Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“

Þor­björn Þórð­ar­son seg­ir vand­virka fjöl­miðla­menn gera sér grein fyr­ir skyld­um sín­um, sem liggi ann­ars veg­ar í því að miðla stað­reynd­um máls og hins veg­ar í al­manna­hags­mun­um. Stund­in sendi fyr­ir­spurn á fimm fjöl­miðla og spurði þá út í verklag varð­andi boðs­ferð­ir.

„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“

„Mér finnst boðsferðir til blaða- og fréttamanna útaf fyrir sig vera í lagi ef það er alveg skýrt að sá sem þiggur slíka boðsferð gerir það á eigin forsendum og það sé gagnkvæmur skilningur á því að samhliða boðsferðinni sé engin krafa eða yfirlýsing um að viðkomandi nýti ferðina til fréttaöflunar,“ segir Þorbjörn Þórðarson, lögfræðingur og fréttamaður hjá 365 miðlum, í samtali við Stundina. Þorbjörn er einn þeirra fréttamanna sem þáði boðsferð á vegum WOW air til Washington um helgina og Stundin fjallaði um í gær

„Ég hef þegið boðsferðir frá Evrópusambandinu til Brussel, eins og fulltrúar frá öllum öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Það var skilningur bæði Evrópusambandsins og þeirra blaðamanna sem voru í þeirri ferð að það var engin kvöð á fréttamönnum sem tóku þátt í ferðinni að fjalla um Evrópusambandið, heldur var þetta upplýsinga- og fræðsluferð,“ segir hann ennfremur. 

Staðreyndir máls og almannahagsmunir

Þorbjörn bendir á að allir vandvirkir fjölmiðlamenn geri sér grein fyrir skyldum sínum, sem liggi annars vegar hjá staðreyndum máls og hins vegar almannahagsmunum. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það skaði trúverðugleika hans sem fréttamanns að þiggja boðsferðir af þessu tagi. „Ég held að allir sem hafi fylgst með mínum skrifum í gegnum árin viti nákvæmlega hvað ég get og hvað ég stend fyrir sem blaða- og fréttamaður. Þeir vita að ég er eingöngu að hugsa um almannahagsmuni í mínum störfum og að fjalla rétt um staðreyndir máls. Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa um BWI eða WOW air, líkt og ég lét ekki boðsferð til Brussel hafa áhrif á það hvernig ég skrifa um Evrópusambandið.“

Þorbjörn segist ekki gera greinarmun á boðsferðum á vegum einkafyrirtækja eða alþjóðastofnana. „Ég geri engan greinarmun á boðsferðum sem eru fjármagnaðar af öðrum en fjölmiðlum,“ segir hann. 

„Ég tel að það séu nákvæmlega sömu siðferðislegu álitamál uppi þegar ferð fréttamanns erlendis er kostuð af einhverjum öðrum en vinnuveitenda hans, hvort sem um alþjóðastofnun eða annað fyrirtæki er að ræða. Það eru nákvæmlega sömu hugrenningatengsl sem eiga sér stað ef við ræðum þetta út frá sjónarmiðum sjálfsritskoðunar eða einhvers konar sálrænna áhrifa á þann sem þiggur slíka ferð.

„Ég lagði til að fréttamenn færu ekki í ferðir nema þær væru fjármagnaðar af fyrirtækinu sjálfu.“

Íslenskir fjölmiðlar undirfjármagnaðir

Eftir að Stundin fjallaði um boðsferðina til Washington í gær segist Þorbjörn hafa nefnt það á fundi innanhúss að 365 miðlar tæku í gildi reglur um boðferðir eða myndu jafnvel hætta að þiggja slíkar ferðir. „Ég lagði til að fréttamenn færu ekki í ferðir nema 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár