Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arnþrúður klæddi sig í „búrku“

Út­varp Saga er sök­uð um hat­ursáróð­ur í at­huga­semd­um við mynd­ina

Arnþrúður klæddi sig í „búrku“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpskonan klæddi sig í búrku og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ Mynd: Facebook / Útvarp Saga

Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Útvarp Sögu, birtir mynd af sjálfri sér í búrkulíki við hljóðnemann á Facebook-síðu útvarpsstöðvarinnar í morgun og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ Í stuttu samtali við Stundina játaði Arnþrúður að myndin væri af henni sjálfri. 

Athugasemdir við myndina voru jafn margar og þær voru misjafnar. Fleiri voru þó á þeirri skoðun að grínið væri fordómafullt. „Tótal snilld,“ skrifaði þó Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrum formaður Hægri grænna.

„Mér finnst þátturinn sem er í dag á mjög lágu plani, þ.e. þessar umræður um múslima, og bera vott af fordómum. Þið eruð búin að gera ykkur upp einhverjar forsendur og ákveða það að moskan verði slæm fyrir íslenskt samfélag. Ég er ekki sannfærð um að allir sem hringja inn til ykkar hafi nokkuð kynnt sér Kóraninn eða íslam. Meira hef ég ekkert um þetta að segja. Góðar stundir,“ skrifaði annar aðili.

„Þið sýnið mikinn þroska,“ skrifar Arnar Sigurðsson. Ingimar Björn Eydal Davíðsson skrifar athugasemd þar sem hann sakar útvarpsstöðina um hatursáróður.

Freistandi að útvarpa með lambhúshettu

„Ég var með myndatöku fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskum háfjallaklæðnaði, meðal annars svona lambhúshettur og það hittist svona á að þessi umræða um þessa peningagjöf var á sama tíma. Það er alvarlegur undirtónn í þessu, þó það hafi verið óskaplega freistandi að fara með eina lambhúshettu í útsendingu. Umræðan er þessi að fólk er kannski ekki opið fyrir því að þegar það er verið kaupa sér aðstæður í öðru landi, eins og er verið að gera hérna,“ svarar Arnþrúður spur um hvernig það kom til að hún klæddi sig í „búrku“.

Efast um skýringu múslima

Hún segir að með peningagjöf sinni séu Sádi-Arabar að kaupa ítök á Íslandi. „Þeir eru að kaupa sér aðstöðu, þú áttar þig á því að ef þú styrkir einhvern þá ertu með greiðan aðgang. Meðan ekkert annað er sagt þá getum við ekkert litið öðru vísi á það. Til að kóróna það nú alveg þá segja þessir forsvarsmenn, minnsta kosti Félags múslima, að þeir hafi ekki vitað um þessa peningagjöf. Eigum við bara að trúa því?,“ spyr Arnþrúður. Hún spyr enn fremur hvernig Félag íslenskra múslima hafði ætlast til að borga fyrir byggingu moskunnar. „Mér finnst að Salmann og félagar eigi að gera grein fyrir því.“

Vill sitja við sama borð og múslimar

Arnþrúður hafnar því að í myndinni felist hatursáróður gagnvart múslimum líkt og sumir þeirra sem gerðu athugasemd við myndina héldu fram. „Fólk getur náttúrulega haft sína skoðun á því, en múslimar hafa skoðun á mér og ég má líka hafa skoðun á þeim. Það er enginn sem segir að múslimar séu með hatursáróður gagnvart mér, en ef að ég hef skoðun á þeim þá heitir það hatursáróður. Ég ætla bara að fá að sitja við sama borð,“ segir Arnþrúður.     

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár