Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður Félags leikskólakennara gagnrýnir ummæli Höllu

Har­ald­ur F. Gísla­son formað­ur Fé­lags leik­skóla­kenn­ara seg­ir um­mæli Höllu Tóm­as­dótt­ur um leik­skóla­kenn­ara vand­ræða­leg. Halla seg­ist mið­ur sín og tel­ur að ann­að hvort hafi hún tek­ið óheppi­lega til orða eða að orð henn­ar hafi ver­ið tek­in úr sam­hengi.

Formaður Félags leikskólakennara gagnrýnir ummæli Höllu

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir ummæli Höllu Tómasdóttur um leikskólakennara vera vandræðaleg. Í viðtali við Spegilinn á Rás 1 í byrjun júní segist Halla ekki vera komna af efnafólki en að foreldrar hennar hafi hvatt hana til að ganga menntaveginn. „Þó að þau gætu ekki fjárhagslega stutt mig til þess var alltaf mikill andlegur stuðningur frá foreldrum mínum, að mér gengi vel í skóla, og mér gekk vel. Ég á tvær systur sem eru báðar leikskólakennarar, þær höfðu ekki jafngaman af skóla og ég. Þau studdu mikið við mig, að fara til náms,“ sagði Halla, en hún er með gráðu í mannauðsstjórnun og MBA gráðu frá Bandaríkjunum.   

Haraldur, sem segist ekki hafa tjáð sig mikið um forsetaframbjóðendur hingað til, segir þessi ummæli of vandræðaleg til að minnast ekki á þau. „Höllu til upplýsingar þá til þess að verða leikskólakennari þarftu að fara í fimm ára krefjandi háskólanám. Vissulega er ekki skilyrði að hafa gaman af, en það sjálfsagt hjálpar,“ skrifar Haraldur. 

 

 

Metur fáar stéttir meira

„Ég er miður mín yfir því að þarna hafi ég annað hvort tekið óheppilega til orða eða eitthvað verið tekið úr samhengi,“ segir Halla í samtali við Stundina. Hún segir einnig miður að einhver hafi skilið ummæli hennar með þessum hætti og segist alltaf hafa verið mikil talsmanneskja þess að við breytum og ræðum það virðismat sem metur peninga meira en menntun barna. „Ég hef alltaf sagt á öllum fundum að ég skilji ekki forgangsröðun sem verðmetur svo miklu hærra þá sem hugsa um fjárauðinn okkar heldur en þá sem hugsa um barnauðinn okkar, eða eldri borgara.“ 

„Mér finnst sannarlega ekki mikilvægara að sinna peningum en börnum.“

Halla segist vera ákaflega stolt af systrum mínum. Einungis yngri systir hennar er menntaður leikskólakennari en eldri systir hennar starfar á leikskóla, en ekki sem menntaður leikskólakennari. „Ég var að vísa í barnæskuna þegar ég var að tala um áhugann á skóla. Í barnæskunni var yngri systir mín ekki enn komin í skóla en eldri systir mín hafði ekki mikinn áhuga á skóla.“ 

Þá bendir Halla á að móðir hennar var þroskaþjálfi, hún hafi sjálf setið í stjórn Hjallastefnunnar og að Margrét Pála Ólafsdóttir sé ein af hennar stærstu stuðningsaðilum. „Ég met fáar stéttir, ef einhverjar, meira og mér finnst sannarlega ekki mikilvægara að sinna peningum en börnum,“ segir hún.  

Með næst mest fylgi frambjóðenda

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Halla nú með næst mest fylgi frambjóðenda og hefur bætt verulega við sig frá síðustu könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er Halla nú með 19,6 prósenta fylgi og hefur bætt við sig tíu prósentustigum frá könnun blaðsins í síðustu viku. Morgunblaðið birti einnig nýja skoðanakönnun í morgun, sem unnin var í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, og þar er Halla einnig með næst mest fylgi eða 17,1 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár