Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frakkar banna stórmörkuðum að henda mat - gámum læst á Íslandi

Ís­lensk­ir stór­mark­að­ir læsa gám­um þar sem út­runn­um mat­væl­um er hent, til að koma í veg fyr­ir að fá­tæk­ir nýti sér mat­inn. Ný lög í Frakklandi skylda stór­mark­aði til að nýta mat­inn.

Frakkar banna stórmörkuðum að henda mat - gámum læst á Íslandi
Franskur stórmarkaður Franski matvörurisinn Carrefour er þriðja arðbærasta dagvöruverslanakeðja í heimi á eftir Walmart og Tesco. Mynd: Shutterstock

Í Frakklandi, eins og á Íslandi, er miklu magni af mat hent úr stórmörkuðum þótt hann sé fyllilega nýtanlegur. Stórmarkaðir vilja ekki gefa matinn, þar sem það dregur úr hagnaðarvon þeirra.

Franska þingið hefur nú samþykkt einróma frumvarp sem meinar stórmörkuðum að henda mat. Þingmaðurinn Yves Jégo lýsti því á franska þinginu hvers vegna þverpólitísk samstaða um málið væri nauðsynleg: „Það ríkir alger neyð - góðgerðarsamtök bráðvantar mat. Það sem hreyfir mest við manni við þessi lög er að þau opna augu okkar fyrir þeim sem eiga um sárt að binda.“

Eyðileggja mat í staðinn fyrir að gefa

Eins og staðan er í dag beita stórmarkaðir meðvitað aðferðum til þess að koma í veg fyrir að matur, sem er kominn fram yfir síðasta söludag, nýtist öðrum, jafnvel þótt hann sé vel ætur. Á sama tíma glímir hluti frönsku þjóðarinnar við hungur. Fjallað hefur verið um það í frönskum fjölmiðlum hvernig fátækar fjölskyldur, nemar, atvinnulausir og heimilislausir róta að næturþeli í ruslagámum stórmarkaða til að afla sér fæðu. Fæðan sem hent er af stórmörkuðum er gjarnan vel æt, þrátt fyrir að síðasta söludegi sé náð. Margir stórmarkaðir grípa til sérstakra aðferða við að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt sér útrunna matinn með því að læsa útrunna matinn inni í vöruhúsum áður en hann er sóttur af flutningabílum til að flytja í eyðslu, eða nota klór til að koma í veg fyrir að fólk borði hann - og þar með koma í veg fyrir mögulega matareitrun.

Yfir tíu milljónir í sekt við brotum

Samkvæmt nýju lögunum liggur refsing við því að stórmarkaðir sem eru stærri en 400 fermetrar hendi matnum í stað þess að gefa hann til góðgerðarfélaga eða nýta hann í dýrafóður. Útfærslan felst í því að stórmarkaðir verða að semja við góðgerðarfélög fyrir júlí á þessu ári. Refsingin við því að brjóta lögin getur numið sekt yfir 10 milljónum króna,  eða jafnvel tveimur árum í fangelsi.

„Það er skandall að klór sé hellt yfir ætan mat.“

„Það er skandall að klór sé hellt yfir ætan mat í ruslatunnum stórmarkaðanna,“ sagði þingmaður Sósíalista, Guillaume Garot, sem lagði fram frumvarpið.

Hungur þrátt fyrir allsnægtir
Hungur þrátt fyrir allsnægtir Á Íslandi, eins og í Frakklandi, er komið í veg fyrir að matur sé nýttur eftir síðasta söludag.

Tuttugasti hver Íslendingur lendir í matarþurrð

Samkvæmt rannsókn Capacent árið 2012 fékk tuttugasti hver Íslendingur eða fjölskylda hans ekki nóg að borða einhvern tímann undangengið ár. Hjá einu prósenti, yfir þrjúþúsund manns, kom það oft fyrir.

Stundin hefur fjallað um veruleika þeirra sem lifa við matarskort á sama tíma og mat er hent hjá stórmörkuðunum. Á Íslandi læsa stórmarkaðir einnig gámum með útrunnum mat til að koma í veg fyrr að hann nýtist fólki í fjárþurrð, enda getur það minnkað hagnað þeirra. Greinina, „Hungruð í landi allsnægtanna“, má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hungruð í landi allsnægtanna

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár