Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framkvæmir tannhvíttun á fermingarbörnum: „Hvorki löglegt né siðferðilega rétt“

Krist­ín Þór­halls­dótt­ir aug­lýs­ir tann­hvítt­un þrátt fyr­ir að hafa ein­ung­is diplóm­u­próf frá snyrtiskóla. Formað­ur Tann­lækna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir „að­gerð­ina“.

Framkvæmir tannhvíttun á fermingarbörnum: „Hvorki löglegt né siðferðilega rétt“
Skjáskot af Facebook-síðu Síða Stjörnubros var með 5275 like þegar þetta var skrifað.

Kristín Þórhallsdóttir stendur fyrir tannhvíttun á allt að 12 ára börnum í gegnum fyrirtæki sitt Stjörnubros. Krístín er í raun algjörlega ómenntuð til að sinna slíkri aðgerð, en samkvæmt kynningu sem birtist á vefsíðunni krom.is nýverið er hún með „diploma í faginu frá Bristol í Bretlandi.“ Þegar betur er að gáð kemur í ljós að diplóman er frá Fuss Beauty School. Bæði Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, og Ásta Óskarsdóttir, varaformaður sama félags, gera alvarlegar athugasemdir við þessa aðgerð Kristínar. Aðgerðin getur skemmt fyrir lífstíð ómótaðar tennur barna.

Stundin villti á sér heimildir og þóttist vera foreldri fermingarbarns sem vildi koma í tannhvíttun. Það var ekkert mál að sögn Kristínar. Í seinna samtali við Stundina segir Kristín að hún hafi framkvæmt tannhvíttunn þrisvar sinnum á börnum undir sextán ára aldri. „Ég er ekki að gera slæma hluti. Ég er bara föst á einhverju gráu svæði út af einhverjum lögum og reglum,“ segir Kristín. Stjörnubros hefur ítrekað verið auglýst hjá aha.is og fann Stundin minnst sjö tilvik þar sem tímabundin tilboð voru í boði á vefsíðunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár