Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Flóttinn aftur til Sýrlands

Fjöldi fólks sem flúði við­var­andi stríðs­ástand í Sýr­landi gefst upp á von­inni um betra líf í Evr­ópu og legg­ur líf sitt aft­ur í hættu til að kom­ast heim. Þór­unn Ólafs­dótt­ir ræddi við fólk sem sneri aft­ur í að­stæð­ur sem eru svo óhugn­an­leg­ar að tal­ið er að um 13 millj­ón­ir þurfa á neyð­ar­að­stoð í land­inu. „Hér héld­um við að við yrð­um ör­ugg og fengj­um hjálp. Að­stæð­urn­ar sem við bú­um við eru það versta sem við höf­um séð og við höf­um ekki leng­ur von um að þær lag­ist. Frek­ar tök­um við áhætt­una,“ sagði barna­fjöl­skylda.

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúmlega sex ár. Mikil óvissa ríkir um framtíð landsins, enn er barist og ástandið er bæði flókið og eldfimt. Meira en 11 milljónir hafa flúið heimili sín og þar af um 5 milljónir flúið landið síðan stríðið braust út árið 2011. Langflestir til Líbanon og Tyrklands, en þeir sem fara til Evrópu koma yfirleitt sjóleiðina til Evrópu, ýmist frá Tyrklandi til grísku eyjanna eða til Ítalíu frá Líbýu. Eftir að hinn svokallaði Tyrklandssamningur tók gildi í mars 2016 hefur komum til Grikklands þó fækkað snarlega.

En er þessi hættuför erfiðisins virði? Er Evrópa að standa sig gagnvart fólki sem lagt hefur á flótta undan þessu stríði sem virðist engan enda ætla að taka? Ekki í hugum þeirra Sýrlendinga sem nú hafa tekið upp á því að snúa aftur heim til Sýrlands, einfaldlega vegna þess að lífið í Evrópu er of erfitt og vonir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár