Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni: Getur vel verið að Trump ætli að vinna gegn loftslagsbreytingum

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra kem­ur Don­ald Trump ít­rek­að til varn­ar, nú vegna ákvörð­un­ar for­set­ans um að segja Banda­rík­in úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Bjarni: Getur vel verið að Trump ætli að vinna gegn loftslagsbreytingum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að það geti vel verið að ríkisstjórn Donalds Trump sé með áform um að vinna gegn loftslagsbreytingunum þótt Bandaríkin ætli ekki að taka þátt í Parísarsamkomulaginu. Þetta kom fram í stuttu viðtali við forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. 

„Það er eitt að menn ætli ekki að taka þátt í Parísarsamkomulaginu, ekki að undirgangast þær skuldbindingar sem þar eru. Annað er hvað menn ætla að gera í loftslagsmálum almennt,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það getur vel verið að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé með áform, þó þeir séu ekki tilbúnir til að undirgangast Parísarsáttmálann, um að ná árangri.“ 

Í gær sendu forsætisráðherrar Norðurlandanna, þar á meðal Bjarni, Donald Trump Bandaríkjaforseta sameiginlegt bréf þar sem hann er hvattur til að standa við Parísarsamkomulagið í loftlagsmálum sem leiðtogar heims sameinuðust um í París í desember árið 2015. Í bréfinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga og er forsetinn hvattur til að vera leiðandi í þeirri vegferð.

Ummæli Bjarna í kvöldfréttum RÚV eru talsvert frábrugðin viðbrögðum annarra þjóðarleiðtoga, svo sem forseta Frakklands og kanslara Þýskalands, sem harmað hafa ákvörðun Trumps og farið stórum orðum um málið.  

Svandís Svavarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega í færslu á Facebook.

„Furðulegt að heyra í forsætisráðherra Íslands um að Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. "Jú, sjáiði til að það getur vel verið að Bandaríkin séu með áform um eigin aðgerðir í loftslagsmálum." Ha? Getur það vel verið? Þetta eru forkastanleg viðbrögð. Á meðan forystufólk um víða veröld undirstrikar alvarleika málsins og fordæmir ákvörðun Trumps einkennast viðbrögð Bjarna af léttúð. Skammarlegt,“ skrifar hún. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsætisráðherra kemur Donald Trump til varnar eða talar á jákvæðum nótum um forsetann.

Í janúar sagði Bjarni Benediktsson í viðtali við RÚV að hann teldi að embættistaka Trumps gæti haft „ágæt áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna“.

Í viðtali í Silfri Egils í byrjun febrúar sagðist hann svo telja að umræðun um Donald Trump væri ekki að öllu leyti sanngjörn og of snemmt væri að fella stóra dóma um stefnu hans. „Mér finnst ekkert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjónarsviðið af og til einstaklingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mótinu og allir fyrirrennarar,“ sagði forsætisráðherra.

Skömmu seinna tjáði Bjarni sig um Donald Trump á fundi samtakanna Varðbergs í Norræna húsinu og áréttaði þá skoðun sína að ekki væri tímabært að fella stóra dóma yfir forsetatíð eða forsetastefnu hins nýja forseta. Um lýðræðislega niðurstöðu væri að ræða og Trump hefði tekist að höfða til hins vinnandi manns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár