Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Meintir nauðgarar báðir farnir úr landi?

Ann­ar mann­anna, sem grun­að­ur er um að hafa nauðg­að tveim­ur kon­um í íbúð í Hlíð­um í síð­asta mán­uði, var stadd­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un með bjór. Mynd af hinum mann­in­um á Kefla­vík­ur­flug­velli er dreift á sam­fé­lags­miðl­um. Ekki var tal­in þörf á að krefjast gæslu­varð­halds yf­ir mönn­un­um.

Meintir nauðgarar báðir farnir úr landi?

Nöfn mannanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum í íbúð í Hlíðum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að annar þeirra hafi verið staddur á Keflavíkurflugvelli í morgun, samkvæmt eigin skráningu á Twitter. Samkvæmt nýjustu skráningu virðist hann vera kominn til Noregs.

Stundin greindi frá því í morgun að ekki var talin þörf á að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem taldir eru hafa nauðgað tveimur konum með hrottafengnum hætti í íbúð í Hlíðum í síðasta mánuði. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var íbúðin búin tækjum sem mennirnir eru sakaðir um að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipum, reipi og keðjum. 

„Það var ekki talin þörf á rannsóknargæslu“

„Þeir voru í haldi í tæpan sólarhring og það lágu fyrir öll gögn. Það var ekki talin þörf á rannsóknargæslu,“ sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður á kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stundina. Þá sagði hann það ekki þjóna almannahagsmunum að úrskurða mennina í gæsluvarðhald.

Ekki mínir almannahagsmunir
Ekki mínir almannahagsmunir Ákvörðun lögreglunnar hefur verið mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum í dag, meðal annars með þessari mynd frá Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, þar sem segir að á meðan meintir nauðgarar gangi lausir sé verið að dæma konur í gæsluvarðhald heima hjá sér.

Mikil reiði hefur gripið um sig á meðal fólks í kjölfar þeirrar ákvörðunar að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, eins og má meðal annars sjá á Facebook-síðu lögreglunnar þar sem fjölmargir hafa tekið þátt í umræðum og látið skoðanir sínar í ljós. Þá hefur myllumerkið #almannahagsmunir verið notað í umræðum um málið á Twitter. 

Þar segir meðal annars: „Þetta er algjörlega hræðilegt. Ég er ekki þolandi en mér er samt flökurt eftir þennan lestur. Svimar af reiði og viðbjóð.“

Ekki náðist í Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, né Árna Þór Sigmundsson, yfirlögregluþjón hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, við vinnslu fréttarinnar. 

Uppfært kl. 14.05. 

Talið er að hinn aðilinn hafi einnig farið úr landi í morgun. Á samfélagsmiðlum gengur mynd sem var tekin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Samkvæmt því eru báðir hinna grunuðu farnir úr landi, en það hefur ekki fengist staðfest. 

Rétt fyrir hádegi gaf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu það út að þeir sem að rannsókninni stæðu myndu fara aftur yfir málið í hádeginu og skoða hvort mistök hafi verið gerð. RÚV greindi frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra taldi lögreglan ólíklegt að dómstólar samþykktu gæsluvarðhaldskröfu yfir mönnunum.

Enn hefur ekki náðst í lögregluna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár