Þrír aðstoðarmenn ráðherra í ríkisstjórninni sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja. Tveir þeirra sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja sem heyra undir ráðuneyti þeirra ráðherra sem þeira starfa hjá. Þeir aðstoðarmenn sem um ræðir eru Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Matthías Imslands, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur félagas- og húsnæðismálaráðherra og Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarkona Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Miðað við athugun Stundarinnar á algengi þess að aðstoðarmenn sitji í stjórnum ríkisfyrirtækja þá hefur slíkt fyrirkomulag ekki verið algengt hingað til. Engin lög eða reglur virðast hins vegar banna slíkar stjórnarsetur aðstoðarmanna ráðherra. Stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir hins vegar, aðspurð um hvort slík stjórnarseta sé heppileg, að hún telji svo ekki vera: „Svo stutta svarið er nei.“ Tekið skal fram að Sigurbjörg var spurð um málið almennt séð og án þess að nefnd væru dæmi um setu aðstoðarmanna ráðherra í stjórnum ríkisfyrirtækja.
Athugasemdir