„Ég er á ferðalagi um Evrópu að labba um og skoða borgir sem ég hef ekki heimsótt, læra að segja „takk“ á framandi tungumálum og skrifa. Var að klára bók sem ég er að gefa út í september hjá Partus press og er að leggja lokahönd á aðra sem kemur út í vor. Mestmegnis kannski líka að drekka kokteila ...“
Segðu mér meira frá þessum tveimur bókum, eru þetta skáldsögur?
„Já, önnur þeirra sú sem er að koma út ber vinnuheitið Grandagallerí og hún mun koma bara seint í næsta mánuði, hin heitir Sirkús, hún er veglegri og hefur verið lengi í smíðum en flakkið hér hefur haft mjög góð áhrif og það er loks að komast lokamynd á hana.“
Eru þetta jálfsævisögulegar sögur?
„Nei, þær eru það hvorug, en byggja bara báðar á ýmsu sem mætti setja í sjálfsævisögulegt samhengi. En bækurnar eru ekki sjálfsævisögulegar, allt bara skáldskapur. Grandagallerí gerist að hluta til í Barcelona og ég er einmitt þar núna, svo það hjálpar að koma þangað að skoða sig um til að draga upp raunsæja mynd af borginni. Sirkúsinn í Sirkús er reistur í borg sem er ekki til, en ég stel borgarmyndinni bara með því að blanda saman evrópskum borgum sem ég er að heimsækja.“
Athugasemdir