Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvað gerðist í Bretlandi?

Bret­land geng­ur úr Evr­ópu­sam­band­inu vegna ótta við inn­flytj­enda­straum, kostn­að­ar og þjóð­ernis­vit­und­ar, með mest­um stuðn­ingi eldra fólks, lands­byggð­ar­fólks og lít­ið mennt­aðra.

Hvað gerðist í Bretlandi?
Auglýsing brotthvarfssinna Þjóðernisstolt, ótti við innflytjendur, óánægja með kostnað og viljinn til sjálfræðis Bretlands stýrði Bretum til brotthvarfs úr Evrópusambandinu. Mynd:

Bretland gengur úr Evrópusambandinu (ESB), fyrst sjálfstæðra ríkja, eftir nauman meirihluta brotthvarfssinna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Breska pundið hafði fallið um 5% gagnvart krónunni á hádegi í dag og hefur pundið ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal frá árinu 1985. 

Brotthvarfinu hefur verið lýst sem „dýrðlegu tækifæri“ af Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra London, eða „katastrófísku fyrir landið, restina af Evrópu og heiminum,“ af fyrrverandi Evrópumálaráðherranum Keith Vaz.

Hópur reiðs fólks púaði á Boris Johnson, borgarstjóra Lundúna, í morgun vegna brotthvarfs Bretlands úr ESB.

Stuðningur við brotthvarf úr ESB skiptist greinilega eftir landsvæðum í Bretlandi, þar sem íbúar í Skotlandi, Norður-Írlandi og höfuðborginni, London, kusu afgerandi með áframhaldandi ESB-aðild. Tæplega 60% Lundúnabúa vildu vera áfram og 62% Skota. Samtals völdu 52% breskra kjósenda að yfirgefa Evrópusambandið en 48% vildu vera áfram. 

Hvers vegna brethvarf?

Í greiningu BBC á ástæðum þess að brotthvarf varð ofan á kemur fram að úrsögnin úr ESB tengist ekki minna sjálfsvitund og sjálfsmynd Breta, heldur en pólitískri og efnahagslegri framtíð.

Sambandssinnar höfðu varað við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þess að yfirgefa Evrópusambandið. Þær fullyrðingar að Bretar yrðu fátækari við brotthvarfið virðast hafa virkað öfugt ofan í þá sem töldu sig hafa verið fátæka innan Evrópusambandsins síðustu áratugi.

Þar kemur einnig fram að brotthvarfssinnar hafi haldið fram að úrsögnin hefði í för með sér að stjarnfræðilegar upphæðir myndu sparast og þær mætti nýta til heilbrigðismála. Greining á fullyrðingunni leiddi þó í ljós að upphæðirnar voru afvegaleiðandi, þar sem stærsti hluti þess sem Bretar borga til Evrópusambandsins skilar sér aftur í formi styrkja, til dæmis tengdum landbúnaði og menntun. 

David Cameron tilkynnir um afsögn sína í morgun.

Eldra fólk mætir vel á kjörstað

Stór hluti af kosningabaráttu brotthvarfssinna sneri að innflytjendamálum og flóttamannamálum.

Þá skipti miklu máli að eldra fólk er mun líklegra til að mæta á kjörstað heldur en yngra. 78% þeirra sem eru yfir 65 ára kusu í síðustu þingkosningum, andstætt 43% 18 til 24 ára og 54% 25-34 ára. Þrír af hverjum fimm 65 ára og eldri vildu yfirgefa ESB samkvæmt nýlegri könnun.

Niðurstöður kosninganna
Niðurstöður kosninganna Hér sjást niðurstöður kosninganna í gær eftir kjördæmum.

Í hópi þeirra sem vildu úrgöngu er eldra fólk, fólk í dreifbýli og lítið menntaðir mest áberandi, samkvæmt könnunum fyrir kosningarnar.

Samkeyrsla á niðurstöðum koninganna og samsetningu íbúa eftir kjördæmum staðfestir fylgni milli hás aldurs og lágrar menntunar og viljans til að yfirgefa Evrópusambandið.

Eldra fólk og minna menntaðir vildu fara

Í könnun Yougov fyrir atkvæðagreiðsluna sýndi sig að þeir sem væru undir 30 ára að aldri voru líklegastir til að vilja vera áfram í ESB, eða 73% þeirra. Hins vegar vildu 63% þeirra sem eru yfir 60 ára aldri ganga úr ESB. 

70% þeirra sem hafa háskólagráðu vildu vera áfram í ESB, samkvæmt könnuninni.

Níu af hverjum tíu starfsmönnum háskóla sögðust styðja áframhaldandi veru í ESB í sjálfsvalskönnun Times Higher Education á dögunum. 40% svarenda sögðust líklegri til að yfirgefa Bretland ef valin yrði úrganga, en 1% ef valin yrði áframhaldandi vera.

Reiknað er með að mörg ár taki að slíta samband Bretlands við ESB.

Aldursdreifing atkvæða
Aldursdreifing atkvæða

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár