Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Alcoa á Íslandi flutti 3,5 milljarða skattlaust úr landi

Vaxta­greiðsl­ur Alcoa á Ís­landi ehf. til móð­ur­fé­lags síns í Lúx­em­borg nema nú tæp­lega 57 millj­örð­um króna frá bygg­ingu ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Á sama tíma hef­ur bók­fært tap num­ið rúm­lega 52 millj­örð­um króna. Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri hef­ur sagt tap­ið vera til­bú­ið til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um en Alcoa rek­ur það til mik­ill­ar fjár­fest­ing­ar á Ís­landi.

Alcoa á Íslandi  flutti 3,5 milljarða  skattlaust úr landi
Rúmlega 4,5 milljarða munur Rúmlega 4,5 milljarða króna munur er á greiðslum Alcoa á Íslandi til móður­félags síns í Lúxemborg og taprekstri fyrirtækisins frá árinu 2013. Skýringuna á bókfærðu tapi má því rekja að öllu leyti, og rúmlega það, til greiðslnanna til móðurfélagsins í Lúxemborg.

Alcoa á Íslandi ehf., móður­félag álverksmiðjunnar í Reyðarfirði sem rekin er undir merkjum Alcoa Fjarðaáls ehf., greiddi móðurfélagi sínu í Lúxemborg tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna í vexti í fyrra. Bókfærður taprekstur félagsins nam þá rúmum fjórum milljörðum króna en bróðurparturinn af þessu tapi rann til félags innan samstæðu Alcoa í formi áðurnefndra vaxtagreiðslna. Þetta kemur fram í ársreikningi Alcoa á íslandi sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra þann 22. október síðastliðinn. 
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum greiðir Alcoa á Íslandi ehf. ekki svokallaðan fyrirtækjaskatt hér á landi því félagið skilar aldrei hagnaði. Fyrirtækið hefur tapað hvert einasta rekstrarár sitt á Íslandi frá árinu 2003 eða sem nemur nú samtals rúmum 52 milljörðum króna. Á sama tímabili hefur félagið greitt sem nemur tæplega 57 milljarða króna í vaxtagreiðslur til félagsins í Lúxemborg en þær greiðslur eru ekki skattlagðar þar sem um er að ræða afborganir og vaxtagreiðslur.  Munurinn á bókfærðu tapi Alcoa á Íslandi og afborgunum og vaxta­greiðslum fyrirtækisins frá 2003 til 2014 nemur hins vegar tæplega 5 milljörðum króna um þessar mundir.

Segir tapið tilbúið en Alcoa er ósammála

Líkt og Stundin hefur fjallað um áður telur Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, að Alcoa beiti þessari aðferð til að koma fjármunum frá starfsemi álversins án þess að þurfa að greiða skatta af rekstrarhagnaði fyrirtækisins á Íslandi. „Þetta er bara tilbúið tap,“ sagði Indriði við Stundina 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár