Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­uðu að bjarga skuld­sett­um heim­il­um frá gjald­þroti með svo­köll­uð­um lykla­lög­um en hættu við að efna lof­orð­ið. Um leið fjölg­aði upp­kveðn­um gjald­þrota­úrskurð­um ein­stak­linga og fjöldi fólks á van­skila­skrá náði há­marki í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.

Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins efndi ekki loforð um svokallað lyklafrumvarp sem báðir flokkar gáfu kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga. Hugmyndin á bak við slíkt frumvarp er að hjálpa skuldurum að forðast gjaldþrot með því að gefa þeim kost á skila yfirskuldsettri fasteign gegn því að skuldir sem á henni hvíla séu felldar niður. Báðir núverandi stjórnarflokkar töluðu eindregið fyrir slíkri löggjöf í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Í stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013 var að finna eftirfarandi fyrirheit:

Sjálfstæðisflokkurinn gaf sams konar loforð í bæklingi sem dreift var í aðdraganda kosninganna:

Illugi Gunnarsson, þáverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem síðar varð menntamálaráðherra, skrifaði um mikilvægi lyklalaga í Morgunblaðið árið 2012:

„Eitt af því sem ég tel að við getum gert er að leiða í lög hugmyndir okkar Sjálfstæðismanna um svokallað lyklafrumvarp. Með því fengi skuldari þann rétt að geta skilað húsnæði sínu og fengið þar með allar þær skuldir sem á henni hvíla felldar niður. Fyrir þá sem eiga ekkert í húsnæði sínu og geta ekki staðið í skilum myndu slík lög breyta samningsstöðunni við fjármálastofnanir.“

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi þingframbjóðandi, lagði einnig áherslu á að sett yrðu lyklalög í grein sem birtist eftir hann í Morgunblaðinu tveimur vikum fyrir kosningar. „Samningsstaða þeirra sem berjast við óyfirstíganlegar skuldir gjörbreytist gagnvart lánastofnunum ef „lyklalög“ verða sett eins og Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt,“ skrifaði Óli Björn og rakti fleiri stefnumál Sjálfstæðisflokksins. „Kjósendur þurfa ekki að spyrja sig hvenær hægt verður að hrinda hugmyndum Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. Svarið er; strax á fyrstu vikum nýrrar ríkisstjórnar, fái sjálfstæðismenn til þess þingstyrk. Fyrir fjölskyldurnar eru tillögurnar ekki líkt og fuglar í skógi – þær geta verið í hendi í lok kjördags.“

„Svarið er; strax á fyrstu vikum
nýrrar ríkisstjórnar“

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafði verið mynduð og stjórnarsáttmáli lá fyrir fullyrti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í stefnuræðu sinni þann 2. október 2013 að frumvarpið yrði lagt fram strax á sumarþinginu. Horfið var frá þeim áformum. 

Réttarfarsnefnd gerði athugasemdir

Þann 27. febrúar 2015 greindi Ólöf Nordal innanríkisráðherra frá því á Alþingi að ekkert lyklafrumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tjáði sig um málið á þinginu 2. mars og sagði: „Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu kjósendum sínum lyklafrumvarpi. Hvernig gátu tveir stjórnmálaflokkar, sem höfðu eitt og sama kosningaloforðið í þessu efni, myndað ríkisstjórn til fjögurra ára án þess að það yrði sameiginleg niðurstaða þeirra að efna loforðið um lyklafrumvarp?“

Sigmundur Davíð svaraði á þá leið að réttarfarsnefnd hefði gert athugasemdir við tillögur að lyklalöggjöf sem lagt var upp með og talið að þær stæðust ekki stjórnarskrá. Fyrir vikið hefði þurft að leita annarra leiða til að hjálpa skuldurum sem ættu yfir höfði sér gjaldþrot. 

Lyklafrumvarpi Pírata fálega tekið

Píratar gripu til þess ráðs þann 2. mars 2016 að leggja sjálf fram lyklafrumvarp á Alþingi. Birgitta Jóns­dótt­ir, Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir varaþingkona lögðu til að lögum um samningsveð nr. 75/1997 yrði breytt með þeim hætti að við 19. gr. laganna bættist ný málsgrein, svohljóðandi:

Lánveitandi, sem í atvinnuskyni veitir einstaklingi lán til kaupa á fasteign sem ætluð er til búsetu og tekur veð í eigninni til tryggingar endurgreiðslu lánsins, getur ekki leitað fullnustu kröfu sinnar í öðrum verðmætum veðsala en veðinu. Krafa lánveitanda á hendur lántaka skal falla niður þegar lánveitandi hefur gengið að veðinu, enda þótt andvirði þess við nauðungarsölu dugi ekki til greiðslu upphaflegu kröfunnar. Óheimilt er að semja á annan veg en greinir í ákvæði þessu.

Frumvarpið var tekið til umræðu á Alþingi 9. mars. Einungis Birgitta hélt ræðu en engir stjórnarliðar tjáði sig. Málið dagaði svo uppi í allsherjar- og menntamálanefnd. 

Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá náði hámarki

Fjöld­i einstaklinga á vanskilaskrá náði hámarki í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að ljúka, en í nóvember árið 2013 voru 28.140 manns á skránni samkvæmt upplýsingum frá Credit Info. Síðan hefur fækkað á skránni og var fjöldinn 24.417 í lok september á þessu ári.

Samkvæmt nýjustu ársskýrslu dómstólaráðs sem fáanleg er á vefnum (hún var gefin út í fyrra og tekur til ársins 2014) fjölgaði uppkveðnum gjaldþrotaúrskurðum einstaklinga úr 369 á árinu 2013 upp í 540 á árinu 2014.

Samkvæmt riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika sem kom út þann 12. október síðastliðinn, hefur hlutfall útlána einstaklinga í vanefndum eða frystingu hjá stóru viðskiptabönkunum og Íbúðalánasjóði lækkað undanfarna mánuði og í lok september var fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá 24.417. Þá voru einstaklingar með skráð gjaldþrot og árangurslaust fjárnám 6.365 talsins í lok september og hefur fækkað um 2% frá áramótum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár