Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi köku­skreyt­ingaráhuga sinn og vildi brjóta nið­ur stað­al­mynd­ir kynj­anna sem full­trúi Ís­lands í jafn­rétt­isátak­inu He for She í New York. Að­eins þriðj­ung­ur þing­manna í flokki Bjarna eru kon­ur og væri meiri­hluti þing­manna kon­ur ef ekki væri fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur
Bjarni Benediktsson Sagðist ekki baka kökuna heldur skreyta hana. Mynd: Forsætisráðuneytið

„Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi með stjórnendum UN Women í New York í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Bjarni er þar sem fulltrúi Íslands vegna þess að Ísland er eitt af tíu ríkjum þar sem hæst hlutfall karlmanna skrifaði nafn sitt undir yfirlýsingu vegna jafnréttisátaksins HeForShe. Hann er titlaður einn af málsvörum HeForShe, einn tíu þjóðarleiðtoga.

Bjarni greindi frá því á fundinum í gær að hann væri með bleikar hendur vegna matarlitar sem hann hafði notað við að skreyta köku með merki He for She. „Þetta er ekki vegna þess að ég hafi fjarlægt naglalakk af höndunum á mér, þetta er vegna einhvers sem mér finnst gaman að gera, og ég gerði í gærkvöldi, sem var að baka köku. Þetta var úr matarlitnum fyrir sykurmassann.“ 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Bjarni hefði afhent Elizabeth Phumzile, framkvæmdastýru UN Women, kökuna sem hann skreytti, á fundinum.  

„Auk þess að ræða mikilvægi þess að brjóta niður staðalímyndir og að virkja karla í jafnréttisbaráttunni, lagði forsætisráðherra áherslu á launajafnrétti kynjanna og mikilvægi jafnlaunastaðalsins í þeim aðgerðum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Jafnréttismál í ólestri í flokki Bjarna

Bjarni hefur verið gagnrýndur á Íslandi fyrir að hafa ekki tekið afstöðu með jöfnu kynjahlutfalli á Alþingi. Kynjahlutföll þingmanna stjórnmálaframboða á Alþingi eru nokkuð jöfn, en í Sjálfstæðisflokknum eru konur aðeins þriðjungur þingmanna. Þar sem konur eru 47,6 prósent þingmanna er ljóst að munurinn liggur í Sjálfstæðisflokknum.

Allir flokkar fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn höfðu reglur eða viðmið um kynjahlutföll á listunum sínum. Í kjölfar prófkjara Sjálfstæðisflokksins sögðu þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna, þáverandi og fyrrverandi, sig úr flokknum. Í yfirlýsingu frá Helgu Dögg Björgvinsdóttur, Jarþrúði Ásmundsdóttur og Þórey Vilhjálmsdóttur kom fram að þær hefðu gefist upp á að breyta íhaldssömum viðhorfum í flokknum. „Nú teljum við full­reynt að hreyfa við þeim íhalds­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­rétt­is­mál í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­rétt­is kynj­anna á síð­ustu árum. Víð­tæk and­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­töku.“

Einn af þeim sem hafa gagnrýnt að Bjarni sé í forsvari fyrir Ísland í samhengi jafnréttisátaksins er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Ok. Bjarni mun þá kannski segja frá því að ef ekki væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá væru konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta skipti. Að Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, hafi ekki gripið til neinna aðgerða til að leiðrétta stöðu kvenna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu