Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni firrir sig ábyrgð á ákvörðun sinni

Bjarni Bene­dikts­son gegndi starfi dóms­mála­ráð­herra þeg­ar Robert Dow­ney fékk upp­reist æru og ber ábyrgð sam­kvæmt stjórn­ar­skrá.

Bjarni firrir sig ábyrgð á ákvörðun sinni
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Segist enga aðkomu hafa átt að máli Roberts Downey. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra neitar því að hafa átt aðkomu að því þegar dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hann lagði engu að síður sjálfur fram tillöguna sem starfandi innanríkisráðherra og ber ábyrgð á málinu samkvæmt 14. grein stjórnarskárinnar, þar sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“.

„Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni í viðtali við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að málinu. Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, fékk uppreist æru í september síðastliðnum.

Bjarni gegndi stöðu dómsmálaráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi og þegar Robert Downey fékk uppreist æru. Málaflokkurinn heyrir undir dómsmálaráðuneytið og fer ráðherrann með ákvörðunarvald yfir umsóknum um uppreist æru. Þá bera ráðherrar, en ekki starfsmenn ráðuneytisins, ábyrgð samkvæmt 14. grein stjórnarskárinnar á öllum stjórnarframkvæmdum ráðuneytisins.

Þannig var aðkoma Bjarna, sem starfandi dómsmálaráðherra, lykilþáttur í veitingu uppreistar æru til Roberts. Bjarni kvittaði upp á veitingu uppreistar æru og ber lagalega ábyrgð á stjórnarathöfninni.

Forseti Íslands vísaði til innanríkisráðuneytisins í rökstuðningi fyrir því að hann veitti uppreist æru. Þá hafði hann verið gagnrýndur af þolanda í málinu, Nínu Rún Bergsdóttir, sem sagði forseta Íslands hafa brugðist sér og vilja rök forsetans fyrir því að veita manninum uppreist æru. „Ákvörðunin er tekin í ráðuneytinu. Þetta er allt formlegs eðlis - arfur frá liðinni tíð,“ sagði Guðni, sem taldi sig ekki geta hafnaði því að veita uppreist æru, þar sem ráðherrar framkvæmi vald forseta samkvæmt stjórnarskrá.

Því liggur fyrir að aðrir innan ráðuneytisins en ráðherra sjálfur tóku ákvörðunina, samkvæmt orðum Bjarna, en samkvæmt stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgðina. 

Robert Downey,dæmdur kynferðisafbrotamaður, hlaut lögmannsréttindi á ný í síðustu viku.

Fyrir helgi varð ljóst að Róbert Árni, dæmdur kynferðisbrotamaður, myndi endurheimta lögmannsréttindi sín í krafti „óflekkaðs mannorðs“, eftir að Hæstiréttur féllst á þá kröfu hans. Forsenda þess var að honum var veitt uppreist æra.

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2007 nýtti Róbert sér yfirburði sína til að tæla fjórar ungar stúlkur til sín. Þrjár þeirra voru fimmtán ára og ein fjórtán ára. Hann beitti peningagreiðslum og blekkingum, þóttist meðal annars vera 17 ára piltur að nafni Rikki.

Í dómi héraðsdóms, sem má lesa hér, koma fram einbeittar aðferðir mannsins til að tæla ungar stúlkur. Þá kemur fram að hann hafði skrifað 335 kvenmansnöfn hjá sér, að því er virðist í þeim tilgangi að reyna að tæla stúlkurnar. „Þá hefur verið rituð lögregluskýrsla vegna skoðunar á minnisbók sem var haldlögð á heimili ákærða undir númerinu G-06. Fram kemur að á bakhlið forsíðublaðs sé m.a. ritað ,,bestur2000@hotmail.com”. Í bókinni séu 44 blöð. Á 32 fyrstu síðunum séu rituð 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmer og netpóstföng. Athygli veki að við umrædd kvennöfn sé víða að sjá skráðar tölur sem ætla megi að vísi á aldur stúlknanna.“

Róbert Árni kallar sig Robert Downey í dag. Hann hefur búið erlendis undanfarin ár. Þaðan hefur hann varað sérstaklega við straumi innflytjenda og hælisleitenda til Íslands. „Halda stjórnmálamenn og fylgjendur þessarar hælisleitendastefnu að þessari flóðbylgju linni, þegar búið er að koma þessum hópi hælisleitenda fyrir í löndum Evrópu?“ spurði hann á Facebook, eftir að hópur Íslendinga tók sig saman og bauðst til að hýsa hælisleitendur frá Sýrlandi. „Þvert á móti verður það hvatning til annarra íbúa í þessum löndum hælisleitanda að komst inn í velferðarkerfi vesturlanda á kostnað skattborgaranna. Flóðbylgjurnar koma til með að verða stærri, tíðari og skaðvænlegri þegar fram í sækir, þar til tekið verður á þessum málum af fullri alvöru og á raunhæfan hátt og fólkinu gert kleift að lifa á sínum heimaslóðum á mannsæmandi hátt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár