„Ljótu hálfvitarnir bera nafn með rentu. Þetta er ekkert annað en skoðanakúgun,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, um það bann sem tónlistarmenn hafa sett við því að lög þeirra verði spiluð á Útvarpi Sögu.
Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir steig fyrst það skref að banna Útvarpi Sögu að spila lög sína vegna meints áróðurs gegn múslímum. Í tilkynningu sögðu þeir að bannið gilti svo lengi sem Útvarp Saga héldi áfram að „ala á fordómum og mannhatri“. Þetta gerðist í framhaldi þess að birt var könnun á vef Útvarps Sögu þar sem spurt var hvort fólk treysti múslímum.
Athugasemdir