Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Framkvæmir tannhvíttun á fermingarbörnum: „Hvorki löglegt né siðferðilega rétt“

Krist­ín Þór­halls­dótt­ir aug­lýs­ir tann­hvítt­un þrátt fyr­ir að hafa ein­ung­is diplóm­u­próf frá snyrtiskóla. Formað­ur Tann­lækna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir „að­gerð­ina“.

Framkvæmir tannhvíttun á fermingarbörnum: „Hvorki löglegt né siðferðilega rétt“
Skjáskot af Facebook-síðu Síða Stjörnubros var með 5275 like þegar þetta var skrifað.

Kristín Þórhallsdóttir stendur fyrir tannhvíttun á allt að 12 ára börnum í gegnum fyrirtæki sitt Stjörnubros. Krístín er í raun algjörlega ómenntuð til að sinna slíkri aðgerð, en samkvæmt kynningu sem birtist á vefsíðunni krom.is nýverið er hún með „diploma í faginu frá Bristol í Bretlandi.“ Þegar betur er að gáð kemur í ljós að diplóman er frá Fuss Beauty School. Bæði Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, og Ásta Óskarsdóttir, varaformaður sama félags, gera alvarlegar athugasemdir við þessa aðgerð Kristínar. Aðgerðin getur skemmt fyrir lífstíð ómótaðar tennur barna.

Stundin villti á sér heimildir og þóttist vera foreldri fermingarbarns sem vildi koma í tannhvíttun. Það var ekkert mál að sögn Kristínar. Í seinna samtali við Stundina segir Kristín að hún hafi framkvæmt tannhvíttunn þrisvar sinnum á börnum undir sextán ára aldri. „Ég er ekki að gera slæma hluti. Ég er bara föst á einhverju gráu svæði út af einhverjum lögum og reglum,“ segir Kristín. Stjörnubros hefur ítrekað verið auglýst hjá aha.is og fann Stundin minnst sjö tilvik þar sem tímabundin tilboð voru í boði á vefsíðunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár