Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara

Ekki nóg að til­kynna snið­göngu út­varps­stöðva á Face­book. Eitt dæmi er um bann tón­list­ar­manns gagn­vart út­varps­stöð, þeg­ar Jó­hann G. Jó­hanns­son vildi banna Bylgj­una

Bubbi verður að banna með mánaðarfyrirvara
Bubbi bannar Bubbi Morthens verður að tilkynna Útvarpi Sögu um bann með mánaðarfyrirvara. Mynd: Helgi Halldórsson

Ljótu hálfvitarnir og Bubbi Morthens geta ekki tilkynnt einhliða á Facebook að tónlist þeirra sé bönnuð á Útvarpi Sögu. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFS, samtaka tónlistarmanna og textahöfunda, segir að tónlistarmönnum sé heimilt að grípa til slíks banns en það gerist aðeins samkvæmt ákveðnum reglum.

„Samkvæmt samningum okkar verða þeir sem vilja banna fyrirtækjum að nota tónlist sína að fara í gegnum okkur. Þá er viðkomandi skrifað bréf og tilkynnt með mánaðarfyrirvara að bannið taki gildi,“ segir Guðrún Björk.

Hún segir að samtökin hafi ekki fengið erindi frá Ljótu hálfvitunum eða Bubba hvað varðar bannið. Hún segir að eitt dæmi sé um það í seinni tíð að tónlistarmaður vildi banna fyrirtæki flutning á tónlist sinni. Það var Jóhann G. Jóhannsson heitinn sem vildi banna Bylgjunni að flytja lög sín. Það var vegna tónlistarstefnu stöðvarinnar.

„Það reyndist ekki mögulegt að banna einungis Bylgjunni að flytja lög hans. Bannið hefði þurft að ná til allra fjölmiðla 365 sem á Bylgjuna. Áður en til þess kom áðist sátt í málinu. Ég þekki engin önnur dæmi um slíkt,” segir Guðrún Björk.

Hún staðfestir að þetta gildi í báðar áttir. Þannig geti útvarpsstöðvar ákveðið að spila ekki lög með einstökum tónlistarmönnum á sömu forsendum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræðuhefðin

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár