngu um viðskipti tengd Kína, það má líka finna furðufréttir. Hér má finna frétt um fjaðrafok kínverskra netverja vegna þess að Kate Middleton, prinsessa í Bretlandi, fór út fyrir hússins dyr aðeins tíu tímum eftir að hún fæddi dóttur sína á dögunum. „Umræðan einblíndi á hina nýju móður sem hefði átt að „sitja út mánuðinn“ sem er 2000 ára gömul kínversk hefð fyrir konur sem eiga að eyða 30 dögum inni eftir að hafa fætt barn. En það á að halda þeim hlýjum og hjálpa þeim að endurnýja orkuna sína,“ segir í frétt gbtimes.

„Kínverski draumurinn: einfaldur, kraftmikill, vinsæll.“

„Kínverski draumurinn“

Í einni fréttinni frá mars í fyrra er fjallað um kínverska drauminn. Þrátt fyrir að greinin sé skráð undir flokkinn skoðun þá er augljóst að ekki er um að ræða pistil. „Bestu pólitísku loforðin eru oftast laus við smáatriði. Kraftur slagorðs kemur oftar en ekki ekki frá því sem það segir, heldur frá því sem þú heldur að það sé og tengir við drauma þína. Allir eiga sér drauma og þrár. Þegar Xi Jinpeng varð aðalritari Kommúnistaflokksins í Kína (CPC), sem er valdamesta starf Kína, í nóvember 2012, náði hann að afla sér fylgis með því meðal annars að tala um kínverska drauminn (中国梦, Zhōngguó mèng).“ Svo hljóðar inngangur fréttarinnar „Kínverski draumurinn: einfaldur, kraftmikill, vinsæll“ sem er nokkurskonar lofræða um Xi Jinping.

„Kínverski draumur Xi virðist því hafa verið skynsamleg ákvörðun og gæti aðstoðað kommúnistaflokkinn að sigrast á vissum hættum.“

Fréttaritari talar svo við almenning og spyr hver sé kínverski draumur viðkomandi og nefna sumir ríkidæmi, meðan aðrir vilja eignast kærasta. „Svo virðist vera sem að slagorð Xi hafi aðstoðað fólk við að láta drauma sína rætast og það sem meira er að fólk eigi sér drauma sem geta ræst. [...] Kínverski draumur Xi virðist því hafa verið skynsamleg ákvörðun og gæti aðstoðað Kommúnistaflokkinn að sigrast á vissum hættum,“ segir í fréttinni.

„Fyrir þá sem óttast drekann í austri þá ætti kínverski draumurinn að vekja traust frekar en ótta.“

Enginn þarf þó að óttast Kína samkvæmt fréttaritara gbtimes: „Fyrir þá sem óttast drekann í austri þá ætti kínverski draumurinn að vekja traust frekar en ótta. Það er enginn ótti í breytingunum. Eins manns gróði þarf ekki endilega að merkja annars manns tap. Kínverski draumurinn er endurvakning á kínversku þjóðinni sem er aðalsmerki stjórnar Xi. En vissulega geta hlutirnir alltaf breyst, líkt og viðmót fólks gagnvart Obama sem breyttist úr Hope í Nope.“

What is the China Dream?
video update of all the latest developments from the 2014 Chinese parliamentary sessions.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár