Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Eygló segir aðgerðir stjórnvalda ráðast af sjálfboðavinnu almennings – Árni Páll varar við „ölmusuvæðingu“

Fé­lags­mála­ráð­herra hvet­ur al­menn­ing til að bjóða fram að­stoð sína og for­sæt­is­ráð­herra seg­ir óraun­hæft að Ís­land taki á móti fimm þús­und flótta­mönn­um. Árni Páll Árna­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir þau harð­lega.

Eygló segir aðgerðir stjórnvalda ráðast af sjálfboðavinnu almennings – Árni Páll varar við „ölmusuvæðingu“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það hve mörgum flóttamönnum Ísland geti tekið á móti ráðist af sjálfboðavinnu fólks. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Núna þurfum við einfaldlega á því að halda að þær þúsundir sem hafa stigið fram og hvatt okkur áfram til góðra verka hjálpi okkur við verkefnið, hafi samband við okkur í velferðarráðuneytinu, hafi samband við Rauða krossinn og íhugi það, og spyrji einfaldlega hvað það geti gert til að hjálpa til,“ sagði Eygló í viðtali.

„Ef við náum að taka höndum saman hvað þetta varðar, þá þurfum við ekki endilega að setja einhverja hámarkstölu á fjölda flóttamanna sem við getum tekið við“

Kallar eftir sjálfboðaliðum

Aðspurð hversu mörgum flóttamönnum stjórnvöld gætu tekið á móti svaraði Eygló: „Það byggist einmitt akkúrat á þessu. Ef þú ert með laust starf að hafa samband við Rauða krossinn eða velferðarráðuneytið. Ef þú ert með íbúð til leigu, að hafa samband, því við erum nú þegar með fólk í landinu sem þarf á þessari aðstoð að halda. Ertu tilbúinn að bjóða þig fram sem sjálfboðaliði og mæta og hjálpa til með að flóttamenn geti lært á íslenska bankakerfið sem er ekki einfalt? Aðstoð við einfaldlega bara matarinnkaup og margvísleg önnur verkefni sem þarf að vinna. Og ef að þetta allt, ef við náum að taka höndum saman hvað þetta varðar, þá þurfum við ekki endilega að setja einhverja hámarkstölu á fjölda flóttamanna sem við getum tekið við.“

Gagnrýnir ölmusuvæðingu

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir Eygló harðlega fyrir að ölmusuvæða aðstoð við flóttafólk. „Það er vissulega mikilvægt að almenningur styðji við móttöku flóttamanna með sjálfboðastarfi, eins og rík hefð er fyrir hér á landi. En stjórnvöld geta ekki afneitað ábyrgð sinni á móttöku flóttamanna, eins og ráðherrann gerir. Þetta er samfélagslegt verkefni, en ekki verkefni sem hægt er að ölmusuvæða,“ skrifaði Árni Páll í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár