Um liðna helgi sat ég sem oftar á knæpu og paufaðist við að skrifa ljóð (hafið ekki áhyggjur, ég hef aldrei fengið ritlaun til að drekka út). Á borði næst mínu sat hópur kátra, ungra Bandaríkjamanna. Þau drukku, hlógu og sprelluðu. Virtust skemmta sér hið besta. Ég myndi ekki segja að ég hafi hlerað samræðurnar, en einhver kynni að kalla það svo. Gott og vel, ég hleraði. Þetta voru áhugaverðir einstaklingar með sterkar skoðanir sem þau voru óhrædd við að flíka. Mest var þeim niðri fyrir þegar talið barst að kókaínsölum en það var þó ekki það sem vakti helst athygli mína. Heldur hitt að þeim þótti fremur skíttur sósíalisminn sem þau virtust ásátt um að rekinn sé hér á landi (og enn skíttara reyndar að þessir fjárans sósíalistar skyldu rukka aðgangseyri í almenningssundlaugar – sem er áhugaverður vinkill). Þau fjösuðu eitthvað um afætur og hlógu. Hér vaknaði áhugi minn. Mér finnst þessi sósíalismi okkar nefnilega líka fremur skíttur. Undir honum borgum við fyrir liðsinni sjúkrabíla, fyrir heimsóknir á sjúkrahús og til lækna, svo fátt eitt sé nefnt. Þá lætur hið sósíalíska kerfi flesta sálfræðiaðstoð ósnerta svo hún er rekin ósósíalískt enda sálarmein prívat en ekki sósíal. Geðveiki er líka prívat. Líf eru prívat. Að sjálfsögðu. Ein manneskja, eitt líf. Snaggaralegt. Þess vegna rukkum við sósíalistarnir krabbameinssjúklinga um fúlgur fyrir meðferðir. Til að tryggja fullkomið prívasí lífsins reynum við jafnvel að færa þjónustu sjúkrahúsa, mátulega smávægilega uppskurði og ámóta smotterí, yfir til einkarekinna stofa – en athugið þó þetta: Til að hafa góða yfirsjón reynum við jafnframt að tryggja sem mest og best tengsl stofanna við forsætisráðherra. Þó það nú væri! Eftirlit er svo mikilvægt. Og svo litið sé á hinn enda tilvistarrófsins þá er aldeilis ekki ókeypis að drepast heldur, en blessunarlega getum við kvatt í þeirri vissu að kostnaðurinn fellur á einhvern annan. Samt prívat sko. Þannig er hann, þessi tiltekni sósíalismi okkar. Kostar í sund, kostar í krabbameinsmeðferð. Nei, sem ég segi er ég hreint ekki ósammála ungu Bandaríkjamönnunum á knæpunni, þessi sósíalismi okkar er óttalegt helvítis hrat.
Kött Grá Pje greinir samtal bandarískra ferðamanna um ætlaðan sósíalisma á Íslandi.
Mest lesið

1
Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

2
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

3
„Ég hef bara látið mig hverfa“
„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að fá þann heilsubrest sem ég hef verið að stríða við,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Hún smitaðist af Covid-19 árið 2021 á ráðstefnu erlendis, þrátt fyrir að hafa farið mjög varlega. Einkennin hurfu ekki og í dag er hún með langvinnt Covid.

4
„Samfélagslega ótækt“ að Margrét Löf fái arf
„Ég tel að það sé eitthvað sem við sem samfélag getum alls ekki samþykkt,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson réttargæslumaður hálfbróður Margrétar Löf. En kröfu hans um að hún hefði fyrirgert sér arfi var vísað frá þegar dómur í málinu féll í gær.

5
Léttir að fella grímuna
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, faðmar að sér fanga á Litla-Hrauni og kallar þá kærleiksbangsa. Sjálf kærði hún aldrei manninn sem braut á henni í æsku.

6
Trump með „persónuleika alkóhólista“ segir starfsmannastjórinn hans
Starfsmannastjóri Donalds Trumps, Susie Wiles, sagði Bandaríkjaforseta vera með „persónuleika alkóhólista“ í grein sem Vanity Fair birti í dag. Umfjöllunin byggir á nokkrum viðtölum sem tekin voru við hana.
Mest lesið í vikunni

1
„Ég var lifandi dauð“
Lína Birgitta Sigurðardóttir hlúir vel að heilsunni. Hún er 34 ára í dag og segist ætla að vera í sínu besta formi fertug, andlega og líkamlega. Á sinni ævi hefur hún þurft að takast á við margvísleg áföll, en faðir hennar sat í fangelsi og hún glímdi meðal annars við ofsahræðslu, þráhyggju og búlemíu. Fyrsta fyrirtækið fór í gjaldþrot en nú horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á erlendan markað.

2
Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

3
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

4
„Ég gæti ekki einu sinni séð einföld form“
Gauti Páll Jónsson er með hugsýnastol og getur því ekki séð hluti myndrænt fyrir sér. „Þangað til nýlega vissi ég ekki að þetta væri eitthvað sem fólk gæti gert,“ segir hann. Sálfræðingur sem stundar rannsóknir á þessu sviði telur að margir viti ekki að þeir séu með hugsýnastol.

5
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
„Þegar hann sá passann hennar hrópaði hann upp yfir sig: Iceland, Icelandic disease! og hún sagði honum að hún hefði sjálf veikst af sjúkdómnum,“ segir Óskar Þór Halldórsson, sem skrifaði bók um Akureyrarveikina þar sem ljósi er varpað á alvarleg eftirköst veirusýkinga. Áhugi vísindamanna á Akureyrarveikinni sem geisaði á miðri síðustu öld hefur verið töluverður eftir Covid-faraldurinn.

6
Fagnar því að Snorri opinberi áformin
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hugmynd Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins, um að Ísland skoði það að segja sig úr EES-samstarfinu skaðlega og óábyrga. Hún fagnar því að stjórnmálamenn segi hvað þeir raunverulega hugsa.
Mest lesið í mánuðinum

1
Krafðist grafarþagnar á heimilinu
Réttarhöldum yfir Margréti Löf er lokið, en þar kom meðal annars fram að fjölskyldan tjáði sig að miklu leyti með bréfaskriftum út af meintri hljóðóbeit Margrétar, sem beindist að foreldrum hennar.

2
„Ég var lifandi dauð“
Lína Birgitta Sigurðardóttir hlúir vel að heilsunni. Hún er 34 ára í dag og segist ætla að vera í sínu besta formi fertug, andlega og líkamlega. Á sinni ævi hefur hún þurft að takast á við margvísleg áföll, en faðir hennar sat í fangelsi og hún glímdi meðal annars við ofsahræðslu, þráhyggju og búlemíu. Fyrsta fyrirtækið fór í gjaldþrot en nú horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á erlendan markað.

3
Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

4
Baggalútar fá 429 þúsund hver
Fyrirtækið sem heldur utan um hljómsveitina Baggalút átti meira en hundrað milljóna króna eignir í lok síðasta árs. Stærstur hluti þeirra eigna eru peningar á bankabók.

5
„Húsin eru ekki tveggja hæða“
Hús við Skaftafell sem áttu að vera ein hæð, samkvæmt skilmálum deiliskipulags, máttu síðar verða tvær hæðir. Bæjarstjóri segir að „ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð“.

6
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

































Athugasemdir