Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Birna Brjánsdóttir fundin látin

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur fund­ið látna mann­eskju við Sel­vogs­vita sem tal­in er vera Birna Brjáns­dótt­ir.

Birna Brjánsdóttir fundin látin

„Við get­um ekki leng­ur von­ast til þess að finna Birnu á lífi. Sá tíma­punkt­ur er kom­inn og það er vendipunkt­ur í þessu máli öllu sam­an,“ sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi lögreglunnar rétt í þessu.

Látin manneskja fannst við leit þyrlu Landhelgisgæslunnar við Selvogsvita í dag. Lögreglan telur að um sé að ræða Birnu Brjánsdóttur. Ekki er ljóst hvort henni hafi verið komið fyrir í fjörunni, eða hvort hana hefur rekið þangað.

„Við teljum að það séu yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Enn liggur ekki fyrir hvernig það bar að. 

Þetta kom fram í máli lögreglunnar á blaðamannafundi rétt í þessu. 

SelvogsvitiVestur af Þorlákshöfn.

Þeir sem lögreglan grunar neita sök

Birna hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardagsins 14. janúar. Talið er að Birna hafi farið upp í rauða Kia Rio bílaleigubifreið sem ekið var af skipverja af Polar Nanoq á eða við Laugaveginn.

Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir eru sjómenn af skipinu Polar Nanoq frá Grænlandi, sem landaði í Hafnarfjarðarhöfn. Tæknideild lögreglunnar fann blóð í bílaleigubifreið sem skipverji hafði tekið á leigu. Skipverjarnir neita sök. Annar þeirra er með sakarferil á Grænlandi. Hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Auk þess hefur hann fengið á sig nauðgunarkæru, en ekki var farið lengra með það mál. Lögreglan gat ekki svarað því hvort grunur léki á um kynferðisbrot í málinu. Engar upplýsingar liggja fyrir í málinu sem benda til þess að mennirnir hafi átt í samskiptum við Birnu áður. 

Lögreglan leitar nú að vopni, en ekki er vitað hvort eða hvernig vopni hafi verið beitt. Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vita ekki af líkfundinum, en þeir vita að blóð hafi fundist í bílaleigubílnum sem þeir óku um á, sama bíl og sást á eftirlitsmyndavélum lögreglu í miðbænum. Þeir hafa fram til þessa neitað sök. 

Enn er leitað að ökumanni hvítrar bifreiðar sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.

 

BlaðamannafundurLögreglan tilkynnti um málið á blaðamannafundi sem hófst klukkan 17 í dag.

Fréttatilkynning frá lögreglunni

Um klukkan eitt í dag fann áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lík í fjörunni rétt vestur af Selvogsvita, sem er um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglu strax gert viðvart. Hún kom á staðinn skömmu síðar. Talið er að líkið sé af Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag fyrir rúmri viku.

 TF-LIF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.40. Áformað var að fljúga meðfram strandlengjunni frá Hafnarfirði, vestur fyrir Garðskaga og Reykjanes og allt austur að Þjórsárósum. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16.10. 

Landhelgisgæslan vottar ástvinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna daga tekið þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. TF-LIF flutti sérsveitarmenn um borð í danska herskipið Tríton og grænlenska togarann Polar Nanoq í nýliðinni viku. Þá leituðu kafarar Landhelgisgæslunnar í Hafnarfjarðarhöfn að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf Birnu. Bátarnir Baldur og Óðinn voru notaðir við leitina.  

Frá SelvogsvitaBirna fannst í fjörunni.

Birna kvödd

Birna Brjánsdóttir var fædd 1996. Hún starfaði í Hagkaupi í Kringlunni. Vikuna áður en hún hvarf hafði hún farið í kvikmyndahús með föður sínum. Hann kvaddi hana með orðunum „bless elskan mín“ morguninn áður en hún hvarf. Hún var félagslynd, átti fáa nána vini og marga kunningja. Þegar hún skilaði sér ekki heim til föður síns eftir að hafa farið út að skemmta sér laugardaginn 14. janúar var strax farið að leita hennar. Hún hafði ekki verið í neinni óreglu og það var ekki henni líkt að láta ekki vita af sér. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár