Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Elísabet Jökulsdóttir: „Helvítis Ríkisútvarpið“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fimmtu spurn­ing­unni: „Ert þú fylgj­andi rík­is­rekn­um fjöl­miðli?“

Elísabet Jökulsdóttir: „Helvítis Ríkisútvarpið“
Frambjóðendurnir Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við fimmtu spurningunni:

Ert þú fylgjandi ríkisreknum fjölmiðli?


Andri Snær Magnason

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

Já.

 

 

 

 

 

 

 


Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Lykillinn að lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem því miður hafa allt of mikið verið að ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna.

Ítrekað hafa einstaka fjölmiðlar spilað fram forsetaframbjóðendum sem þeim eru þóknanlegir og notað skoðanakannanir og umfjöllun til skoðanamyndunar almennings.

Ríkisfjölmiðlarnir hafa ekki staðið sig þegar kemur að hlutleysi í aðdraganda kosninga og ítrekað brotið fjölmiðlalögin. Ekki var að ástæðulausu að ég tilkynnti framboð nú í janúar með bréfi til alþjóðlegs kosningaeftirlits ÖSE.

Fyrir fjórum árum stökk ein stjarna RÚV beint af skjánum í forsetaframboð. Einn bakhjarl framboðsins var stjórnarformaður ríkisfjölmiðilsins. Kastljós sagðist ekki geta tekið viðtöl við forsetaframbjóðendur af þessum sökum og varð óstarfhæft sem vettvangur kosningaumræðu. Forsetaframboði RÚV var leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. RÚV tjáði mér 20. apríl 2016 að enn geti Kastljós ekki tekið viðtöl við forsetaframbjóðendur en þá mætti ég í fyrsta viðtal í myndver RÚV fyrir þessar kosningar sem er grínþátturinn Hraðfréttir. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar.

Að undanförnu hef ég horft uppá aðra svipaða leiksýningu RÚV. Hófst með vali forsetaefnis úr sagnfræðideild Háskóla Íslands og út í nánast alla umfjöllun um hvernig forseti Íslands myndi eða ætti að taka á hneykslismáli forsætisráðherra. Sama hvort horft væri á RÚV, hlustað á Rás1, Rás 2 allsstaðar var sama forsetaefnið. Sett var upp Facebook like-síða, eins og fjórum árum áður fyrir Kastljósstjörnuna, og síðan keyrðar kostaðar Facebook auglýsingar til að fá like. Ég get auðvitað ekkert fullyrt en þetta lítur út eins og almenningur hafi verið látinn halda að sjálfsprottinn frambjóðandi hafi verið á ferð þegar raunin var sú að þessu var leikstýrt.

Útspil forseta að bjóða sig fram aftur hefur hugsanlega sett strik í þetta framboðsplan RÚV-klíkunnar. Áhugavert er að sá forseti komst einnig til valda fyrir atbeina og misnotkun fjölmiðla en hans helsti stuðningsmaður og framkvæmdastjóri framboða hans var framkvæmdastjóri Norðurljósa sem nú heitir 365 miðlar.

Niðurstaðan er að það skiptir engu máli hvert er eignarhaldið. Það sem máli skiptir er að regluverkið um lýðræði taki á misnotkun fjölmiðla og að þungar refsingar og fangelsisdómar liggi við ef fjölmiðlafólk misnotar aðstöðu sína.


Elísabet Jökulsdóttir

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Jú, helvítis Ríkisútvarpið. Ég náttúrulega elska Ríkisútvarpið. Það er svo fræðandi og skemmtilegt og ákveðinn klassi yfir því. Gaman þegar eitthvað er svona gamaldags, og tengir mann við gamla tíma. Ég vil endilega hafa það áfram.

 

 

 

 

 


Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Ég held að við þurfum að hafa ríkisrekinn fjölmiðil eins og grannþjóðirnar. Hins vegar getur vel verið að sá fjölmiðill eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði. Eigi ekki að keppa við einkarekna fjölmiðla um rétt til þess að sýna enska boltann eða formúluna eða eitthvað slíkt, það er útfærsluatriði. En það er nánast hluti af þjóðarímynd og þjóðarsál að hafa einn fjölmiðil sem hefur það beinlínis að hlutverki að ná til allra, gegna skyldum við alla. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það verða aldrei allir á eitt sáttir með stefnu ríkisfjölmiðils, en ég hygg að kostirnir séu fleiri en gallarnir.


Guðrún Margrét Pálsdóttir

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Já, ég tel gott að það sé til ríkisrekinn fjölmiðill sem sinnir þjónustu og upplýsingaskyldu við landsmenn á faglegan og hlutlausan hátt. Það þarf hins vegar að gæta þess að hann sinni þeirri skyldu því ef hann gerir það ekki er alveg eins gott að leggja hann niður.

 

 

 


Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Já, ég er það svo fremi sem ríkisrekinn fjölmiðill fær tækifæri til að vera einn af hornsteinum menningarlífsins í landinu. Ríkisrekinn fjölmiðill getur gert það sem aðrir gera ekki - það er að búa til vandað íslenskt dagskrárefni af öllu tagi. Við eigum að notað hljóðvarp og sjónvarp til að spegla okkur sjálf, kafa í menningararf okkar, bæði gamlan og nýjan, og sjá okkur í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi. Þetta getur vel rekinn ríkisfjölmiðill, með góðu dagskrárgerðarfólki, gert. Síðast en eki síst verðum við að tryggja óháðan og faglegan fréttaflutning og fréttaskýringar um innlend og erlend málefni - og það gerir góður ríkisrekinn fjölmiðill öðrum betur.


Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Já, mjög. Algjörlega. Þú sérð það nú bara í kosningunum. Auðvitað er ég hlynnt RÚV. Þeir standa sig svakalega vel í þessari kosningaumfjöllun. Að gefa okkur tækifæri til að vera með ókeypis auglýsingar. Þeir eru að gera þætti um hvern og einn frambjóðanda. Fylgja okkur eftir og alls konar viðtöl, misgóð. En þeir standa sig mjög vel. Þú sérð nú bara Stöð 2. Hugsaðu þér ef við værum bara með tvær þannig stöðvar, hvað það væri ósanngjarnt og ömurlegt og ólýðræðislegt.


Sturla Jónsson

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Ég vil eiginlega bara leggja hann niður. Þetta er ekki að þjóna okkur fólkinu í landinu. Það mætti kannski vera ein rás sem að væri ríkisrekin með kannski 5-6 starfsmönnum, annað höfum við ekkert við að gera. Mér sýnist aðrir fjölmiðlar í landinu alveg geta sinnt menningarstörfum og því sem er að gerast. Sé enga ástæðu fyrir því að moka milljörðum í þetta sem gætu annars farið í heilbrigðiskerfið eða skólakerfið. 


* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár