Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekki gert ráð fyrir minni greiðsluþátttöku sjúklinga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar

Fjöldi fag­að­ila gagn­rýn­ir frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra um greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og kall­ar eft­ir aukn­um fjár­mun­um inn í kerf­ið.

Ekki gert ráð fyrir minni greiðsluþátttöku sjúklinga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar

Ekki er gert ráð fyrir sérstökum framlögum til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum um fjármálastefnuna á Alþingi þann 3. maí síðastliðinn.

„Varðandi greiðsluþátttökukerfin er ekki gert ráð fyrir sérstökum framlögum til viðbótar í greiðsluþátttökukerfin á áætlanatímabilinu, sem væru þá hugsuð til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga,“ sagði ráðherra. „Það liggur hins vegar fyrir að það er stefna stjórnvalda í framhaldi af því að kerfin hafi verið einfölduð að taka til frekari skoðunar hvar við þyrftum að lækka enn frekar greiðsluþátttöku sjúklinga.“

Á þriðja tug umsagna hafa borist Alþingi um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hið opinbera leggi greiðsluþátttökukerfinu til aukið fjármagn heldur á að flytja kostnað milli sjúklingahópa. Að því er fram kom á opnum fundi Öryrkjabandalagsins á dögunum má ætla að kostnaður þeirra 15 prósenta sjúklinga sem nota þjónustuna mest muni lækka og að kostnaðurinn dreifist á hin 85 prósentin.

Læknafélag Íslands leggst eindregið gegn því að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt óbreytt. Fleiri aðilar hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars Læknafélag Reykjavíkur, sem bendir á að það muni auka verulega greiðsluþátttöku flestra sjúklinga og BSRB, sem harmar að frumvarpið geri ekki ráð fyrir auknum fjárveitingum til greiðsluþátttökukerfisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár