Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi köku­skreyt­ingaráhuga sinn og vildi brjóta nið­ur stað­al­mynd­ir kynj­anna sem full­trúi Ís­lands í jafn­rétt­isátak­inu He for She í New York. Að­eins þriðj­ung­ur þing­manna í flokki Bjarna eru kon­ur og væri meiri­hluti þing­manna kon­ur ef ekki væri fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Bjarni braut niður staðalmyndir með kökuskreytingum - Aðeins þriðjungur þingmanna flokks hans konur
Bjarni Benediktsson Sagðist ekki baka kökuna heldur skreyta hana. Mynd: Forsætisráðuneytið

„Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi með stjórnendum UN Women í New York í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Bjarni er þar sem fulltrúi Íslands vegna þess að Ísland er eitt af tíu ríkjum þar sem hæst hlutfall karlmanna skrifaði nafn sitt undir yfirlýsingu vegna jafnréttisátaksins HeForShe. Hann er titlaður einn af málsvörum HeForShe, einn tíu þjóðarleiðtoga.

Bjarni greindi frá því á fundinum í gær að hann væri með bleikar hendur vegna matarlitar sem hann hafði notað við að skreyta köku með merki He for She. „Þetta er ekki vegna þess að ég hafi fjarlægt naglalakk af höndunum á mér, þetta er vegna einhvers sem mér finnst gaman að gera, og ég gerði í gærkvöldi, sem var að baka köku. Þetta var úr matarlitnum fyrir sykurmassann.“ 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Bjarni hefði afhent Elizabeth Phumzile, framkvæmdastýru UN Women, kökuna sem hann skreytti, á fundinum.  

„Auk þess að ræða mikilvægi þess að brjóta niður staðalímyndir og að virkja karla í jafnréttisbaráttunni, lagði forsætisráðherra áherslu á launajafnrétti kynjanna og mikilvægi jafnlaunastaðalsins í þeim aðgerðum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Jafnréttismál í ólestri í flokki Bjarna

Bjarni hefur verið gagnrýndur á Íslandi fyrir að hafa ekki tekið afstöðu með jöfnu kynjahlutfalli á Alþingi. Kynjahlutföll þingmanna stjórnmálaframboða á Alþingi eru nokkuð jöfn, en í Sjálfstæðisflokknum eru konur aðeins þriðjungur þingmanna. Þar sem konur eru 47,6 prósent þingmanna er ljóst að munurinn liggur í Sjálfstæðisflokknum.

Allir flokkar fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn höfðu reglur eða viðmið um kynjahlutföll á listunum sínum. Í kjölfar prófkjara Sjálfstæðisflokksins sögðu þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna, þáverandi og fyrrverandi, sig úr flokknum. Í yfirlýsingu frá Helgu Dögg Björgvinsdóttur, Jarþrúði Ásmundsdóttur og Þórey Vilhjálmsdóttur kom fram að þær hefðu gefist upp á að breyta íhaldssömum viðhorfum í flokknum. „Nú teljum við full­reynt að hreyfa við þeim íhalds­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­rétt­is­mál í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­rétt­is kynj­anna á síð­ustu árum. Víð­tæk and­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­töku.“

Einn af þeim sem hafa gagnrýnt að Bjarni sé í forsvari fyrir Ísland í samhengi jafnréttisátaksins er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Ok. Bjarni mun þá kannski segja frá því að ef ekki væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá væru konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta skipti. Að Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, hafi ekki gripið til neinna aðgerða til að leiðrétta stöðu kvenna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár