Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi köku­skreyt­ingaráhuga sinn og vildi brjóta nið­ur stað­al­mynd­ir kynj­anna sem full­trúi Ís­lands í jafn­rétt­isátak­inu He for She í New York. Að­eins þriðj­ung­ur þing­manna í flokki Bjarna eru kon­ur og væri meiri­hluti þing­manna kon­ur ef ekki væri fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur
Bjarni Benediktsson Sagðist ekki baka kökuna heldur skreyta hana. Mynd: Forsætisráðuneytið

„Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi með stjórnendum UN Women í New York í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Bjarni er þar sem fulltrúi Íslands vegna þess að Ísland er eitt af tíu ríkjum þar sem hæst hlutfall karlmanna skrifaði nafn sitt undir yfirlýsingu vegna jafnréttisátaksins HeForShe. Hann er titlaður einn af málsvörum HeForShe, einn tíu þjóðarleiðtoga.

Bjarni greindi frá því á fundinum í gær að hann væri með bleikar hendur vegna matarlitar sem hann hafði notað við að skreyta köku með merki He for She. „Þetta er ekki vegna þess að ég hafi fjarlægt naglalakk af höndunum á mér, þetta er vegna einhvers sem mér finnst gaman að gera, og ég gerði í gærkvöldi, sem var að baka köku. Þetta var úr matarlitnum fyrir sykurmassann.“ 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Bjarni hefði afhent Elizabeth Phumzile, framkvæmdastýru UN Women, kökuna sem hann skreytti, á fundinum.  

„Auk þess að ræða mikilvægi þess að brjóta niður staðalímyndir og að virkja karla í jafnréttisbaráttunni, lagði forsætisráðherra áherslu á launajafnrétti kynjanna og mikilvægi jafnlaunastaðalsins í þeim aðgerðum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Jafnréttismál í ólestri í flokki Bjarna

Bjarni hefur verið gagnrýndur á Íslandi fyrir að hafa ekki tekið afstöðu með jöfnu kynjahlutfalli á Alþingi. Kynjahlutföll þingmanna stjórnmálaframboða á Alþingi eru nokkuð jöfn, en í Sjálfstæðisflokknum eru konur aðeins þriðjungur þingmanna. Þar sem konur eru 47,6 prósent þingmanna er ljóst að munurinn liggur í Sjálfstæðisflokknum.

Allir flokkar fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn höfðu reglur eða viðmið um kynjahlutföll á listunum sínum. Í kjölfar prófkjara Sjálfstæðisflokksins sögðu þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna, þáverandi og fyrrverandi, sig úr flokknum. Í yfirlýsingu frá Helgu Dögg Björgvinsdóttur, Jarþrúði Ásmundsdóttur og Þórey Vilhjálmsdóttur kom fram að þær hefðu gefist upp á að breyta íhaldssömum viðhorfum í flokknum. „Nú teljum við full­reynt að hreyfa við þeim íhalds­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­rétt­is­mál í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­rétt­is kynj­anna á síð­ustu árum. Víð­tæk and­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­töku.“

Einn af þeim sem hafa gagnrýnt að Bjarni sé í forsvari fyrir Ísland í samhengi jafnréttisátaksins er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Ok. Bjarni mun þá kannski segja frá því að ef ekki væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá væru konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta skipti. Að Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, hafi ekki gripið til neinna aðgerða til að leiðrétta stöðu kvenna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár