Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meintir nauðgarar báðir farnir úr landi?

Ann­ar mann­anna, sem grun­að­ur er um að hafa nauðg­að tveim­ur kon­um í íbúð í Hlíð­um í síð­asta mán­uði, var stadd­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un með bjór. Mynd af hinum mann­in­um á Kefla­vík­ur­flug­velli er dreift á sam­fé­lags­miðl­um. Ekki var tal­in þörf á að krefjast gæslu­varð­halds yf­ir mönn­un­um.

Meintir nauðgarar báðir farnir úr landi?

Nöfn mannanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum í íbúð í Hlíðum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að annar þeirra hafi verið staddur á Keflavíkurflugvelli í morgun, samkvæmt eigin skráningu á Twitter. Samkvæmt nýjustu skráningu virðist hann vera kominn til Noregs.

Stundin greindi frá því í morgun að ekki var talin þörf á að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem taldir eru hafa nauðgað tveimur konum með hrottafengnum hætti í íbúð í Hlíðum í síðasta mánuði. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var íbúðin búin tækjum sem mennirnir eru sakaðir um að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipum, reipi og keðjum. 

„Það var ekki talin þörf á rannsóknargæslu“

„Þeir voru í haldi í tæpan sólarhring og það lágu fyrir öll gögn. Það var ekki talin þörf á rannsóknargæslu,“ sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður á kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stundina. Þá sagði hann það ekki þjóna almannahagsmunum að úrskurða mennina í gæsluvarðhald.

Ekki mínir almannahagsmunir
Ekki mínir almannahagsmunir Ákvörðun lögreglunnar hefur verið mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum í dag, meðal annars með þessari mynd frá Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, þar sem segir að á meðan meintir nauðgarar gangi lausir sé verið að dæma konur í gæsluvarðhald heima hjá sér.

Mikil reiði hefur gripið um sig á meðal fólks í kjölfar þeirrar ákvörðunar að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, eins og má meðal annars sjá á Facebook-síðu lögreglunnar þar sem fjölmargir hafa tekið þátt í umræðum og látið skoðanir sínar í ljós. Þá hefur myllumerkið #almannahagsmunir verið notað í umræðum um málið á Twitter. 

Þar segir meðal annars: „Þetta er algjörlega hræðilegt. Ég er ekki þolandi en mér er samt flökurt eftir þennan lestur. Svimar af reiði og viðbjóð.“

Ekki náðist í Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, né Árna Þór Sigmundsson, yfirlögregluþjón hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, við vinnslu fréttarinnar. 

Uppfært kl. 14.05. 

Talið er að hinn aðilinn hafi einnig farið úr landi í morgun. Á samfélagsmiðlum gengur mynd sem var tekin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Samkvæmt því eru báðir hinna grunuðu farnir úr landi, en það hefur ekki fengist staðfest. 

Rétt fyrir hádegi gaf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu það út að þeir sem að rannsókninni stæðu myndu fara aftur yfir málið í hádeginu og skoða hvort mistök hafi verið gerð. RÚV greindi frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra taldi lögreglan ólíklegt að dómstólar samþykktu gæsluvarðhaldskröfu yfir mönnunum.

Enn hefur ekki náðst í lögregluna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu