Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög um aflandsfélög

Um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar for­sæt­is­ráð­herra um jafn­ræð­is­reglu EES-samn­ings­ins stand­ast ekki skoð­un. EES-samn­ing­ur­inn úti­lok­ar ekki að sett verði lög sem banna vist­un eigna á lág­skatta­svæð­um ut­an EES-svæð­is­ins.

 EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög um aflandsfélög

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra um að vegna jafnræðisreglu EES-samningsins sé ekki hægt að banna Íslendingum að vista peninga í lágskattaríkjum, standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í áréttingu frá Eftirlitsstofnun EFTA. „Í umræðu um mögulegar aðgerðir til að koma í veg fyrir að eignir séu vistaðar í skattaskjólum hefur þess misskilnings gætt að slíkt stangist á við EES-samninginn. Af því tilefni vill Eftirlitsstofnun EFTA árétta að EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Grunnreglan um frjálsa fjármagnsflutninga er sú að ekki séu takmarkanir á flutningi fjármagns milli ríkja sem eiga aðild að EES-samningnum. Ákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gilda ekki um önnur ríki,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. 

Sigurður Ingi hélt því fram í viðtali við Morgunblaðið í gær að sitt fyrsta verk í forsætisráðuneytinu hafi verið að láta kanna hvort hægt væri að banna Íslendingum að vista peninga í lágskattaríkjum. „Fyrstu svör sérfræðinga eru þau að vegna meðal annars jafnræðisreglu EES-samningsins sé það ekki hægt. Mér hefur því þótt sérkennilegt að heyra Evrópusambandssinna, Samfylkinguna og jafnvel Pírata, sem hafa aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá, tala um að loka eigi á möguleika fólks að vista peningana sína á aflandseyjum. Þetta er alþjóðlegt vandamál,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár