Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frakkar banna stórmörkuðum að henda mat - gámum læst á Íslandi

Ís­lensk­ir stór­mark­að­ir læsa gám­um þar sem út­runn­um mat­væl­um er hent, til að koma í veg fyr­ir að fá­tæk­ir nýti sér mat­inn. Ný lög í Frakklandi skylda stór­mark­aði til að nýta mat­inn.

Frakkar banna stórmörkuðum að henda mat - gámum læst á Íslandi
Franskur stórmarkaður Franski matvörurisinn Carrefour er þriðja arðbærasta dagvöruverslanakeðja í heimi á eftir Walmart og Tesco. Mynd: Shutterstock

Í Frakklandi, eins og á Íslandi, er miklu magni af mat hent úr stórmörkuðum þótt hann sé fyllilega nýtanlegur. Stórmarkaðir vilja ekki gefa matinn, þar sem það dregur úr hagnaðarvon þeirra.

Franska þingið hefur nú samþykkt einróma frumvarp sem meinar stórmörkuðum að henda mat. Þingmaðurinn Yves Jégo lýsti því á franska þinginu hvers vegna þverpólitísk samstaða um málið væri nauðsynleg: „Það ríkir alger neyð - góðgerðarsamtök bráðvantar mat. Það sem hreyfir mest við manni við þessi lög er að þau opna augu okkar fyrir þeim sem eiga um sárt að binda.“

Eyðileggja mat í staðinn fyrir að gefa

Eins og staðan er í dag beita stórmarkaðir meðvitað aðferðum til þess að koma í veg fyrir að matur, sem er kominn fram yfir síðasta söludag, nýtist öðrum, jafnvel þótt hann sé vel ætur. Á sama tíma glímir hluti frönsku þjóðarinnar við hungur. Fjallað hefur verið um það í frönskum fjölmiðlum hvernig fátækar fjölskyldur, nemar, atvinnulausir og heimilislausir róta að næturþeli í ruslagámum stórmarkaða til að afla sér fæðu. Fæðan sem hent er af stórmörkuðum er gjarnan vel æt, þrátt fyrir að síðasta söludegi sé náð. Margir stórmarkaðir grípa til sérstakra aðferða við að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt sér útrunna matinn með því að læsa útrunna matinn inni í vöruhúsum áður en hann er sóttur af flutningabílum til að flytja í eyðslu, eða nota klór til að koma í veg fyrir að fólk borði hann - og þar með koma í veg fyrir mögulega matareitrun.

Yfir tíu milljónir í sekt við brotum

Samkvæmt nýju lögunum liggur refsing við því að stórmarkaðir sem eru stærri en 400 fermetrar hendi matnum í stað þess að gefa hann til góðgerðarfélaga eða nýta hann í dýrafóður. Útfærslan felst í því að stórmarkaðir verða að semja við góðgerðarfélög fyrir júlí á þessu ári. Refsingin við því að brjóta lögin getur numið sekt yfir 10 milljónum króna,  eða jafnvel tveimur árum í fangelsi.

„Það er skandall að klór sé hellt yfir ætan mat.“

„Það er skandall að klór sé hellt yfir ætan mat í ruslatunnum stórmarkaðanna,“ sagði þingmaður Sósíalista, Guillaume Garot, sem lagði fram frumvarpið.

Hungur þrátt fyrir allsnægtir
Hungur þrátt fyrir allsnægtir Á Íslandi, eins og í Frakklandi, er komið í veg fyrir að matur sé nýttur eftir síðasta söludag.

Tuttugasti hver Íslendingur lendir í matarþurrð

Samkvæmt rannsókn Capacent árið 2012 fékk tuttugasti hver Íslendingur eða fjölskylda hans ekki nóg að borða einhvern tímann undangengið ár. Hjá einu prósenti, yfir þrjúþúsund manns, kom það oft fyrir.

Stundin hefur fjallað um veruleika þeirra sem lifa við matarskort á sama tíma og mat er hent hjá stórmörkuðunum. Á Íslandi læsa stórmarkaðir einnig gámum með útrunnum mat til að koma í veg fyrr að hann nýtist fólki í fjárþurrð, enda getur það minnkað hagnað þeirra. Greinina, „Hungruð í landi allsnægtanna“, má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hungruð í landi allsnægtanna

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár