Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ellefu ára strákur hreinsar borgina af rusli

Kári Páls­son, tæp­lega ell­efu ára grunn­skóla­nemi í Vest­ur­bæn­um, geng­ur um og tín­ir rusl í borg­inni. „Við eig­um eft­ir að verða miklu fleiri,“ seg­ir hann.

Ellefu ára strákur hreinsar borgina af rusli
Hreinsar umhverfið Kári Pálsson, tæplega 11 ára nemandi í Vesturbæjarskóla, stundar að tína rusl sér og umhverfinu til yndisauka.

„Ekkert sérstaklega,“ svarar Kári Pálsson, spurður hvort hann vilji að gerð sé frétt um það sem hann er að gera. 

Kári, sem verður ellefu ára á næstu dögum, stundar að tína rusl í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hann fær ekki greitt fyrir það, en gerir það til þess að bæta umhverfið. 

Í dag gekk Kári um skólalóð Vesturbæjarskóla, þar sem hann gengur í skóla, með ruslatínu og hreinsaði til. Síðustu tvo daga hefur hann fyllt 45 ruslafötur. „Við fylltum tíu á Grandanum, eitthvað hérna í kring og örugglega um 15 niðri í bæ,“ útskýrir hann og lyftir svartri ruslafötu. Í dag var hann einn, en undanfarið hefur hann notið liðsinnis frænku sinnar, Ásdísar Atladóttur.

Hvers vegna byrjaðirðu á þessu?

„Ég veit það ekki," svarar hann. „Vegna þess að Íslendingar eru miklir sóðar.“

Kári útskýrir framlag sitt til fegurra umhverfis einnig með því að hann þekkir nokkra starfsmenn Reykjavíkurborgar, sem sammæltust honum um að hreinsunarstarfið væri góð hugmynd.

Hreinsar garða í nágrenninu

Kári er tiltölulega nýbyrjaður að stunda almenna ruslahreinsun. Hann hefur þó áður stundað hreinsunarstarf. Það felst aðallega í að slá garða í nánasta nágrenni og hjá ættingjum. „Við förum og bönkum upp á. Við erum með sláttuvél,“ segir hann. Með honum hafa verið frænka hans, skólafélagar og vinir.

Kári með sláttuvélina
Kári með sláttuvélina Hann tók upp hjá sjálfum sér að slá grasið í görðum nágrennisins.
Að störfum í sumar
Að störfum í sumar Kári starfaði meðal annars við að moka fyrir dreni í sumar.

„Við erum líka að skafa snjó á veturnar. Svo er garðurinn minn alltaf stútfullur af snjó vegna þess að við flytjum hann í garðinn. Við sköfum líka mosa á milli hellna og tökum gras af götunum.“

„Þessi góðverk eru öll að hans frumkvæði“ 

Kári segist ekki biðja um greiðslu fyrir störf sín í einkagörðum, en ef fólk bjóðist til að greiða láti hann það ráða greiðslunni.

Dugnaður Kára er sjálfsprottinn. „Þessi góðverk eru öll að hans frumkvæði,“ segir móðir hans, Dagrún Ellen Árnadóttir. Hún segist hafa lánað honum sláttuvél eftir að hann bað um hana. „Hann er frumkvöðullinn í þessu. Hann hefur alltaf haft áhuga á framkvæmdum. Hann hefur til dæmis verið í allt sumar að grafa fyrir dreni í garði frænda síns.“

Fólki er spurn

Mokað fyrir dreni
Mokað fyrir dreni Kári varði stórum hluta sumarsins í að moka fyrir dreni í húsi frænda síns. Hér ásamt frænku sinni, Ásdísi Atladóttur.

Kári segist hafa fundið fyrir því að fólk hefur sýnt honum áhuga þegar það verður hans vart við ruslatínsluna.  „Það hefur haft áhuga og spurt út í hvaða dugnaður þetta er. Ég segi bara mér finnst þetta gaman.“

„Henda þessu frekar í ruslatunnuna“

Meginparturinn af ruslinu sem hann hirðir er plast, pappír og hvers kyns umbúðir utan af mat. „Þetta er mest plast og pappír og umbúðir af mat. Mér finnst líklegt að fólk hendi þessu bara. Eða að ruslatunnur séu fullar.“  Hann er með skilaboð til fólks:  „Henda þessu frekar í ruslatunnuna heldur en á jörðina,“ segir hann.

Að sögn Kára verður framhald á hreinsunarstarfinu. Hann lyftir ruslatínunni og segir afsakandi að á næstunni muni hann öðlast betri ruslatínu. Og hann trúir því að fjölga muni í hópi ungra sjálfboðaliða í ruslahreinsun.

„Við eigum eftir að verða miklu fleiri,“ segir hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár