Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Al Jazeera fjallar um harkalega brottvísun frá Íslandi

Al­þjóð­lega frétta­stof­an Al Jazeera fjall­ar um ákvörð­un ís­lenskra stjórn­valda að vísa Eze Oka­for úr landi, þvert á til­mæli kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála. Í við­tali við frétta­stof­una lýs­ir Eze því hvernig lög­regl­an beitti hann harð­ræði við brott­flutn­ing­inn.

Al Jazeera fjallar um harkalega brottvísun frá Íslandi

Alþjóðlega fréttastofan Al Jazeera fjallar í dag um ákvörðun íslenskra stjórnvalda að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor til Svíþjóðar í síðasta mánuði. Sænsk útlendingayfirvöld hafa gert honum ljóst að hælisumsókn hans verði ekki enduropnuð þar í landi og að öllu óbreyttu verður hann því sendur aftur til Nígeríu. Eze hafði búið á Íslandi í fjögur ár, starfað sem kokkur og lært íslensku þegar honum var vísað úr landi, þvert á tilmæli kærunefndar útlendingamála. Hann flúði heimaland sitt árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram höfðu ráðist á hann og drepið bróður hans.  

„Ég hef aðlagast samfélaginu á Íslandi og á marga vini. Margir þekkja mig. Þannig þegar lögreglan barði mig og handtók mig urðu viðbrögðin mjög mikil,“ segir Eze meðal annars í samtali við Al Jazeera. 

Brottvísun Eze var harðlega mótmælt hér á landi en Stundin hefur fjallað ítarlega um málið. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir sögðu meðal annars frá því þegar þær voru handteknar um borð í flugvél Icelandair eftir að hafa beðið flugfarþega að sýna samstöðu. Þá mótmælti hópur fólks í innanríkisráðuneytinu og krafðist þess að fá að tala við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Á myndbandi, sem samtökin No Borders birtu, má hins vegar sjá mótmælendur dregna út úr ráðuneytinu af lögreglumönnum. Ólöf hefur aldrei tjáð sig um mál Eze, en lögmaður hans, Katrín Theódórsdóttir, sendi henni bréf þar sem þess var krafist að ráðherra gripi tafarlaust inn í atburðarráðsina og hefji rannsókn á málinu. Ráðherra varð ekki við þeirri kröfu. Nær tvö þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til Ólafar Nordal um að leyfa Eze að snúa aftur til Íslands. 

Afhentu honum ekki skilríki

Í frétt Al Jazeera lýsir Eze meðal annars þeirri meðhöndlun sem hann fékk af íslenskum yfirvöldum. Hann hafi mjög óvænt verið handtekinn, látinn gista í fangaklefa og tilkynnt að honum yrði vísað úr landi daginn eftir. „Ég sagðist vilja fara á heimili mitt og sækja eigur mínar. Mér var neitað um það. Þeir fóru með mig á flugvöllinn og tuskuðu mig til,“ segir Eze í samtali við fréttastofuna. Upptaka náðist af brottvísuninni en Eze hrópaði ítrekað á Jesú á meðan tveir lögreglumenn leiddu hann með valdi í gegnum flugstöðina. 

„Ég sagðist vilja fara á heimili mitt og sækja eigur mínar. Mér var neitað um það.“

Við komuna til Svíþjóðar segist Eze hafa búist við að fá afhent einu skilríkin sem hann á - nígerískt ökuskírteini. En lögreglan hafi tekið þau með sér aftur til Íslands. Í Svíþjóð var honum afhendir pappírar sem sögðu að hann þyrfti að yfirgefa landið fyrir 1. júní, að öðrum kosti yrði hann sendur aftur til Nígeríu. Honum var einnig gert ljóst að hann ætti ekki rétt á neinum fjárstuðning frá sænska ríkinu. Þar sem hann var bæði án peninga og skilríkja varð Eze að verja fyrstu nóttinni á götunni.  

Eze segist nú vera að leita að lögmanni sem væri til í að sjá um mál hans í Svíþjóð. Hann dreymi hins vegar um að koma aftur til Íslands og opna veitingastað. Umsókn hans um dvalarleyfi af mannúðarástæðum er enn óafgreidd af Útlendingastofnun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár