Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara

Ekki nóg að til­kynna snið­göngu út­varps­stöðva á Face­book. Eitt dæmi er um bann tón­list­ar­manns gagn­vart út­varps­stöð, þeg­ar Jó­hann G. Jó­hanns­son vildi banna Bylgj­una

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara
Bubbi bannar Bubbi Morthens verður að tilkynna Útvarpi Sögu um bann með mánaðarfyrirvara. Mynd: Helgi Halldórsson

Ljótu hálfvitarnir og Bubbi Morthens geta ekki tilkynnt einhliða á Facebook að tónlist þeirra sé bönnuð á Útvarpi Sögu. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFS, samtaka tónlistarmanna og textahöfunda, segir að tónlistarmönnum sé heimilt að grípa til slíks banns en það gerist aðeins samkvæmt ákveðnum reglum.

„Samkvæmt samningum okkar verða þeir sem vilja banna fyrirtækjum að nota tónlist sína að fara í gegnum okkur. Þá er viðkomandi skrifað bréf og tilkynnt með mánaðarfyrirvara að bannið taki gildi,“ segir Guðrún Björk.

Hún segir að samtökin hafi ekki fengið erindi frá Ljótu hálfvitunum eða Bubba hvað varðar bannið. Hún segir að eitt dæmi sé um það í seinni tíð að tónlistarmaður vildi banna fyrirtæki flutning á tónlist sinni. Það var Jóhann G. Jóhannsson heitinn sem vildi banna Bylgjunni að flytja lög sín. Það var vegna tónlistarstefnu stöðvarinnar.

„Það reyndist ekki mögulegt að banna einungis Bylgjunni að flytja lög hans. Bannið hefði þurft að ná til allra fjölmiðla 365 sem á Bylgjuna. Áður en til þess kom áðist sátt í málinu. Ég þekki engin önnur dæmi um slíkt,” segir Guðrún Björk.

Hún staðfestir að þetta gildi í báðar áttir. Þannig geti útvarpsstöðvar ákveðið að spila ekki lög með einstökum tónlistarmönnum á sömu forsendum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræðuhefðin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár