Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kallar eftir aukinni virðingu fyrir ungu fólki í þjóðmálaumræðunni

Ráð­herra­son­ur­inn Ró­bert Smári Gunn­ars­son hef­ur brenn­andi áhuga á stjórn­mál­um og hvet­ur ungt fólk til að vera óhrætt við að koma sínu á fram­færi og láta gott af sér leiða. „Get­um við ekki breytt þessu þannig að ungt fólk verði tek­ið sem sjálf­sögð­um hlut í um­ræð­unni líkt og þeir sem eldri eru?“ spyr hann.

Kallar eftir aukinni virðingu fyrir ungu fólki í þjóðmálaumræðunni

Róbert Smári Gunnarsson, 16 ára nemi og sonur Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kallar eftir því að ungu fólki sem lætur að sér kveða í þjóðmálaumræðunni á Íslandi sé sýnd meiri virðing. Þetta kemur fram í einlægum pistli eftir Róbert sem birtist á vef Framsóknarflokksins í dag.

„Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni einsog litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi,“ skrifar Róbert sem segist hafa gífurlegan áhuga á þjóðfélagsmálum og gjarnan vilja taka þátt í stjórnmálum af einhverju tagi í framtíðinni.

„„En hvenær ætti ég að þora því?“ er spurning sem veltur án efa á mörgu ungu fólki, og ég velti fyrir mér áður en ég sendi þessa grein. Hvað þarf maður að hafa til að geta farið út í pólitík, eða bara til að vera tekin sjálfsagður í umræðu um pólitík? Þarf ég að vera háskólagenginn, búinn að vera á vinnumarkaði í áratugi, kominn með maka og börn?“ spyr Róbert.

Þá rifjar hann upp að þegar Gauti Geirsson, 22 ára háskólanemi, var ráðinn sem aðstoðarmaður Gunnars Braga, föður Róberts, hafi ráðningin verið gagnrýnd harðlega á Facebook. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar hin unga Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing. „Þau voru tætt í sig meðal eldra fólks og sögð vera börn. Ég lít á þetta unga fólk sem ákveðna hvatningu, hvatningu til ungs fólks að láta í sér heyra, koma sínu á framfæri og láta gott af sér leiða,“ skrifar Róbert.

„Þegar einhver nær svona langt og fær gott tækifæri hjá stjórnvöldum er það virðingavert og mikið fagnaðarefni, og sýnir traust stjórnvalda til ungs fólks-, og vilja til að gefa ungu fólki tækifæri, en samt ná neikvæðu raddirnar of oft að verða háværastar. Getum við ekki breytt þessu þannig að ungt fólk verði tekið sem sjálfsögðum hlut í umræðunni líkt og þeir sem eldri eru? Það eiga allir sama rétt til að tjá sig, óháð aldri, búsetu, uppruna, efnahag og öðru.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár