Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúmlega sex ár. Mikil óvissa ríkir um framtíð landsins, enn er barist og ástandið er bæði flókið og eldfimt. Meira en 11 milljónir hafa flúið heimili sín og þar af um 5 milljónir flúið landið síðan stríðið braust út árið 2011. Langflestir til Líbanon og Tyrklands, en þeir sem fara til Evrópu koma yfirleitt sjóleiðina til Evrópu, ýmist frá Tyrklandi til grísku eyjanna eða til Ítalíu frá Líbýu. Eftir að hinn svokallaði Tyrklandssamningur tók gildi í mars 2016 hefur komum til Grikklands þó fækkað snarlega.
En er þessi hættuför erfiðisins virði? Er Evrópa að standa sig gagnvart fólki sem lagt hefur á flótta undan þessu stríði sem virðist engan enda ætla að taka? Ekki í hugum þeirra Sýrlendinga sem nú hafa tekið upp á því að snúa aftur heim til Sýrlands, einfaldlega vegna þess að lífið í Evrópu er of erfitt og vonir …
Athugasemdir