Þegar ég var strákur og byrjaði að lesa mér til um sögu harmaði ég mjög að þegar væri búið að gera flestallar stærstu uppgötvanirnar sem völ væri á. Ég gæti til dæmis ekki með nokkru móti gert mér vonir um að á mínu æviskeiði fyndist allt í einu ný og áður óþekkt siðmenning sem gerbreytti þekkingu okkar á sögu og þróun mannsins.
En viti menn! Nú á fyrstu árum 21. aldar er einmitt það að gerast, þótt furðu lágt fari.
Ég ætla þess vegna að byrja aftur á þessari grein, svona:

Þessar byggingar á rúmlega 10 metra háum stöllum fundust í byrjun 20. aldar nálægt sjónum fyrir neðan Fortaleza-dal. Fræðimenn áttu mjög erfitt með að átta sig á hverjir hefðu reist þetta. Nú er ljóst að þetta var hluti Norte Chico-menningarinnar. Menningin er raunar einnig kölluð Caral-Suppe.
Þegar ég var strákur og byrjaði að lesa mér til um sögu var …
Athugasemdir