Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hungruð í landi allsnægtanna

Á sama tíma og miklu magni af mat er hent í rusl­ið eru mat­ar­laus­ar fjöl­skyld­ur að leita leiða til að lifa af mán­uð­inn. Benjam­in Ju­li­an sótti mat sem átti að henda og gaf fá­tæk­um.

Hungruð í landi allsnægtanna
Fátækt á Íslandi Hungur hrjáir hluta þjóðarinnar. Myndin er sviðsett. Mynd: Kristinn Magnússon

Á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs er snotur kjallarabúð. Hún heitir Kjöt & fiskur og hefur komist í fréttir nýverið, því þar er matur gefinn á síðasta söludegi frekar en að honum sé hent.

„Okkur fannst bara svo leiðinlegt að henda þessu,“ sagði Pavel Ermolinski, landsliðsmaður í körfubolta og eigandi búðarinnar, þegar ég leit við um daginn. „Við hugsuðum bara að við græðum ekkert á að henda þessu, töpum engu á að gefa einhverjum þetta.“ Gjafakarfan var tóm þann daginn, en oft má finna smáræði í henni. „Stundum eru þetta kannski tvær, þrjár mjólkur­fernur og nokkur rúgbrauð. Grænmeti, þegar það er farið að líta illa út,“ segir Pavel. „Fyrir okkur eru þetta ekki það umfangsmikið, ekki það mikill peningur að þetta skipti okkur eitthvað svakalega miklu máli.“

Gefur mat í búðinni
Gefur mat í búðinni Pavel Ermolinski, körfuknattleiksmaður og eigandi búðarinnar Kjöt & fiskur, gefur útrunninn mat í stað þess að láta eyða honum. Verslanir koma almennt í veg fyrir að hægt sé að nýta útrunninn mat.

Matur gefinn á Facebook

Ég var í leiðangri til að kanna matar­sóun og fátækt á Íslandi. Hér, líkt og víða í heiminum, híma ofgnótt og skortur dyr við dyr. Meðan geypilegu magni matar er fleygt í ruslið eða leyft að rotna er fólk hér sem ekki getur brauðfætt sig og fjölskyldur sínar. Samkvæmt rannsókn Capacent árið 2012 fékk tuttugasti hver Íslendingur eða fjölskylda hans ekki nóg að borða einhvern tímann undangengið ár. Hjá einu prósenti, yfir þrjúþúsund manns, kom það oft fyrir. Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd veita þurfandi fólki aðstoð, en hún dugar ekki alltaf. Til að bregðast við því hafa sprottið upp hópar á Facebook þar sem fólk getur boðið mat gefins og auglýst eftir hjálp, oft með átakanlegum lýsingum á sulti og seyru.
Mig langaði að vita hvað drifi fólk í „stórasta landi í heimi“, velferðarríkinu Íslandi, í slíkan skort. Sjálfur átti ég ógrynni matar sem hafði verið hent í stórmörkuðum. Hann var ekki útrunninn og hefði eflaust kostað tugi þúsunda keyptur fullu verði. Í staðinn var hann settur í ruslið, sennilega til að rýma til fyrir nýjum vörum. Hann var af öllu tagi: súkkulaði, brauð, rúgbrauð, flatkökur, kakó, nammi, hnetur, snakk, ostur, pylsur, smjörlíki og ofgnótt af granóla. Ég deildi mynd af hluta matarins í einum Facebook-hópanna og barst umsvifalaust beiðni frá konu í persónulegum skilaboðum. Á meðan ég svaraði bárust fjórar beiðnir til viðbótar. Konan kom að sækja matinn um kvöldið og féllst á að spjalla um aðstöðu sína undir dulnefni.

„Ég komst í bíó með börnunum rétt fyrir jólin. Kirkjan gaf okkur miða.“

Einstæð móðir sem þorir ekki að biðja um hjálp

Árdís er einstæð móðir, en eitt barna hennar neytir mikilla fíkniefna og er tíðum skuldugt. Hún er menntuð og hafði gott starf, en álagið sem fylgdi neyslu barnsins varð henni um megn. „Ég endaði í taugaáfalli og var send í veikindaleyfi. Það var framlengt og framlengt því vandinn var enn til staðar.“ Að lokum mat læknir hana óvinnufæra og sótti um örorkubætur. „Þetta er búin að vera rosalega mikil breyting,“ segir Árdís. „Það er talað um að öryrkjar og einstæðar mæður hafi það svo gott. Það er bara bullshit. Ég er búin að vera báðum megin við borðið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hungruð í landi allsnægtanna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu