Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Elísabet Jökulsdóttir: „Helvítis Ríkisútvarpið“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fimmtu spurn­ing­unni: „Ert þú fylgj­andi rík­is­rekn­um fjöl­miðli?“

Elísabet Jökulsdóttir: „Helvítis Ríkisútvarpið“
Frambjóðendurnir Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við fimmtu spurningunni:

Ert þú fylgjandi ríkisreknum fjölmiðli?


Andri Snær Magnason

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

Já.

 

 

 

 

 

 

 


Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Lykillinn að lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem því miður hafa allt of mikið verið að ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna.

Ítrekað hafa einstaka fjölmiðlar spilað fram forsetaframbjóðendum sem þeim eru þóknanlegir og notað skoðanakannanir og umfjöllun til skoðanamyndunar almennings.

Ríkisfjölmiðlarnir hafa ekki staðið sig þegar kemur að hlutleysi í aðdraganda kosninga og ítrekað brotið fjölmiðlalögin. Ekki var að ástæðulausu að ég tilkynnti framboð nú í janúar með bréfi til alþjóðlegs kosningaeftirlits ÖSE.

Fyrir fjórum árum stökk ein stjarna RÚV beint af skjánum í forsetaframboð. Einn bakhjarl framboðsins var stjórnarformaður ríkisfjölmiðilsins. Kastljós sagðist ekki geta tekið viðtöl við forsetaframbjóðendur af þessum sökum og varð óstarfhæft sem vettvangur kosningaumræðu. Forsetaframboði RÚV var leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. RÚV tjáði mér 20. apríl 2016 að enn geti Kastljós ekki tekið viðtöl við forsetaframbjóðendur en þá mætti ég í fyrsta viðtal í myndver RÚV fyrir þessar kosningar sem er grínþátturinn Hraðfréttir. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar.

Að undanförnu hef ég horft uppá aðra svipaða leiksýningu RÚV. Hófst með vali forsetaefnis úr sagnfræðideild Háskóla Íslands og út í nánast alla umfjöllun um hvernig forseti Íslands myndi eða ætti að taka á hneykslismáli forsætisráðherra. Sama hvort horft væri á RÚV, hlustað á Rás1, Rás 2 allsstaðar var sama forsetaefnið. Sett var upp Facebook like-síða, eins og fjórum árum áður fyrir Kastljósstjörnuna, og síðan keyrðar kostaðar Facebook auglýsingar til að fá like. Ég get auðvitað ekkert fullyrt en þetta lítur út eins og almenningur hafi verið látinn halda að sjálfsprottinn frambjóðandi hafi verið á ferð þegar raunin var sú að þessu var leikstýrt.

Útspil forseta að bjóða sig fram aftur hefur hugsanlega sett strik í þetta framboðsplan RÚV-klíkunnar. Áhugavert er að sá forseti komst einnig til valda fyrir atbeina og misnotkun fjölmiðla en hans helsti stuðningsmaður og framkvæmdastjóri framboða hans var framkvæmdastjóri Norðurljósa sem nú heitir 365 miðlar.

Niðurstaðan er að það skiptir engu máli hvert er eignarhaldið. Það sem máli skiptir er að regluverkið um lýðræði taki á misnotkun fjölmiðla og að þungar refsingar og fangelsisdómar liggi við ef fjölmiðlafólk misnotar aðstöðu sína.


Elísabet Jökulsdóttir

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Jú, helvítis Ríkisútvarpið. Ég náttúrulega elska Ríkisútvarpið. Það er svo fræðandi og skemmtilegt og ákveðinn klassi yfir því. Gaman þegar eitthvað er svona gamaldags, og tengir mann við gamla tíma. Ég vil endilega hafa það áfram.

 

 

 

 

 


Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Ég held að við þurfum að hafa ríkisrekinn fjölmiðil eins og grannþjóðirnar. Hins vegar getur vel verið að sá fjölmiðill eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði. Eigi ekki að keppa við einkarekna fjölmiðla um rétt til þess að sýna enska boltann eða formúluna eða eitthvað slíkt, það er útfærsluatriði. En það er nánast hluti af þjóðarímynd og þjóðarsál að hafa einn fjölmiðil sem hefur það beinlínis að hlutverki að ná til allra, gegna skyldum við alla. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það verða aldrei allir á eitt sáttir með stefnu ríkisfjölmiðils, en ég hygg að kostirnir séu fleiri en gallarnir.


Guðrún Margrét Pálsdóttir

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Já, ég tel gott að það sé til ríkisrekinn fjölmiðill sem sinnir þjónustu og upplýsingaskyldu við landsmenn á faglegan og hlutlausan hátt. Það þarf hins vegar að gæta þess að hann sinni þeirri skyldu því ef hann gerir það ekki er alveg eins gott að leggja hann niður.

 

 

 


Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Já, ég er það svo fremi sem ríkisrekinn fjölmiðill fær tækifæri til að vera einn af hornsteinum menningarlífsins í landinu. Ríkisrekinn fjölmiðill getur gert það sem aðrir gera ekki - það er að búa til vandað íslenskt dagskrárefni af öllu tagi. Við eigum að notað hljóðvarp og sjónvarp til að spegla okkur sjálf, kafa í menningararf okkar, bæði gamlan og nýjan, og sjá okkur í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi. Þetta getur vel rekinn ríkisfjölmiðill, með góðu dagskrárgerðarfólki, gert. Síðast en eki síst verðum við að tryggja óháðan og faglegan fréttaflutning og fréttaskýringar um innlend og erlend málefni - og það gerir góður ríkisrekinn fjölmiðill öðrum betur.


Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Já, mjög. Algjörlega. Þú sérð það nú bara í kosningunum. Auðvitað er ég hlynnt RÚV. Þeir standa sig svakalega vel í þessari kosningaumfjöllun. Að gefa okkur tækifæri til að vera með ókeypis auglýsingar. Þeir eru að gera þætti um hvern og einn frambjóðanda. Fylgja okkur eftir og alls konar viðtöl, misgóð. En þeir standa sig mjög vel. Þú sérð nú bara Stöð 2. Hugsaðu þér ef við værum bara með tvær þannig stöðvar, hvað það væri ósanngjarnt og ömurlegt og ólýðræðislegt.


Sturla Jónsson

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Ég vil eiginlega bara leggja hann niður. Þetta er ekki að þjóna okkur fólkinu í landinu. Það mætti kannski vera ein rás sem að væri ríkisrekin með kannski 5-6 starfsmönnum, annað höfum við ekkert við að gera. Mér sýnist aðrir fjölmiðlar í landinu alveg geta sinnt menningarstörfum og því sem er að gerast. Sé enga ástæðu fyrir því að moka milljörðum í þetta sem gætu annars farið í heilbrigðiskerfið eða skólakerfið. 


* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár