Raforkufyrirtæki á Íslandi þyrftu að greiða 7 milljarða króna skatt af auðlindarentu á ári til ríkissjóðs ef skattlagt yrði samkvæmt norskri fyrirmynd hér á landi. Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur á nýafstöðnu þingi.
Sérstaki auðlindarentuskatturinn á raforkufyrirtæki í Noregi er 34,3 prósent af sérstökum skattstofni sem reiknaður er fyrir hverja virkjun fyrir sig. Þá er hann aðeins lagður á þær virkjanir sem eru með uppsett afl meira en 10 þúsund kílóvött. Benedikt áréttar í svari sínu að 7 milljarða talan sé fengin með grófri nálgun og sé háð ýmsum fyrirvörum og óvissuþáttum.
Lægri raforkuskattar hagnast álfyrirtækjum
Á Íslandi var sérstakur raforkuskattur afnuminn árið 2015. Skatturinn var fyrst settur á árið 2009 og átti að vera til þriggja ára. Hann var framlengdur árið 2012 um þrjú ár þangað til að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tilkynnti árið 2015 afnám skattsins. „Meginhlutverk …
Athugasemdir