Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, flutti munnlega skýrslu á Alþingi í dag um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003.
Athygli vakti að Brynjar vildi ekki slá því föstu, líkt og rannsóknarnefndin gerir, að blekkingum hefði verið beitt við einkavæðinguna á Búnaðarbankanum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt,“ sagði Brynjar.
Í þingræðu sinni tók Brynjar ekki fram að sem lögmaður gegndi hann verjendastörfum fyrir Bjarka Diego eftir hrun, en Bjarki er einn þeirra sem spiluðu lykilhlutverk í gerð leynilegra baksamninga þegar Ólafur Ólafsson og fleiri keyptu Búnaðarbankann 2003 samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Bjarki kemur talsvert við sögu í skýrslunni en að því er fram kemur í frétt RÚV af málinu telur Brynjar að þetta skipti engu fyrir störf sín á þingi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun fjalla um rannsóknarskýrsluna og ákveða hver viðbrögðin verða við …
Athugasemdir