Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Brestir í kínversku bólunni

Kína er kapí­talískt til­rauna­búr. Um 40% af and­virði hluta­bréfa hafa guf­að upp. Líf­eyr­is­sjóð­um leyft að braska með hluta­bréf.

Brestir í kínversku bólunni
Sjanghæ Íbúar í Sjanghæ, stærstu borg Kína, eru 24 milljónir. Þeir voru 16 milljónir árið 2000. Mynd: David Wong

Menn standa nánast á öndinni, já, Peking-öndinni, yfir því verðfalli sem orðið hefur á mörkuðum víða um heim í kjölfar „hrunsins“ á Sjanghæ-hlutabréfamarkaðnum undanfarna daga. 24.ágúst 2015 er nú kallaður „svarti mánudagurinn“. Óttaslegnir greinendur og allskyns sérfræðingar reyna að grafast fyrir um orsakir þess sem er að gerast og einn þeirra sagði á CNBC að um gríðarlega „leiðréttingu“ væri að ræða og nú væri mikil sálfræði í gangi. Þetta er gjarnan sagt þegar svona hlutir gerast. Af hverju ræða menn þá ekki við sálfræðinga? Sagt er að fjárfestar þjáist af „áhættufælni“ sem á mannamáli þýðir að þá skorti fífldirfsku. Þetta hrun í Sjanghæ er talið geta haft víðtæk áhrif og haldi minnkandi umsvif í Kína áfram er það mat sérfræðinga að það geti haft alvarleg áhrif, jafnt fyrir hrávöruseljendur í Afríku og eða véla og tækjafram­leiðendur í Evrópu.

Leiðréttingin

Orðið leiðrétting (sem landinn ætti að kannast vel við) felur í sér að það sé verið að rétta eitthvað af sem er vitlaust eða rangt, einhverjar skekkjur. Dagblöð birta til dæmis leiðréttingar hafi þau farið með eitthvað vitlaust. Samkvæmt því sem þessi sérfræðingur sagði, þá hlýtur íslenska hrunið að hafa verið ein stærsta „leiðrétting“ Íslandssögunnar. Loftbólur og blöðrur eru blásnar upp, hjarðhegðun ríkir og síðan springur allt framan í menn. Það er leiðréttingin, eða eins og segir á ensku „what goes up, must come down“.

Tveggja tölu hagvöxtur liðin tíð

Nokkuð borðleggjandi er að tími tveggja talna hagvaxtar í Kína er liðinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár