Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Útlendingastofnun vill senda ólétta konu og börn til Nígeríu: Biður um að fá að fæða barnið hér

Reg­ina Osamrumaese og syn­ir henn­ar, Fel­ix litli og Daniel, hafa feng­ið synj­un á Ís­landi og verða að öllu óbreyttu send nauð­ug vilj­ug til Níg­er­íu. Lög­mað­ur Reg­inu fer fram á að hún fái frest með­an hún geng­ur með sitt þriðja barn.

Útlendingastofnun vill senda ólétta konu og börn til Nígeríu: Biður um að fá að fæða barnið hér

Ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála um að Reginu Osamrumaese og tveimur sonum hennar sé synjað um hæli á Íslandi verður skotið til dómstóla. Þetta staðfestir Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Reginu, í samtali við Stundina, en hann bauð fram aðstoð sína eftir að Kvennablaðið fjallaði um mál hennar í síðustu viku. Regina er frá Nígeríu og á tvo syni, þá Daniel og Felix en sá yngri fæddist hér á landi. Hún er ólétt af sínu þriðja barni en Útlendingastofnun ætlar að senda hana til Nígeríu þar sem ríkt hafa átök milli stjórnarhersins í landinu og hryðjuverkasamtakanna Boko Haram um árabil. 

Regina og börn
Regina og börn Stundin fékk leyfi Jórunnar Eddu Helgadóttur fyrir því að birta myndir sem hún tók nýlega af Reginu og börnum hennar.

Þegar Stundin fjallaði um mál Reginu þann 20. mars síðastliðinn sagðist hún þreytt og buguð vegna stöðugrar óvissu um framtíð barna sinna. Regina hefur ekki farið til Nígeríu frá því hún flúði þaðan ásamt systur sinni aðeins sex ára gömul. Fyrstu árin bjuggu þær í Líbíu, en leiðir þeirra systra skildu árið 2008 þegar Regina hélt til Ítalíu en systir hennar aftur til Nígeríu. Á Ítalíu kynntist Regina barnsföður sínum og þar fæddist eldri sonur þeirra, Daniel. Hann er á fjórða ári, sækir leikskóla í Reykjanesbæ og talar íslensku. Yngri sonurinn, Felix, er tæplega tveggja ára og fæddist hér á landi. 

Daniel
Daniel

Fram kemur í umfjöllun Kvennablaðsins að Regina sé komin um 12 vikur á leið; báðir synir hennar hafi verið teknir með keisaraskurði og líklegt sé að þess gerist einnig þörf hjá hennar þriðja barni. „Stundum vildi ég að þetta væri bara ég, að ég ætti engin börn. Ég veit ekki hvernig ég á að hugsa um þau ef mér verður hent úr landi,“ sagði Regina þegar Stundin ræddi við hana í mars. Þá hafði kærunefnd útlendingamála kveðið upp sinn lokaúrskurð og staðfest synjun Útlendingastofnunar um dvalarleyfi.  

Felix og Daníel
Felix og Daníel

Gísli hefur sent Útlendingastofnun beiðni um að brottvísun Reginu og barna hennar verði frestað meðan höfðað verður mál fyrir dómstólum til ógildingar á ákvörðun stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt á meðan hún gengur með barnið. Fram kemur í úrskurði Útlendingastofnunar að málshöfðun fyrir dómstólum fresti ekki réttaráhrifum, en ég bið um frest á þessum grundvelli,“ segir Gísli í samtali við Stundina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár