Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“

Þor­björn Þórð­ar­son seg­ir vand­virka fjöl­miðla­menn gera sér grein fyr­ir skyld­um sín­um, sem liggi ann­ars veg­ar í því að miðla stað­reynd­um máls og hins veg­ar í al­manna­hags­mun­um. Stund­in sendi fyr­ir­spurn á fimm fjöl­miðla og spurði þá út í verklag varð­andi boðs­ferð­ir.

„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“

„Mér finnst boðsferðir til blaða- og fréttamanna útaf fyrir sig vera í lagi ef það er alveg skýrt að sá sem þiggur slíka boðsferð gerir það á eigin forsendum og það sé gagnkvæmur skilningur á því að samhliða boðsferðinni sé engin krafa eða yfirlýsing um að viðkomandi nýti ferðina til fréttaöflunar,“ segir Þorbjörn Þórðarson, lögfræðingur og fréttamaður hjá 365 miðlum, í samtali við Stundina. Þorbjörn er einn þeirra fréttamanna sem þáði boðsferð á vegum WOW air til Washington um helgina og Stundin fjallaði um í gær

„Ég hef þegið boðsferðir frá Evrópusambandinu til Brussel, eins og fulltrúar frá öllum öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Það var skilningur bæði Evrópusambandsins og þeirra blaðamanna sem voru í þeirri ferð að það var engin kvöð á fréttamönnum sem tóku þátt í ferðinni að fjalla um Evrópusambandið, heldur var þetta upplýsinga- og fræðsluferð,“ segir hann ennfremur. 

Staðreyndir máls og almannahagsmunir

Þorbjörn bendir á að allir vandvirkir fjölmiðlamenn geri sér grein fyrir skyldum sínum, sem liggi annars vegar hjá staðreyndum máls og hins vegar almannahagsmunum. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það skaði trúverðugleika hans sem fréttamanns að þiggja boðsferðir af þessu tagi. „Ég held að allir sem hafi fylgst með mínum skrifum í gegnum árin viti nákvæmlega hvað ég get og hvað ég stend fyrir sem blaða- og fréttamaður. Þeir vita að ég er eingöngu að hugsa um almannahagsmuni í mínum störfum og að fjalla rétt um staðreyndir máls. Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa um BWI eða WOW air, líkt og ég lét ekki boðsferð til Brussel hafa áhrif á það hvernig ég skrifa um Evrópusambandið.“

Þorbjörn segist ekki gera greinarmun á boðsferðum á vegum einkafyrirtækja eða alþjóðastofnana. „Ég geri engan greinarmun á boðsferðum sem eru fjármagnaðar af öðrum en fjölmiðlum,“ segir hann. 

„Ég tel að það séu nákvæmlega sömu siðferðislegu álitamál uppi þegar ferð fréttamanns erlendis er kostuð af einhverjum öðrum en vinnuveitenda hans, hvort sem um alþjóðastofnun eða annað fyrirtæki er að ræða. Það eru nákvæmlega sömu hugrenningatengsl sem eiga sér stað ef við ræðum þetta út frá sjónarmiðum sjálfsritskoðunar eða einhvers konar sálrænna áhrifa á þann sem þiggur slíka ferð.

„Ég lagði til að fréttamenn færu ekki í ferðir nema þær væru fjármagnaðar af fyrirtækinu sjálfu.“

Íslenskir fjölmiðlar undirfjármagnaðir

Eftir að Stundin fjallaði um boðsferðina til Washington í gær segist Þorbjörn hafa nefnt það á fundi innanhúss að 365 miðlar tæku í gildi reglur um boðferðir eða myndu jafnvel hætta að þiggja slíkar ferðir. „Ég lagði til að fréttamenn færu ekki í ferðir nema 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár