Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“

Þor­björn Þórð­ar­son seg­ir vand­virka fjöl­miðla­menn gera sér grein fyr­ir skyld­um sín­um, sem liggi ann­ars veg­ar í því að miðla stað­reynd­um máls og hins veg­ar í al­manna­hags­mun­um. Stund­in sendi fyr­ir­spurn á fimm fjöl­miðla og spurði þá út í verklag varð­andi boðs­ferð­ir.

„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“

„Mér finnst boðsferðir til blaða- og fréttamanna útaf fyrir sig vera í lagi ef það er alveg skýrt að sá sem þiggur slíka boðsferð gerir það á eigin forsendum og það sé gagnkvæmur skilningur á því að samhliða boðsferðinni sé engin krafa eða yfirlýsing um að viðkomandi nýti ferðina til fréttaöflunar,“ segir Þorbjörn Þórðarson, lögfræðingur og fréttamaður hjá 365 miðlum, í samtali við Stundina. Þorbjörn er einn þeirra fréttamanna sem þáði boðsferð á vegum WOW air til Washington um helgina og Stundin fjallaði um í gær

„Ég hef þegið boðsferðir frá Evrópusambandinu til Brussel, eins og fulltrúar frá öllum öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Það var skilningur bæði Evrópusambandsins og þeirra blaðamanna sem voru í þeirri ferð að það var engin kvöð á fréttamönnum sem tóku þátt í ferðinni að fjalla um Evrópusambandið, heldur var þetta upplýsinga- og fræðsluferð,“ segir hann ennfremur. 

Staðreyndir máls og almannahagsmunir

Þorbjörn bendir á að allir vandvirkir fjölmiðlamenn geri sér grein fyrir skyldum sínum, sem liggi annars vegar hjá staðreyndum máls og hins vegar almannahagsmunum. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það skaði trúverðugleika hans sem fréttamanns að þiggja boðsferðir af þessu tagi. „Ég held að allir sem hafi fylgst með mínum skrifum í gegnum árin viti nákvæmlega hvað ég get og hvað ég stend fyrir sem blaða- og fréttamaður. Þeir vita að ég er eingöngu að hugsa um almannahagsmuni í mínum störfum og að fjalla rétt um staðreyndir máls. Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa um BWI eða WOW air, líkt og ég lét ekki boðsferð til Brussel hafa áhrif á það hvernig ég skrifa um Evrópusambandið.“

Þorbjörn segist ekki gera greinarmun á boðsferðum á vegum einkafyrirtækja eða alþjóðastofnana. „Ég geri engan greinarmun á boðsferðum sem eru fjármagnaðar af öðrum en fjölmiðlum,“ segir hann. 

„Ég tel að það séu nákvæmlega sömu siðferðislegu álitamál uppi þegar ferð fréttamanns erlendis er kostuð af einhverjum öðrum en vinnuveitenda hans, hvort sem um alþjóðastofnun eða annað fyrirtæki er að ræða. Það eru nákvæmlega sömu hugrenningatengsl sem eiga sér stað ef við ræðum þetta út frá sjónarmiðum sjálfsritskoðunar eða einhvers konar sálrænna áhrifa á þann sem þiggur slíka ferð.

„Ég lagði til að fréttamenn færu ekki í ferðir nema þær væru fjármagnaðar af fyrirtækinu sjálfu.“

Íslenskir fjölmiðlar undirfjármagnaðir

Eftir að Stundin fjallaði um boðsferðina til Washington í gær segist Þorbjörn hafa nefnt það á fundi innanhúss að 365 miðlar tæku í gildi reglur um boðferðir eða myndu jafnvel hætta að þiggja slíkar ferðir. „Ég lagði til að fréttamenn færu ekki í ferðir nema 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár