Efni sádí-arabískra sendiráðsskjala, sem Wikileaks hefur birt opinberlega, stangast á við svör frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, við spurningum Stundarinnar. Í skjali sendiráðsins er samskiptum Ólafs Ragnars og sendiherra Sáda lýst í smáatriðum.
Þar segir frá því að Ólafur Ragnar hafi hrósað Sádum fyrir að stuðla að friði í sínum heimshluta, auk þess að lýsa yfir vilja til að heimsækja landið, en landið er metið sem eitt af verstu einræðisríkjum heims af mannréttindasamtökum. Tveimur árum eftir að samtalið er sagt hafa átt sér stað, samkvæmt skjölunum, tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu á fundi með forseta Íslands að landið vildi styrkja byggingu mosku í Reykjavík um milljón dollara, eða um 130 milljónir króna.
Athugasemdir