Eignarhaldsfélagið MCT ehf í eigu Kristins Björnssonar, fyrrum forstjóra Skeljungs, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Áður hét félagið Mercatura ehf, en DV greindi frá því árið 2011 að félagið væri með tugi milljóna inni á reikningi í Lúxemborg.
Fyrirtækið kom við sögu í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um lánveitingar til stjórnmálamanna og maka þeirra, enda er Kristinn eiginmaður Sólveigar Pétursdóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra og forseta Alþingis.
„Helstu verðbréf sem lágu að baki þeim samningum voru hlutabréf FL Group hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. og skuldabréf Icebank. Í stærstu lánum og framvirkum samningum Kristins og Mercatura var Glitnir mótaðili,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins frá 2010. Tilkynnt er um gjaldþrot félagsins í Lögbirtingarblaðinu í dag.
Athugasemdir