Arnþrúður klæddi sig í „búrku“

Út­varp Saga er sök­uð um hat­ursáróð­ur í at­huga­semd­um við mynd­ina

Arnþrúður klæddi sig í „búrku“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpskonan klæddi sig í búrku og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ Mynd: Facebook / Útvarp Saga

Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Útvarp Sögu, birtir mynd af sjálfri sér í búrkulíki við hljóðnemann á Facebook-síðu útvarpsstöðvarinnar í morgun og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ Í stuttu samtali við Stundina játaði Arnþrúður að myndin væri af henni sjálfri. 

Athugasemdir við myndina voru jafn margar og þær voru misjafnar. Fleiri voru þó á þeirri skoðun að grínið væri fordómafullt. „Tótal snilld,“ skrifaði þó Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrum formaður Hægri grænna.

„Mér finnst þátturinn sem er í dag á mjög lágu plani, þ.e. þessar umræður um múslima, og bera vott af fordómum. Þið eruð búin að gera ykkur upp einhverjar forsendur og ákveða það að moskan verði slæm fyrir íslenskt samfélag. Ég er ekki sannfærð um að allir sem hringja inn til ykkar hafi nokkuð kynnt sér Kóraninn eða íslam. Meira hef ég ekkert um þetta að segja. Góðar stundir,“ skrifaði annar aðili.

„Þið sýnið mikinn þroska,“ skrifar Arnar Sigurðsson. Ingimar Björn Eydal Davíðsson skrifar athugasemd þar sem hann sakar útvarpsstöðina um hatursáróður.

Freistandi að útvarpa með lambhúshettu

„Ég var með myndatöku fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskum háfjallaklæðnaði, meðal annars svona lambhúshettur og það hittist svona á að þessi umræða um þessa peningagjöf var á sama tíma. Það er alvarlegur undirtónn í þessu, þó það hafi verið óskaplega freistandi að fara með eina lambhúshettu í útsendingu. Umræðan er þessi að fólk er kannski ekki opið fyrir því að þegar það er verið kaupa sér aðstæður í öðru landi, eins og er verið að gera hérna,“ svarar Arnþrúður spur um hvernig það kom til að hún klæddi sig í „búrku“.

Efast um skýringu múslima

Hún segir að með peningagjöf sinni séu Sádi-Arabar að kaupa ítök á Íslandi. „Þeir eru að kaupa sér aðstöðu, þú áttar þig á því að ef þú styrkir einhvern þá ertu með greiðan aðgang. Meðan ekkert annað er sagt þá getum við ekkert litið öðru vísi á það. Til að kóróna það nú alveg þá segja þessir forsvarsmenn, minnsta kosti Félags múslima, að þeir hafi ekki vitað um þessa peningagjöf. Eigum við bara að trúa því?,“ spyr Arnþrúður. Hún spyr enn fremur hvernig Félag íslenskra múslima hafði ætlast til að borga fyrir byggingu moskunnar. „Mér finnst að Salmann og félagar eigi að gera grein fyrir því.“

Vill sitja við sama borð og múslimar

Arnþrúður hafnar því að í myndinni felist hatursáróður gagnvart múslimum líkt og sumir þeirra sem gerðu athugasemd við myndina héldu fram. „Fólk getur náttúrulega haft sína skoðun á því, en múslimar hafa skoðun á mér og ég má líka hafa skoðun á þeim. Það er enginn sem segir að múslimar séu með hatursáróður gagnvart mér, en ef að ég hef skoðun á þeim þá heitir það hatursáróður. Ég ætla bara að fá að sitja við sama borð,“ segir Arnþrúður.     

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár