Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Að skrifa er eins og að vera í pleymó

Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir er að leggja loka­hönd á tvær skáld­sög­ur, önn­ur kem­ur út í haust en hin í vor. Í stað þess að loka sig inni á af­skekkt­um stað við skrift­irn­ar, eins og skáld gjarna gera, hef­ur hún und­an­farna tvo mán­uði flakk­að milli borga í Evr­ópu. Hvernig fer það sam­an að skrifa og flakka og hvað er hún eig­in­lega að gera þarna?

Að skrifa er eins og að vera í pleymó

„Ég er á ferðalagi um Evrópu að labba um og skoða borgir sem ég hef ekki heimsótt, læra að segja takk á framandi tungumálum og skrifa. Var að klára bók sem ég er að gefa út í september hjá Partus press og er að leggja lokahönd á aðra sem kemur út í vor. Mestmegnis kannski líka að drekka kokteila ...“

Segðu mér meira frá þessum tveimur bókum, eru þetta skáldsögur?

„Já, önnur þeirra sú sem er að koma út ber vinnuheitið Grandagallerí og hún mun koma bara seint í næsta mánuði, hin heitir Sirkús, hún er veglegri og hefur verið lengi í smíðum en flakkið hér hefur haft mjög góð áhrif og það er loks að komast lokamynd á hana.“

Eru þetta jálfsævisögulegar sögur?

„Nei, þær eru það hvorug, en byggja bara báðar á ýmsu sem mætti setja í sjálfsævisögulegt samhengi. En bækurnar eru ekki sjálfsævisögulegar, allt bara skáldskapur. Grandagallerí gerist að hluta til í Barcelona og ég er einmitt þar núna, svo það hjálpar að koma þangað að skoða sig um til að draga upp raunsæja mynd af borginni. Sirkúsinn í Sirkús er reistur í borg sem er ekki til, en ég stel borgarmyndinni bara með því að blanda saman evrópskum borgum sem ég er að heimsækja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár