Nýleg könnun í Bretlandi bendir til þess að meirihluti kjósenda treysti ríkisstjórninni ekki til þess að meðhöndla mál BBC, breska ríkisútvarpsins. Flestir Bretar líta á stofnunina sem hlutlausustu og áreiðanlegustu fréttastofu landsins, og er andstaðan við hugsanlegar breytingar á starfsemi hennar mest meðal eldri kjósenda, yfir sextugu.
Í könnuninni kom fram að 62% Breta yfir sextugu finnst tilraunir ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif á starfsemi BBC mjög grunsamlegar, á meðan aðeins 27% treysta ráðherrum til þess að breyta í almannahag. Einnig var spurt út í auglýsingar á miðlinum, en hann er aðeins rekinn á framlögum ríkisins, og eru auglýsingar á honum alfarið bannaðar, og telja aðeins 8% breta að gæði BBC færu vaxandi ef auglýsingar yrðu leyfðar.
Athugasemdir