Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjármálaráðherra: Mikilvægt að launahækkanir verði hóflegar

Þing­menn fengu 45 pró­senta launa­hækk­un á kjör­dag og hafa hvorki hnekkt úr­skurði kjara­ráðs né skert álags­greiðsl­ur. Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir „mik­il­vægt að ekki verði sam­ið um launa­hækk­an­ir á kom­andi miss­er­um um­fram verð­bólgu­markmið og fram­leiðni­vöxt þjóð­ar­bús­ins.“

Fjármálaráðherra: Mikilvægt að launahækkanir verði hóflegar

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að launahækkanir fari ekki fram úr verðbólgumarkmiðum og framleiðnivexti þjóðarbúsins næstu árin. Þetta kom fram þegar ráðherra kynnti fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. 

„Þrátt fyrir að verulegar launahækkanir á árunum 2015 og 2016 hafi enn sem komið er ekki leitt til hárrar verðbólgu er mikilvægt að ekki verði samið um launahækkanir á komandi misserum umfram verðbólgumarkmið og framleiðnivöxt þjóðarbúsins,“ sagði Benedikt. 

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gerði þetta að umtalsefni og benti á að nýlega hefðu þingmenn fengið gríðarlega launahækkun. „Er aldrei sú staða uppi að það sé bara í lagi að fara í almennilegar launahækkanir?“ spurði hann. „Getum við aldrei horft framan í að kannski sé lag að fara í almennilegar launahækkanir?“

Þann 29. október síðastliðinn ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða sem nemur 338 þúsund krónum á mánuði. Mikil umræða var um málið og til álita kom að Alþingi hnekkti eða breytti úrskurðinum með lagasetningu. Það var ekki gert. Haft var eftir Benedikt, sem þá var formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, milli jóla og nýárs að ólíklegt væri að Alþingi myndi hrófla við úrskurði kjararáðs, enda hefði kjararáð þar „einfaldlega verið að leið­rétta alls konar inn­grip und­an­far­inna ára“. 

Eins og Stundin hefur fjallað um hafa þingmenn hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum. Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili.

Eitt af stóru málunum á þinginu í desember var frumvarp Bjarna Benediktssonar um málefni kjararáðs en það fól í sér verulega fækkun þeirra starfsstétta sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs auk þess sem fyrirkomulagi launaákvarðana var breytt. 

Píratar lögðu til að kjararáð yrði skyldað til að birta opinberlega fundargerðir sínar og leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína en breytingartillögur þeirra voru felldar af öllum hinum flokkunum. 

Þegar greidd voru atkvæði um málið fullyrti Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, að frumvarpið tæki „alls ekki á forsendum þess að þetta frumvarp var tekið á dagskrá núna“ – þ.e.a.s. því þegar kjararáð ákvað á kjördag að hækka laun þingmanna um meira en 40% á einu bretti. „Við lögðum til að þetta frumvarp yrði tekið á dagskrá á þeim forsendum að kjararáði yrðu gefin tilmæli um að endurskoða ákvörðun sína. Það hefur ekki verið gert,“ sagði hún og bætti við: „Þá var ákveðið að beina þeim tilmælum til forsætisnefndar að tekið yrði þá á ýmsum álagsgreiðslum til þingmanna ef ekkert yrði gert varðandi kjararáð. Ekki hafa komið neinar skýrar tillögur eða frumvarp frá forsætisnefnd til að gera það þannig að ég bendi á að mér finnst fáránlegt að taka þetta mál í gegn núna fyrst forsendur fyrir því að það fór á dagskrá eru algjörlega brostnar.“ 

Eins og Fréttablaðið greindi frá þann 27. desember hafði á þessum tíma myndast óeining um það í forsætisnefnd hvort rétt væri að skerða álagsgreiðslur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar þótti einkum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Framsóknarflokksins tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri jafnvel vegið að landsbyggðarþingmönnum. 

Hækkun þingfararkaupsins hefur þegar dregið dilk á eftir sér. Um miðjan janúar samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum og þiggja þannig 45 prósenta launahækkun. Þetta var gert á þeim grundvelli að ljóst væri að Alþingi hygðist ekki hnekkja ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár