Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara

Ekki nóg að til­kynna snið­göngu út­varps­stöðva á Face­book. Eitt dæmi er um bann tón­list­ar­manns gagn­vart út­varps­stöð, þeg­ar Jó­hann G. Jó­hanns­son vildi banna Bylgj­una

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara
Bubbi bannar Bubbi Morthens verður að tilkynna Útvarpi Sögu um bann með mánaðarfyrirvara. Mynd: Helgi Halldórsson

Ljótu hálfvitarnir og Bubbi Morthens geta ekki tilkynnt einhliða á Facebook að tónlist þeirra sé bönnuð á Útvarpi Sögu. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFS, samtaka tónlistarmanna og textahöfunda, segir að tónlistarmönnum sé heimilt að grípa til slíks banns en það gerist aðeins samkvæmt ákveðnum reglum.

„Samkvæmt samningum okkar verða þeir sem vilja banna fyrirtækjum að nota tónlist sína að fara í gegnum okkur. Þá er viðkomandi skrifað bréf og tilkynnt með mánaðarfyrirvara að bannið taki gildi,“ segir Guðrún Björk.

Hún segir að samtökin hafi ekki fengið erindi frá Ljótu hálfvitunum eða Bubba hvað varðar bannið. Hún segir að eitt dæmi sé um það í seinni tíð að tónlistarmaður vildi banna fyrirtæki flutning á tónlist sinni. Það var Jóhann G. Jóhannsson heitinn sem vildi banna Bylgjunni að flytja lög sín. Það var vegna tónlistarstefnu stöðvarinnar.

„Það reyndist ekki mögulegt að banna einungis Bylgjunni að flytja lög hans. Bannið hefði þurft að ná til allra fjölmiðla 365 sem á Bylgjuna. Áður en til þess kom áðist sátt í málinu. Ég þekki engin önnur dæmi um slíkt,” segir Guðrún Björk.

Hún staðfestir að þetta gildi í báðar áttir. Þannig geti útvarpsstöðvar ákveðið að spila ekki lög með einstökum tónlistarmönnum á sömu forsendum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræðuhefðin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár