Um liðna helgi sat ég sem oftar á knæpu og paufaðist við að skrifa ljóð (hafið ekki áhyggjur, ég hef aldrei fengið ritlaun til að drekka út). Á borði næst mínu sat hópur kátra, ungra Bandaríkjamanna. Þau drukku, hlógu og sprelluðu. Virtust skemmta sér hið besta. Ég myndi ekki segja að ég hafi hlerað samræðurnar, en einhver kynni að kalla það svo. Gott og vel, ég hleraði. Þetta voru áhugaverðir einstaklingar með sterkar skoðanir sem þau voru óhrædd við að flíka. Mest var þeim niðri fyrir þegar talið barst að kókaínsölum en það var þó ekki það sem vakti helst athygli mína. Heldur hitt að þeim þótti fremur skíttur sósíalisminn sem þau virtust ásátt um að rekinn sé hér á landi (og enn skíttara reyndar að þessir fjárans sósíalistar skyldu rukka aðgangseyri í almenningssundlaugar – sem er áhugaverður vinkill). Þau fjösuðu eitthvað um afætur og hlógu. Hér vaknaði áhugi minn. Mér finnst þessi sósíalismi okkar nefnilega líka fremur skíttur. Undir honum borgum við fyrir liðsinni sjúkrabíla, fyrir heimsóknir á sjúkrahús og til lækna, svo fátt eitt sé nefnt. Þá lætur hið sósíalíska kerfi flesta sálfræðiaðstoð ósnerta svo hún er rekin ósósíalískt enda sálarmein prívat en ekki sósíal. Geðveiki er líka prívat. Líf eru prívat. Að sjálfsögðu. Ein manneskja, eitt líf. Snaggaralegt. Þess vegna rukkum við sósíalistarnir krabbameinssjúklinga um fúlgur fyrir meðferðir. Til að tryggja fullkomið prívasí lífsins reynum við jafnvel að færa þjónustu sjúkrahúsa, mátulega smávægilega uppskurði og ámóta smotterí, yfir til einkarekinna stofa – en athugið þó þetta: Til að hafa góða yfirsjón reynum við jafnframt að tryggja sem mest og best tengsl stofanna við forsætisráðherra. Þó það nú væri! Eftirlit er svo mikilvægt. Og svo litið sé á hinn enda tilvistarrófsins þá er aldeilis ekki ókeypis að drepast heldur, en blessunarlega getum við kvatt í þeirri vissu að kostnaðurinn fellur á einhvern annan. Samt prívat sko. Þannig er hann, þessi tiltekni sósíalismi okkar. Kostar í sund, kostar í krabbameinsmeðferð. Nei, sem ég segi er ég hreint ekki ósammála ungu Bandaríkjamönnunum á knæpunni, þessi sósíalismi okkar er óttalegt helvítis hrat.

Kött Grá Pje greinir samtal bandarískra ferðamanna um ætlaðan sósíalisma á Íslandi.

Mest lesið

1
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.

2
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Að leita sér hjálpar
Leikarinn Elliot Page birti mynd af sér og kærustunni sinni á regnbogagötunni á Skólavörðustíg og kommentakerfið fylltist af niðrandi athugasemdum. Ákall til leikarans um að leita sér hjálpar er áhugavert, því það er einmitt það sem trans fólk gerir.

3
Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung
Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins, tapaði 277 milljónum króna í fyrra. Félagið er að mestu í eigu helstu útgerðarmanna Íslands. Systurfélagið sem rekur einu dagblaðaprentsmiðju landsins skilaði líka tapi.

4
Brokkgengur ferill launahæsta forstjórans
Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Alvotech sem Róbert Wessman stýrir. Mikið hefur verið lagt í ímyndarsköpun á „vörumerkinu Róbert Wessman“ á tíma tapreksturs, illdeilna við Björgólf Thor og ásakana kollega og starfsfólks Alvotech vegna hegðunar Róberts.

5
Evrópa var aldrei í röð og reglu
Prófessor í mannfræði segir orðræðu um hælisleitendur ekki í samræmi við staðreyndir en dregið hefur úr umsóknum í ár. Hún segir múslima hafa verið hluta af evrópsku samfélagi í hundruð ára. Ekki sé þó gagnlegt að kalla alla sem áhyggjur hafa af málaflokknum rasista.

6
Flokkaflakk Íslands – þvert á flokka
Margir ræðumanna á mótmælum gegn hælisleitendum hafa leitað hugmyndum sínum farveg innan stjórnmálaflokka undanfarna áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. „Augljós markaður fyrir þessi sjónarmið,“ sagði einn á leyniupptöku áður en hann steig á svið fyrir hópinn.
Mest lesið í vikunni

1
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

2
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

3
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.

4
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Að leita sér hjálpar
Leikarinn Elliot Page birti mynd af sér og kærustunni sinni á regnbogagötunni á Skólavörðustíg og kommentakerfið fylltist af niðrandi athugasemdum. Ákall til leikarans um að leita sér hjálpar er áhugavert, því það er einmitt það sem trans fólk gerir.

5
Rannsókn á Samherjamálinu lokið
Fimm ára rannsókn héraðssaksóknara á Samherja er lokið. Níu Íslendingar eru með réttarstöðu sakbornings.

6
Sif Sigmarsdóttir
Börn vafin í bómull
Bókaáhuginn blómstraði þar sem börnin börðust til síðasta manns í „bókabardaganum“.
Mest lesið í mánuðinum

1
Indriði Þorláksson
Kvótaskerðing, þjóðartekjur, veiðigjöld og hafið
Ekkert tilefni er því til endurmats á þeirri tillögu sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um hækkun á veiðigjaldi. Enn vantar mikið á til að hlutur almennings í tekjum af eigin auðlind sé kominn í eðlilegt horf.

2
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

3
Ósammála um hvernig bregðast eigi við mótmælum gegn innflytjendum
Álitsgjafa á vinstri væng stjórnmálanna greinir á um hvort nálgast eigi meinta rasista með skilningi, háði, ofbeldi eða þögninni. „Ég hef nú svo sem reynt eitt og annað en veit ekkert hvort það virkar,“ segir háskólakennari um samtöl sín við fólk andvígt innflytjendum.

4
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

5
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
Sigfús Aðalsteinsson, stofnandi hópsins Ísland - þvert á flokka, sem stendur fyrir útifundum um hælisleitendur, játaði á sig fjárdrátt frá leikskólanum Klettaborg þegar hann var forstöðumaður þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu alvarleg til að innflytjendur sem gerðust sekir um þau ætti að senda úr landi.

6
Brutu gegn siðareglum í máli Ásthildar Lóu
RÚV og Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn Ásthildi Lóu Þórsdóttur ráðherra í umfjöllun um son hennar og samskipti við barnsföður. Siðanefnd Blaðamannafélagsins vísaði hins vegar frá öllum kröfum ráðherra nema einni.
Athugasemdir