Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Brestir í kínversku bólunni

Kína er kapí­talískt til­rauna­búr. Um 40% af and­virði hluta­bréfa hafa guf­að upp. Líf­eyr­is­sjóð­um leyft að braska með hluta­bréf.

Brestir í kínversku bólunni
Sjanghæ Íbúar í Sjanghæ, stærstu borg Kína, eru 24 milljónir. Þeir voru 16 milljónir árið 2000. Mynd: David Wong

Menn standa nánast á öndinni, já, Peking-öndinni, yfir því verðfalli sem orðið hefur á mörkuðum víða um heim í kjölfar „hrunsins“ á Sjanghæ-hlutabréfamarkaðnum undanfarna daga. 24.ágúst 2015 er nú kallaður „svarti mánudagurinn“. Óttaslegnir greinendur og allskyns sérfræðingar reyna að grafast fyrir um orsakir þess sem er að gerast og einn þeirra sagði á CNBC að um gríðarlega „leiðréttingu“ væri að ræða og nú væri mikil sálfræði í gangi. Þetta er gjarnan sagt þegar svona hlutir gerast. Af hverju ræða menn þá ekki við sálfræðinga? Sagt er að fjárfestar þjáist af „áhættufælni“ sem á mannamáli þýðir að þá skorti fífldirfsku. Þetta hrun í Sjanghæ er talið geta haft víðtæk áhrif og haldi minnkandi umsvif í Kína áfram er það mat sérfræðinga að það geti haft alvarleg áhrif, jafnt fyrir hrávöruseljendur í Afríku og eða véla og tækjafram­leiðendur í Evrópu.

Leiðréttingin

Orðið leiðrétting (sem landinn ætti að kannast vel við) felur í sér að það sé verið að rétta eitthvað af sem er vitlaust eða rangt, einhverjar skekkjur. Dagblöð birta til dæmis leiðréttingar hafi þau farið með eitthvað vitlaust. Samkvæmt því sem þessi sérfræðingur sagði, þá hlýtur íslenska hrunið að hafa verið ein stærsta „leiðrétting“ Íslandssögunnar. Loftbólur og blöðrur eru blásnar upp, hjarðhegðun ríkir og síðan springur allt framan í menn. Það er leiðréttingin, eða eins og segir á ensku „what goes up, must come down“.

Tveggja tölu hagvöxtur liðin tíð

Nokkuð borðleggjandi er að tími tveggja talna hagvaxtar í Kína er liðinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu