Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kallar eftir aukinni virðingu fyrir ungu fólki í þjóðmálaumræðunni

Ráð­herra­son­ur­inn Ró­bert Smári Gunn­ars­son hef­ur brenn­andi áhuga á stjórn­mál­um og hvet­ur ungt fólk til að vera óhrætt við að koma sínu á fram­færi og láta gott af sér leiða. „Get­um við ekki breytt þessu þannig að ungt fólk verði tek­ið sem sjálf­sögð­um hlut í um­ræð­unni líkt og þeir sem eldri eru?“ spyr hann.

Kallar eftir aukinni virðingu fyrir ungu fólki í þjóðmálaumræðunni

Róbert Smári Gunnarsson, 16 ára nemi og sonur Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kallar eftir því að ungu fólki sem lætur að sér kveða í þjóðmálaumræðunni á Íslandi sé sýnd meiri virðing. Þetta kemur fram í einlægum pistli eftir Róbert sem birtist á vef Framsóknarflokksins í dag.

„Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni einsog litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi,“ skrifar Róbert sem segist hafa gífurlegan áhuga á þjóðfélagsmálum og gjarnan vilja taka þátt í stjórnmálum af einhverju tagi í framtíðinni.

„„En hvenær ætti ég að þora því?“ er spurning sem veltur án efa á mörgu ungu fólki, og ég velti fyrir mér áður en ég sendi þessa grein. Hvað þarf maður að hafa til að geta farið út í pólitík, eða bara til að vera tekin sjálfsagður í umræðu um pólitík? Þarf ég að vera háskólagenginn, búinn að vera á vinnumarkaði í áratugi, kominn með maka og börn?“ spyr Róbert.

Þá rifjar hann upp að þegar Gauti Geirsson, 22 ára háskólanemi, var ráðinn sem aðstoðarmaður Gunnars Braga, föður Róberts, hafi ráðningin verið gagnrýnd harðlega á Facebook. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar hin unga Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing. „Þau voru tætt í sig meðal eldra fólks og sögð vera börn. Ég lít á þetta unga fólk sem ákveðna hvatningu, hvatningu til ungs fólks að láta í sér heyra, koma sínu á framfæri og láta gott af sér leiða,“ skrifar Róbert.

„Þegar einhver nær svona langt og fær gott tækifæri hjá stjórnvöldum er það virðingavert og mikið fagnaðarefni, og sýnir traust stjórnvalda til ungs fólks-, og vilja til að gefa ungu fólki tækifæri, en samt ná neikvæðu raddirnar of oft að verða háværastar. Getum við ekki breytt þessu þannig að ungt fólk verði tekið sem sjálfsögðum hlut í umræðunni líkt og þeir sem eldri eru? Það eiga allir sama rétt til að tjá sig, óháð aldri, búsetu, uppruna, efnahag og öðru.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár