Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Að skrifa er eins og að vera í pleymó

Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir er að leggja loka­hönd á tvær skáld­sög­ur, önn­ur kem­ur út í haust en hin í vor. Í stað þess að loka sig inni á af­skekkt­um stað við skrift­irn­ar, eins og skáld gjarna gera, hef­ur hún und­an­farna tvo mán­uði flakk­að milli borga í Evr­ópu. Hvernig fer það sam­an að skrifa og flakka og hvað er hún eig­in­lega að gera þarna?

Að skrifa er eins og að vera í pleymó

„Ég er á ferðalagi um Evrópu að labba um og skoða borgir sem ég hef ekki heimsótt, læra að segja takk á framandi tungumálum og skrifa. Var að klára bók sem ég er að gefa út í september hjá Partus press og er að leggja lokahönd á aðra sem kemur út í vor. Mestmegnis kannski líka að drekka kokteila ...“

Segðu mér meira frá þessum tveimur bókum, eru þetta skáldsögur?

„Já, önnur þeirra sú sem er að koma út ber vinnuheitið Grandagallerí og hún mun koma bara seint í næsta mánuði, hin heitir Sirkús, hún er veglegri og hefur verið lengi í smíðum en flakkið hér hefur haft mjög góð áhrif og það er loks að komast lokamynd á hana.“

Eru þetta jálfsævisögulegar sögur?

„Nei, þær eru það hvorug, en byggja bara báðar á ýmsu sem mætti setja í sjálfsævisögulegt samhengi. En bækurnar eru ekki sjálfsævisögulegar, allt bara skáldskapur. Grandagallerí gerist að hluta til í Barcelona og ég er einmitt þar núna, svo það hjálpar að koma þangað að skoða sig um til að draga upp raunsæja mynd af borginni. Sirkúsinn í Sirkús er reistur í borg sem er ekki til, en ég stel borgarmyndinni bara með því að blanda saman evrópskum borgum sem ég er að heimsækja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár