Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Að skrifa er eins og að vera í pleymó

Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir er að leggja loka­hönd á tvær skáld­sög­ur, önn­ur kem­ur út í haust en hin í vor. Í stað þess að loka sig inni á af­skekkt­um stað við skrift­irn­ar, eins og skáld gjarna gera, hef­ur hún und­an­farna tvo mán­uði flakk­að milli borga í Evr­ópu. Hvernig fer það sam­an að skrifa og flakka og hvað er hún eig­in­lega að gera þarna?

Að skrifa er eins og að vera í pleymó

„Ég er á ferðalagi um Evrópu að labba um og skoða borgir sem ég hef ekki heimsótt, læra að segja takk á framandi tungumálum og skrifa. Var að klára bók sem ég er að gefa út í september hjá Partus press og er að leggja lokahönd á aðra sem kemur út í vor. Mestmegnis kannski líka að drekka kokteila ...“

Segðu mér meira frá þessum tveimur bókum, eru þetta skáldsögur?

„Já, önnur þeirra sú sem er að koma út ber vinnuheitið Grandagallerí og hún mun koma bara seint í næsta mánuði, hin heitir Sirkús, hún er veglegri og hefur verið lengi í smíðum en flakkið hér hefur haft mjög góð áhrif og það er loks að komast lokamynd á hana.“

Eru þetta jálfsævisögulegar sögur?

„Nei, þær eru það hvorug, en byggja bara báðar á ýmsu sem mætti setja í sjálfsævisögulegt samhengi. En bækurnar eru ekki sjálfsævisögulegar, allt bara skáldskapur. Grandagallerí gerist að hluta til í Barcelona og ég er einmitt þar núna, svo það hjálpar að koma þangað að skoða sig um til að draga upp raunsæja mynd af borginni. Sirkúsinn í Sirkús er reistur í borg sem er ekki til, en ég stel borgarmyndinni bara með því að blanda saman evrópskum borgum sem ég er að heimsækja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár