Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ólafur Ragnar afneitar frásögn sádíska sendiherrans

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti er ósam­mála lýs­ingu sendi­herra Sádi-Ar­ab­íu sem birt­ist í skeyti hans til stjórn­valda í Riya­hd. Hann kveðst aldrei hafa lýst vilja sín­um til að heim­sækja Sádi-Ar­ab­íu og hitta kon­ung lands­ins.

Ólafur Ragnar afneitar frásögn sádíska sendiherrans
Ólafur Ragnar Grímsson Forsetaembættið kannast ekki við þau samskipti við sendiherra Sádi-Arabíu, sem lýst er í skeyti sendiherrans til sádískra stjórnvalda.

Efni sádí-arabískra sendiráðsskjala, sem Wikileaks hefur birt opinberlega, stangast á við svör frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, við spurningum Stundarinnar. Í skjali sendiráðsins er samskiptum Ólafs Ragnars og sendiherra Sáda lýst í smáatriðum.

Þar segir frá því að Ólafur Ragnar hafi hrósað Sádum fyrir að stuðla að friði í sínum heimshluta, auk þess að lýsa yfir vilja til að heimsækja landið, en landið er metið sem eitt af verstu einræðisríkjum heims af mannréttindasamtökum. Tveimur árum eftir að samtalið er sagt hafa átt sér stað, samkvæmt skjölunum, tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu á fundi með forseta Íslands að landið vildi styrkja byggingu mosku í Reykjavík um milljón dollara, eða um 130 milljónir króna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu