Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frakkar banna stórmörkuðum að henda mat - gámum læst á Íslandi

Ís­lensk­ir stór­mark­að­ir læsa gám­um þar sem út­runn­um mat­væl­um er hent, til að koma í veg fyr­ir að fá­tæk­ir nýti sér mat­inn. Ný lög í Frakklandi skylda stór­mark­aði til að nýta mat­inn.

Frakkar banna stórmörkuðum að henda mat - gámum læst á Íslandi
Franskur stórmarkaður Franski matvörurisinn Carrefour er þriðja arðbærasta dagvöruverslanakeðja í heimi á eftir Walmart og Tesco. Mynd: Shutterstock

Í Frakklandi, eins og á Íslandi, er miklu magni af mat hent úr stórmörkuðum þótt hann sé fyllilega nýtanlegur. Stórmarkaðir vilja ekki gefa matinn, þar sem það dregur úr hagnaðarvon þeirra.

Franska þingið hefur nú samþykkt einróma frumvarp sem meinar stórmörkuðum að henda mat. Þingmaðurinn Yves Jégo lýsti því á franska þinginu hvers vegna þverpólitísk samstaða um málið væri nauðsynleg: „Það ríkir alger neyð - góðgerðarsamtök bráðvantar mat. Það sem hreyfir mest við manni við þessi lög er að þau opna augu okkar fyrir þeim sem eiga um sárt að binda.“

Eyðileggja mat í staðinn fyrir að gefa

Eins og staðan er í dag beita stórmarkaðir meðvitað aðferðum til þess að koma í veg fyrir að matur, sem er kominn fram yfir síðasta söludag, nýtist öðrum, jafnvel þótt hann sé vel ætur. Á sama tíma glímir hluti frönsku þjóðarinnar við hungur. Fjallað hefur verið um það í frönskum fjölmiðlum hvernig fátækar fjölskyldur, nemar, atvinnulausir og heimilislausir róta að næturþeli í ruslagámum stórmarkaða til að afla sér fæðu. Fæðan sem hent er af stórmörkuðum er gjarnan vel æt, þrátt fyrir að síðasta söludegi sé náð. Margir stórmarkaðir grípa til sérstakra aðferða við að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt sér útrunna matinn með því að læsa útrunna matinn inni í vöruhúsum áður en hann er sóttur af flutningabílum til að flytja í eyðslu, eða nota klór til að koma í veg fyrir að fólk borði hann - og þar með koma í veg fyrir mögulega matareitrun.

Yfir tíu milljónir í sekt við brotum

Samkvæmt nýju lögunum liggur refsing við því að stórmarkaðir sem eru stærri en 400 fermetrar hendi matnum í stað þess að gefa hann til góðgerðarfélaga eða nýta hann í dýrafóður. Útfærslan felst í því að stórmarkaðir verða að semja við góðgerðarfélög fyrir júlí á þessu ári. Refsingin við því að brjóta lögin getur numið sekt yfir 10 milljónum króna,  eða jafnvel tveimur árum í fangelsi.

„Það er skandall að klór sé hellt yfir ætan mat.“

„Það er skandall að klór sé hellt yfir ætan mat í ruslatunnum stórmarkaðanna,“ sagði þingmaður Sósíalista, Guillaume Garot, sem lagði fram frumvarpið.

Hungur þrátt fyrir allsnægtir
Hungur þrátt fyrir allsnægtir Á Íslandi, eins og í Frakklandi, er komið í veg fyrir að matur sé nýttur eftir síðasta söludag.

Tuttugasti hver Íslendingur lendir í matarþurrð

Samkvæmt rannsókn Capacent árið 2012 fékk tuttugasti hver Íslendingur eða fjölskylda hans ekki nóg að borða einhvern tímann undangengið ár. Hjá einu prósenti, yfir þrjúþúsund manns, kom það oft fyrir.

Stundin hefur fjallað um veruleika þeirra sem lifa við matarskort á sama tíma og mat er hent hjá stórmörkuðunum. Á Íslandi læsa stórmarkaðir einnig gámum með útrunnum mat til að koma í veg fyrr að hann nýtist fólki í fjárþurrð, enda getur það minnkað hagnað þeirra. Greinina, „Hungruð í landi allsnægtanna“, má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hungruð í landi allsnægtanna

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
2
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
3
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár