Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara

Ekki nóg að til­kynna snið­göngu út­varps­stöðva á Face­book. Eitt dæmi er um bann tón­list­ar­manns gagn­vart út­varps­stöð, þeg­ar Jó­hann G. Jó­hanns­son vildi banna Bylgj­una

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara
Bubbi bannar Bubbi Morthens verður að tilkynna Útvarpi Sögu um bann með mánaðarfyrirvara. Mynd: Helgi Halldórsson

Ljótu hálfvitarnir og Bubbi Morthens geta ekki tilkynnt einhliða á Facebook að tónlist þeirra sé bönnuð á Útvarpi Sögu. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFS, samtaka tónlistarmanna og textahöfunda, segir að tónlistarmönnum sé heimilt að grípa til slíks banns en það gerist aðeins samkvæmt ákveðnum reglum.

„Samkvæmt samningum okkar verða þeir sem vilja banna fyrirtækjum að nota tónlist sína að fara í gegnum okkur. Þá er viðkomandi skrifað bréf og tilkynnt með mánaðarfyrirvara að bannið taki gildi,“ segir Guðrún Björk.

Hún segir að samtökin hafi ekki fengið erindi frá Ljótu hálfvitunum eða Bubba hvað varðar bannið. Hún segir að eitt dæmi sé um það í seinni tíð að tónlistarmaður vildi banna fyrirtæki flutning á tónlist sinni. Það var Jóhann G. Jóhannsson heitinn sem vildi banna Bylgjunni að flytja lög sín. Það var vegna tónlistarstefnu stöðvarinnar.

„Það reyndist ekki mögulegt að banna einungis Bylgjunni að flytja lög hans. Bannið hefði þurft að ná til allra fjölmiðla 365 sem á Bylgjuna. Áður en til þess kom áðist sátt í málinu. Ég þekki engin önnur dæmi um slíkt,” segir Guðrún Björk.

Hún staðfestir að þetta gildi í báðar áttir. Þannig geti útvarpsstöðvar ákveðið að spila ekki lög með einstökum tónlistarmönnum á sömu forsendum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræðuhefðin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár