Vinnan göfgar. Hvað svo sem segja má um afrek Íslendinga undanfarin ár og misseri í fjármálaheiminum, erum við talin harðdugleg þjóð sem metur vinnusemi sem eina af sínum æðstu dyggðum.
Fámennið og harðræðið gerði það að verkum að leti var ekki valkostur. En einnig að fólk þurfti að vera tilbúið til að ganga í ýmis og öll þau störf sem til féllu, því sérfræðingar og þekking voru alls ekki á hverju strái. Við erum reddarar í genunum, og ef einhver maður hefur fengið ríflega af þeim genum þá er það Sturla Jónsson, einnig þekktur sem Sturla vörubílstjóri. Og nú ætlar hann að redda Bessastöðum.
Athugasemdir