Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Brynjar: Reykjavík verður ekki ráðstefnuborg án nektarklúbba

„Hvaða for­dóm­ar eru þetta gegn nekt­ar­klúbb­um?“ spyr Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­list­nefnd­ar Al­þing­is.

Brynjar: Reykjavík verður ekki ráðstefnuborg án nektarklúbba

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sé með fordóma gagnvart nektardansstöðum. Það þýði lítið að gera Reykjavík að ráðstefnuborg ef ekki fái að þrífast spilavíti og nektarklúbbar í borginni.

Tilefni þessara orða er gagnrýni Bjartar á málflutning Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Fjallabyggð um leyfisveitingar og fiskeldi í sjó. „Ég myndi til að mynda ekki leyfa nektarklúbba hvort sem væri í 101 Reykjavík, Kópavogi eða í uppsveitum Árnessýslu hvar ég ólst upp. Hitt ætti að vera kappsmál fyrir alla, sama hvar þeir búa á landinu. Að vernda lífríki og einstaka náttúru landsins,“ skrifaði Björt á Facebook.

„Hvaða fordómar eru þetta gegn nektarklúbbum, Björt?“ svarar Brynjar. „Í öllum betri bæjum eru nektarklúbbar, Björt. Þýðir ekkert að reyna að gera Reykjavík að ráðstefnuborg ef engir eru nektarklúbbar og spilavíti.“ 

Áður hefur Brynjar gagnrýnt harðlega bann við nektardansi. Þá vakti athygli þegar Brynjar, skömmu eftir að hafa sest á þing, gagnrýndi lögreglu fyrir að hafa handtekið vændiskaupendur og aðstandendur kampavínsklúbbsins Strawberries. „Meðan lögreglan er bundin við að hlera þessa kynlífsiðkendur og handtaka í stórum stíl situr hún aðgerðarlaus þegar stolið höfundarvarið efni er sett á netið og halað þar niður af fjölda manns,“ skrifaði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár