Heiðursmorð
Kynbundið ofbeldi er vandamál alls heimsins. Samkvæmt U.N. Population Fund eru um 5.000 konur drepnar af fjölskyldu sinni á ári, meðal annars í Bandaríkjunum. Árið 2010 voru 8.391 drepnar í Indlandi vegna heimanmundar. Heiðursmorð eru alvarlegt vandamál en það er ekki vandamál múslima og á sér enga stoð í íslam. Það er ekkert um grýtingar eða heiðursmorð í Kóraninum. Morð er morð, ekkert annað.
Segjum að múslimar hafi framið öll þessi 5.000 morð, og látum vera að hluti þessara morða voru framin af öðrum, til dæmis á Indlandi og í Bandaríkjunum. Það þýðir að af hverri milljón múslima eru 3,2 konur drepnar af fjölskyldunni. Samkvæmt FBI Expanded Homicide Data voru 930 konur drepnar af fjölskyldunni í Bandaríkjunum, sem þýðir að af hverri milljón Bandaríkjamanna var 3,1 kona drepin af fjölskyldunni.
Kvennakúgun og kvennamorð er alþjóðlegt vandamál.
Athugasemdir