Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­uðu að bjarga skuld­sett­um heim­il­um frá gjald­þroti með svo­köll­uð­um lykla­lög­um en hættu við að efna lof­orð­ið. Um leið fjölg­aði upp­kveðn­um gjald­þrota­úrskurð­um ein­stak­linga og fjöldi fólks á van­skila­skrá náði há­marki í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.

Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins efndi ekki loforð um svokallað lyklafrumvarp sem báðir flokkar gáfu kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga. Hugmyndin á bak við slíkt frumvarp er að hjálpa skuldurum að forðast gjaldþrot með því að gefa þeim kost á skila yfirskuldsettri fasteign gegn því að skuldir sem á henni hvíla séu felldar niður. Báðir núverandi stjórnarflokkar töluðu eindregið fyrir slíkri löggjöf í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Í stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013 var að finna eftirfarandi fyrirheit:

Sjálfstæðisflokkurinn gaf sams konar loforð í bæklingi sem dreift var í aðdraganda kosninganna:

Illugi Gunnarsson, þáverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem síðar varð menntamálaráðherra, skrifaði um mikilvægi lyklalaga í Morgunblaðið árið 2012:

„Eitt af því sem ég tel að við getum gert er að leiða í lög hugmyndir okkar Sjálfstæðismanna um svokallað lyklafrumvarp. Með því fengi skuldari þann rétt að geta skilað húsnæði sínu og fengið þar með allar þær skuldir sem á henni hvíla felldar niður. Fyrir þá sem eiga ekkert í húsnæði sínu og geta ekki staðið í skilum myndu slík lög breyta samningsstöðunni við fjármálastofnanir.“

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi þingframbjóðandi, lagði einnig áherslu á að sett yrðu lyklalög í grein sem birtist eftir hann í Morgunblaðinu tveimur vikum fyrir kosningar. „Samningsstaða þeirra sem berjast við óyfirstíganlegar skuldir gjörbreytist gagnvart lánastofnunum ef „lyklalög“ verða sett eins og Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt,“ skrifaði Óli Björn og rakti fleiri stefnumál Sjálfstæðisflokksins. „Kjósendur þurfa ekki að spyrja sig hvenær hægt verður að hrinda hugmyndum Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. Svarið er; strax á fyrstu vikum nýrrar ríkisstjórnar, fái sjálfstæðismenn til þess þingstyrk. Fyrir fjölskyldurnar eru tillögurnar ekki líkt og fuglar í skógi – þær geta verið í hendi í lok kjördags.“

„Svarið er; strax á fyrstu vikum
nýrrar ríkisstjórnar“

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafði verið mynduð og stjórnarsáttmáli lá fyrir fullyrti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í stefnuræðu sinni þann 2. október 2013 að frumvarpið yrði lagt fram strax á sumarþinginu. Horfið var frá þeim áformum. 

Réttarfarsnefnd gerði athugasemdir

Þann 27. febrúar 2015 greindi Ólöf Nordal innanríkisráðherra frá því á Alþingi að ekkert lyklafrumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tjáði sig um málið á þinginu 2. mars og sagði: „Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu kjósendum sínum lyklafrumvarpi. Hvernig gátu tveir stjórnmálaflokkar, sem höfðu eitt og sama kosningaloforðið í þessu efni, myndað ríkisstjórn til fjögurra ára án þess að það yrði sameiginleg niðurstaða þeirra að efna loforðið um lyklafrumvarp?“

Sigmundur Davíð svaraði á þá leið að réttarfarsnefnd hefði gert athugasemdir við tillögur að lyklalöggjöf sem lagt var upp með og talið að þær stæðust ekki stjórnarskrá. Fyrir vikið hefði þurft að leita annarra leiða til að hjálpa skuldurum sem ættu yfir höfði sér gjaldþrot. 

Lyklafrumvarpi Pírata fálega tekið

Píratar gripu til þess ráðs þann 2. mars 2016 að leggja sjálf fram lyklafrumvarp á Alþingi. Birgitta Jóns­dótt­ir, Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir varaþingkona lögðu til að lögum um samningsveð nr. 75/1997 yrði breytt með þeim hætti að við 19. gr. laganna bættist ný málsgrein, svohljóðandi:

Lánveitandi, sem í atvinnuskyni veitir einstaklingi lán til kaupa á fasteign sem ætluð er til búsetu og tekur veð í eigninni til tryggingar endurgreiðslu lánsins, getur ekki leitað fullnustu kröfu sinnar í öðrum verðmætum veðsala en veðinu. Krafa lánveitanda á hendur lántaka skal falla niður þegar lánveitandi hefur gengið að veðinu, enda þótt andvirði þess við nauðungarsölu dugi ekki til greiðslu upphaflegu kröfunnar. Óheimilt er að semja á annan veg en greinir í ákvæði þessu.

Frumvarpið var tekið til umræðu á Alþingi 9. mars. Einungis Birgitta hélt ræðu en engir stjórnarliðar tjáði sig. Málið dagaði svo uppi í allsherjar- og menntamálanefnd. 

Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá náði hámarki

Fjöld­i einstaklinga á vanskilaskrá náði hámarki í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að ljúka, en í nóvember árið 2013 voru 28.140 manns á skránni samkvæmt upplýsingum frá Credit Info. Síðan hefur fækkað á skránni og var fjöldinn 24.417 í lok september á þessu ári.

Samkvæmt nýjustu ársskýrslu dómstólaráðs sem fáanleg er á vefnum (hún var gefin út í fyrra og tekur til ársins 2014) fjölgaði uppkveðnum gjaldþrotaúrskurðum einstaklinga úr 369 á árinu 2013 upp í 540 á árinu 2014.

Samkvæmt riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika sem kom út þann 12. október síðastliðinn, hefur hlutfall útlána einstaklinga í vanefndum eða frystingu hjá stóru viðskiptabönkunum og Íbúðalánasjóði lækkað undanfarna mánuði og í lok september var fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá 24.417. Þá voru einstaklingar með skráð gjaldþrot og árangurslaust fjárnám 6.365 talsins í lok september og hefur fækkað um 2% frá áramótum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár