Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Áhyggjur af einræðistilburðum í Bandaríkjunum: Aðalráðgjafi Trumps segir forsetann æðri dómstólum

„Völd for­set­ans verða ekki dreg­in í efa,“ full­yrð­ir Stephen Miller, að­al­ráð­gjafi í Hvíta hús­inu. Hann gef­ur í skyn að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sé haf­inn yf­ir dómsvald­ið. Sjálf­stæði dóm­stóla er grund­vall­ar­stoð lýð­ræð­is­ríkja.

Áhyggjur af einræðistilburðum í Bandaríkjunum: Aðalráðgjafi Trumps segir forsetann æðri dómstólum
Stephen Miller Er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Jeff Sessions, sem hefur verið skipaður dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í kjölfar þess að forveri hans var rekinn í skyndi fyrir að mælast gegn því að ferðabann gegn íbúum sjö múslimaríkja yrði innleitt. Mynd:

Einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta afneitar heimild dómstóla í Bandaríkjunum til að dæma ferðabann Trumps gegn íbúum sjö múslimaríkja ólöglegt. 

„Það sem dómararnir gerðu... var að taka völd til sín, sem á eingöngu heima í höndum forseta Bandaríkjanna,“ sagði hann í þættinum Face the Nation á CBS. „Við erum með dómsvald sem hefur tekið alltof mikið vald og orðið á margan hátt æðsta grein ríkisvaldsins ... Andstæðingar okkar, fjölmiðlar og allur heimurinn mun brátt sjá okkur grípa til frekari aðgerða, að völd forsetans til að vernda landið okkar eru verulega mikil og verða ekki dregin í efa.“

Sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu er ein af burðarstoðum lýðræðisríkja og kemur í veg fyrir valdasamþjöppun og spillingu. Það er hluti af hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins, sem er kjarnakenning í lýðræði.

Borgarar sjö landa útilokaðir á fölskum forsendum

Trump undirritaði forsetatilskipun sína 27. janúar síðastliðinn, sem kvað á um að ríkisborgarar Írans, Íraks, Líbýu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemen væri óheimilt að ferðast til Bandaríkjanna frá undirritun tilskipunarinnar. Mikil ringulreið fylgdi í kjölfarið. Alríkisdómari í Seattle, James Robart, dæmdi komubannið ólöglegt á grundvelli þess að engar sannanir hefðu verið gefnar fyrir því að nokkur ríkisborgari frá löndunum sjö hefði framið hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum.

„Við erum að reyna allar mögulegar aðgerðir til þess að vernda landið okkar frá hryðjuverkum.“

Miller vísaði til hryðjuverkaógnar þar sem hann rökstuddi að dómstólar hefðu ekki völd til að dæma ferðabannið brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Það mikilvæga er að við erum að reyna allar mögulegar aðgerðir til þess að vernda landið okkar frá hryðjuverkum.“ 

Enginn hefur látist í Bandaríkjum í hryðjuverkaárás af hendi fólks frá múslimalöndunum sjö sem ferðabannið nær yfir.

Fjallað var um afstöðu ráðgjafa Trumps í þættinum Morning Joe á NBC í gær. Þáttarstjórnendur lýstu því að um væri að ræða hugmyndafræði einræðis.

Forsetinn hrósaði Miller fyrir að endurtaka ósannindi

Trump hefur sérstaklega hrósað Miller fyrir framkomu sína í fjölmiðlum undanfarið. Miller hefur endurtekið afhjúpaðar og falskar ásakanir Trumps um kosningasvik, sem hefðu falist í því að fjöldi fólks án kosningaréttar hefði kosið í forsetakosningunum í nóvember, en Trump hefur haldið því fram að það útskýri að hann fékk tæplega þremur milljónum atkvæða færri en Hillary Clinton.

Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á ósannindi brást Miller harkalega við og fullyrti að forsetinn hefði rétt fyrir sér. „Ég er tilbúinn að fara í hvaða þátt sem er, hvar sem er, hvenær sem er og endurtaka að forseti Bandaríkjanna hefur 100 prósent rétt fyrir sér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetatíð Donalds Trump

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár