Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fjölmiðlaráðgjöf vegna lekamálsins sundurliðuð

Fyrsta greiðsla kom í kjöl­far lög­reglu­rann­sókn­ar. Dag­setn­ing­ar hald­ast í hend­ur við frétta­flutn­ing af mál­inu.

Fjölmiðlaráðgjöf vegna lekamálsins sundurliðuð

Kostnaður innanríkisráðuneytisins vegna fjölmiðlaráðgjafar vegna lekamálsins nam alls 2.394.300 krónum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata. Þá nam kostnaður við lögfræðilega ráðgjöf tæplega 860 þúsund krónum. 

Í svari við fyrirspurn Jóns Þórs segir að ráðgjöf hafi verið veitt á sviði almannatengsla og kynningarmála, einkum vegna mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um meðferð persónuupplýsinga á þessum tíma. Áhugavert er því að bera dagsetningar reikninga vegna fjölmiðlaráðgjafar saman við það sem var verið að fjalla um í fjölmiðlum hverju sinni og framvindu málsins. Athygli vekur að ekki var keypt ráðgjöf í kjölfar frétta um að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi hætt störfum eftir þrýsting og afskipti Hönnu Birnu.  

Ráðgjöf í kjölfar lögreglurannsóknar

Fyrsta fjölmiðlaráðgjöfin er veitt 8. febrúar á síðasta ári, daginn eftir að ríkissaksóknari mælir fyrir um lögreglurannsókn á innanríkisráðuneytinu og starfsmönnum þess. 

Næst er veitt fjölmiðlaráðgjöf 8. mars en hún er jafnframt sú dýrasta. Í lok febrúar greindi DV frá því að aðeins örfáir starfsmenn hafi haft skjalið um hælisleitendurnar undir höndum þegar því var leikið, meðal annars ráðherra og aðstoðarmenn. Jafnframt er greint frá því að setningu hafi verið skeytt aftan við skjalið. Í kjölfarið var Hanna Birna harðlega gagnrýnd á Alþingi fyrir að skorast undan því að svara skriflegri fyrirspurn um lekamálið. Þann 3. mars greinir DV frá því Hanna Birna hafi farið með ósannindi á Alþingi þegar hún sagði minnisblaðið ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Þann 7. mars, daginn áður en greitt er fyrir fjölmiðlaráðgjöf, segir DV frá því að frænka Hönnu Birnu hafi fengið yfirmannsstöðu  hjá lögregluskólanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár