Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ellefu ára strákur hreinsar borgina af rusli

Kári Páls­son, tæp­lega ell­efu ára grunn­skóla­nemi í Vest­ur­bæn­um, geng­ur um og tín­ir rusl í borg­inni. „Við eig­um eft­ir að verða miklu fleiri,“ seg­ir hann.

Ellefu ára strákur hreinsar borgina af rusli
Hreinsar umhverfið Kári Pálsson, tæplega 11 ára nemandi í Vesturbæjarskóla, stundar að tína rusl sér og umhverfinu til yndisauka.

„Ekkert sérstaklega,“ svarar Kári Pálsson, spurður hvort hann vilji að gerð sé frétt um það sem hann er að gera. 

Kári, sem verður ellefu ára á næstu dögum, stundar að tína rusl í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hann fær ekki greitt fyrir það, en gerir það til þess að bæta umhverfið. 

Í dag gekk Kári um skólalóð Vesturbæjarskóla, þar sem hann gengur í skóla, með ruslatínu og hreinsaði til. Síðustu tvo daga hefur hann fyllt 45 ruslafötur. „Við fylltum tíu á Grandanum, eitthvað hérna í kring og örugglega um 15 niðri í bæ,“ útskýrir hann og lyftir svartri ruslafötu. Í dag var hann einn, en undanfarið hefur hann notið liðsinnis frænku sinnar, Ásdísar Atladóttur.

Hvers vegna byrjaðirðu á þessu?

„Ég veit það ekki," svarar hann. „Vegna þess að Íslendingar eru miklir sóðar.“

Kári útskýrir framlag sitt til fegurra umhverfis einnig með því að hann þekkir nokkra starfsmenn Reykjavíkurborgar, sem sammæltust honum um að hreinsunarstarfið væri góð hugmynd.

Hreinsar garða í nágrenninu

Kári er tiltölulega nýbyrjaður að stunda almenna ruslahreinsun. Hann hefur þó áður stundað hreinsunarstarf. Það felst aðallega í að slá garða í nánasta nágrenni og hjá ættingjum. „Við förum og bönkum upp á. Við erum með sláttuvél,“ segir hann. Með honum hafa verið frænka hans, skólafélagar og vinir.

Kári með sláttuvélina
Kári með sláttuvélina Hann tók upp hjá sjálfum sér að slá grasið í görðum nágrennisins.
Að störfum í sumar
Að störfum í sumar Kári starfaði meðal annars við að moka fyrir dreni í sumar.

„Við erum líka að skafa snjó á veturnar. Svo er garðurinn minn alltaf stútfullur af snjó vegna þess að við flytjum hann í garðinn. Við sköfum líka mosa á milli hellna og tökum gras af götunum.“

„Þessi góðverk eru öll að hans frumkvæði“ 

Kári segist ekki biðja um greiðslu fyrir störf sín í einkagörðum, en ef fólk bjóðist til að greiða láti hann það ráða greiðslunni.

Dugnaður Kára er sjálfsprottinn. „Þessi góðverk eru öll að hans frumkvæði,“ segir móðir hans, Dagrún Ellen Árnadóttir. Hún segist hafa lánað honum sláttuvél eftir að hann bað um hana. „Hann er frumkvöðullinn í þessu. Hann hefur alltaf haft áhuga á framkvæmdum. Hann hefur til dæmis verið í allt sumar að grafa fyrir dreni í garði frænda síns.“

Fólki er spurn

Mokað fyrir dreni
Mokað fyrir dreni Kári varði stórum hluta sumarsins í að moka fyrir dreni í húsi frænda síns. Hér ásamt frænku sinni, Ásdísi Atladóttur.

Kári segist hafa fundið fyrir því að fólk hefur sýnt honum áhuga þegar það verður hans vart við ruslatínsluna.  „Það hefur haft áhuga og spurt út í hvaða dugnaður þetta er. Ég segi bara mér finnst þetta gaman.“

„Henda þessu frekar í ruslatunnuna“

Meginparturinn af ruslinu sem hann hirðir er plast, pappír og hvers kyns umbúðir utan af mat. „Þetta er mest plast og pappír og umbúðir af mat. Mér finnst líklegt að fólk hendi þessu bara. Eða að ruslatunnur séu fullar.“  Hann er með skilaboð til fólks:  „Henda þessu frekar í ruslatunnuna heldur en á jörðina,“ segir hann.

Að sögn Kára verður framhald á hreinsunarstarfinu. Hann lyftir ruslatínunni og segir afsakandi að á næstunni muni hann öðlast betri ruslatínu. Og hann trúir því að fjölga muni í hópi ungra sjálfboðaliða í ruslahreinsun.

„Við eigum eftir að verða miklu fleiri,“ segir hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár